Læknaneminn - 01.04.2005, Side 88

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 88
Verkefní 3. árs læknanema ust og var meðalaldur 36,0 ár. Karlmenn voru 715 (74%), en konur 256 (26%). Meginorsakir áverka voru umferðaróhöpp (51%) og fall (25%). Meðallegudagar á gjörgæsludeild voru 4,3. Heildar sjúkrahúslega var 1-372 dagar, að meðaltali 19,6. Minni- háttar áverka AIS 1 og/- eða AIS 2 hlutu 105 sjúklingar (10,8%). Alvarlegri áverka eða AIS 3,4,5 höfðu 866 sjúklingar (89,2%). Sjúklingar sem töldust dauðvona fljótlega eftir komu, þ.e. AIS 6 voru 27 (2,8%). Algengastir voru höfuð-/hálsáverkar (61%), en þeir eru jafnframt aðaláverkar samkvæmt AIS mati hjá flestum þeirra sem deyja. Alls létust á gjörgæsludeild 62 (6,4%) og 21 til viðbótar eftir útskrift á almenna legudeild - (8,5% alls). Ályktun: í kjölfar þessarar rannsóknar hafa fengist gögn sem sýna 30 ára þróun í alvarleika áverka og meðferð slíkra sjúklinga á gjörgæsludeild og er það einstakt. Fjöldi áverkasjúklinga á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi hefur hlutfallslega fækkað á síðustu 30 árum með hliðsjón af fólksfjölgun í landinu. Hlutfall látinna mælist lítið eitt hærri en í lok síðasta rannsóknartímabils og fjöldi legudaga er svipaður. Framför hefur því ekkí orðið með tilliti til þessara tveggja þátta. Meðferð áverkasjúklinga á gjör- gæsludeild hér á landi stenst fyllilega samanburð við samskonar erlendar rannsóknir. Metýlering stjórnraða BRCA1 gens í brjóstaæxlum Berglind María Jóhannsdóttir', Valgerður Birgisdóttir1-2 og Jórunn Erla Eyfjörð12' 'Læknadeíld Háskóla (slands, 2Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumullffræði. Inngangur: Um 5-10% brjóstakrabbameina tengjast erfðum stökkbreytingum. Um helmingur þeirra er með stökkbreytingu í BRCA1 en um einn þriðji með stökkbreytingu í BRCA2. Bæði þessi gen eru æxlisbælandi. í stökum tílfellum brjóstakrabba- meins er þó sjaldnast um stökkbreytingu að ræða. Sýnt hefur verið fram á að í um 10% stakra tilfella brjóstakrabbameins hefur stýrilsvæði BRCA1 hins vegar verið metýlerað og umritun gens- ins þannig bæld. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort stýrilsvæði BRCA1 væri einnig metýlerað í brjóstakrabba- meinum með þekkta stökkbreytingu í BRCA2. Efniviður og aðferðir: Erfðaefni var einangrað úr æxlisvefja- bitum með þekkta íslenska 999del5 stökkbreytingu í BRCA2 geni. Þá voru til umráða 50 DNA sýni. Gerð var metýleringar- greining á stýrilsvæði BRCA1 gensins á þessum 50 sýnum með metýleringarsérhæfðu PCR-i. Aðferðin byggist á því að sýni eru meðhöndluð með natríumbísúlfíti sem breytir öllum ómetýler- uðum cýtósínum í úrasíl en metýleruð cýtósín haldast óbreytt. Stýrilsvæði gensins er síðan magnað upp með vísum sem þekkja metýlerað DNA annars vegar og ómetýlerað hins vegar. Neikvætt viðmið var DNA úr ómeðhöndluðu blóðsýni og jákvætt viðmið var DNA úr blóðsýni sem hafði verið metýlerað með metýlasaensími. Niðurstöður: Af þeim 50 BRCA2 stökkbreyttu sýnum sem athuguð voru sýndu 5 sýni sterka metýleringu á stýrilsvæði BRCA1. 10% BRCA2 stökkbreyttu sýnanna hafa því staðfesta metýleringu á BRCA1 stýrilsvæði Ályktun: Niðurstöðurnar eru í samræmi við rannsóknir sem hafa verið gerðar á sýnum úr stökum brjóstakrabbameinsæxlum en þær sýna að stýrilsvæði BRCA1 er metýlerað í um 10% stakra tilfella. Beinhagur sjúklinga með herslismein Bjarki Þór Alexandersson', Árni Jón Geirsson3, Gunnar Sigurðsson13, ísleifur Ólafsson4; Leifur Fransson5, Björn Guðbjörnsson12 'Læknadeild Háskóla íslands og zRannsóknarstofa í Gigtarsjúkdómum ásamt 3Lyflækningasviði, 'Rannsóknarstofnun og Erfða- og 'sameindalæknisfræðideild, Landspftali - háskólasjúkrahús. Bakgrunnur: Herslismein (Systemic Sclerosis) er fjölkerfasjúk- dómur af ónæmisfræðilegum toga, sem einkