Læknaneminn - 01.04.2005, Page 87
Verkefni 3. árs læknanema
líkindum einungis prótein og inniheldur því ekkert erfðaefni.
PrPSc er umbreytt þrívíddargerð eðlilegs hímnupróteins (PrPC).
Príongenið (PRNP) er talið hafa áhrif á móttækileika manna fyrir
sjúkdómunum. Sýnt hefur verið fram á að ákveðnar stökkbreyt-
ingar eru sjúkdómsvaldandi en einnig virðist breytileiki í nokkrum
táknum hafa áhrif á svipfar, smitnæmi og meðgöngutíma príon-
sjúkdóma. Mest athygli hefur beinst að tákna 129. Einstaklingar
sem arfhreinir eru um metíonín í þessum tákna virðast vera
líklegri til að veikjast af príonsjúkdómum og meðgöngutíminn
virðist styttri. í Japan hefur fundist breytileiki í tákna 219 sem
mögulega hefur verndandi áhrif gegn spCJD. Aðrir táknar hafa
einnig verið skoðaðir. Þar á meðal er þögul breyting í tákna 117
auk úrfellinga innan svæðis í N-enda príongensins sem inni-
heldur endurteknar oktapeptíð raðir. Þetta verkefni er framhald
rannsóknar sem framkvæmd var árið 2003, en þá var breytileiki
í tákna 129 í íslensku þýði skoðaður. Markmið þessa hluta er að
rannsaka tíðni breytileika í tákna 117 og tíðni 24 basapara úrfell-
inga í íslensku þýði og bera saman við tíðni hjá öðrum þjóðum.
Við rannsóknina voru notuð sýni úr 208 heilbrigðum íslenskum
blóðgjöfum, 104 af hvoru kyni. Príongenið var fjölfaldað með
PCR (polymerase chain reaction) og skerðibútagreining notuð til
að kanna breytileika í tákna 117. Við könnun á úrfellingu var
samanburður gerður á stærð PCR-afurðanna og ef grunur lék á
úrfellingu var skerðibútagreining framkvæmd. 4,7% einstakling-
anna reyndust vera arfblendnir um breytileikann í tákna 117,
95,3% höfðu ekki breytileikann og enginn var arfhreinn. Breyti-
leikinn hefur ekki verið kannaður mjög víða en þetta er sambæri-
leg tíðni arfgerða og fundist hefur í Tyrklandi (5%). Úrfelling á 24
basapörum fannst ekki innan úrtaksins en tíðni þessa breytileika
í heilbrigðu þýði er talin vera mjög lág.
Mynstur alvarlegra handaáverka í íslandi
1994-2003
Brynjólfur Árni Mogensen jr’, Halldór Jónsson jr2, Jóhann Róbertsson2
'Læknadeild Háskóla íslands, 2Bæklunarskurðdeild LSH Fossvogi
Inngangur: Handaáverkar eru meðal algengustu áverka sem
koma á slysadeildir. Ljóst er að þeir valda miklu vinnutapi og eru
þar með dýrir fyrir þjóðfélagið. Alvarlegir handaáverkar teljast
beygisinaskaðar, taugaskaðar, aflimanir og brot sem eru innan
liðar. Nýgengi alvarlegra handaáverka er 7.5/100.000 íbúa í
Noregi. Karlmenn verða fyrir 60-75% af slysunum. Nýgengi
handaáverka er að aukast á Norðurlöndum og nú um mundir
eru handaáverkar um 20% af öllum vinnuáverkum. Tilgangur:
Athuga mynstur alvarlegra handaáverka á fslandi.
Efniviður og aðferðir: Fenginn var listi yfir alla sjúklinga sem
höfðu lagst inn á bæklunardeild með handaáverka á tímabilinu
1994 - 2003. Aðgerðakóðar sem fylgdu sjúklingunum voru
skoðaðir og einungis þeir teknir sem töldust vera með alvarlega
handaáverka. Skráðir voru tegundir áverka, kyn, aldur og dreif-
ing milli ára. Þá var leitað í tölvuskrám og skjalasafni LSH að
orsökum, athöfnum og þeim sem voru rangt greindir upphaf-
lega.
Niðurstöður: Alls 481 einstaklingar voru skráðir með alvarlega
handaáverka. Kynjahlutfallið var 78.1% menn og 21.9% konur
voru. Fólk á aldrinum 15-24 ára fékk flesta áverkana eða 28.9%.
í heildina hefur slysum fjölgað síðastliðin ár, en sökum mismun-
andi aðgerðarkóða milli ára og að gögn á árunum 1996-1998
hafa misfarist eru þær niðurstöður ekki marktækar. Flestir
áverkarnir voru brot innan liðar á fingri (21.3%), beygisinaskaðar
(20.9%). Aflimanir á fingri reyndust vera 9.8%. Launuð vinna
(32.6%), athafnir daglegs lífs (26.6%) og tómstundir (20.6%)
reyndust vera algengustu athafnir fólks er slys átti sér stað. Af
orsökum voru oddhvassir hlutir lang algengastir, 42.9%.
Umræða: Mun fleiri karlmenn fá alvarlega handaáverka og er
það í samræmi við Norðurlönd. Flestir af alvarlegustu áverk-
unum (aflimanir) reyndust eiga sér stað í vinnutíma (68.5%).
Meginorsök slysanna voru oddhvassir hlutir, af sina og taugaá-
verkum voru það 74.2% allra orsaka. Kramningsáverkar og
oddhvassir hlutir voru helstu ástæður fyrir aflimunum.
Mynstur áverka og afdrif einstaklinga á gjör-
gæsludeild LSH 1994-2003
Bjami Guðmundsson1, Halldór Jónsson jr.2, Bergþóra Ragnarsdóttir3,
Kristinn Sigvaldason3
'Læknadeild Háskóla (slands, !Bæklunarskurðdeild LSH, 3Gjörgæsludeild LSH-
Fossvogi.
Inngangur: Samkvæmt fyrri áverka rannsóknum frá árunum
1974-93 lögðust 80-100 manns árlega inn á gjörgæsludeild
LSH í Fossvogi. Flestir þessara aðila slösuðust í umferðar-
óhöppum (53%) og í falli (27%). Frá 1974-93 lækkaði hlutfall
látinna úr 12% niður í 7,7% og legudögum á gjörgæslu fækkaði
úr 7 niður í 4,5. Mikil framför varð því á þessu tímabili með tilliti
til lækkaðrar dánartíðni og fækkaðra legudaga á gjörgæslu, í
Ijósi þess að alvarleiki áverka og áverkamynstur hafði lítið sem
ekkert breyst.
Tilgangur: Að meta alvarleika áverka hjá sjúklingum, sem voru
vistaðir á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi á næsta tíu ára tímabili
og athuga hvort mynstur þeirra hafi breyst og hvort frekari fram-
för hafi orðið í lifun með hliðsjón af fyrri niðurstöðum. Jafnframt
að kanna afdrif sjúklinga eftir útskrift frá gjörgæsludeild.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir tölvuskrár allra sjúklinga
sem lögðust inn á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi vegna áverka
1994-2003, eða á 10 ára tímabili. Meðtaldir voru nokkrir sem
höfðu fengið fyrstu meðferð á öðrum sjúkrahúsum hérlendis,
svo og 22 sem höfðu slasast erlendis. Skráð var aldur, kyn,
staður, orsök- og mánuður slyss, legudagafjöldi á gjörgæslu-
deild og mat á áverkum eftir AIS-ISS kerfi, sem metur alvarleika
áverka eftir einföldum skala; 1 (minniháttar)-6(banvænn). Þá var
legutími sjúklinga eftir útskrift frá gjörgæsludeild - og afdrif eftir
útskrift frá LSH skráð.
Niðurstöður: Könnunin tók til 971 manns alls, að meðaltali
97,1 á ári. Flestir voru á aldrinum 15-44 ára þegar þeir slösuð-
LÆKNANEMINN
2005
85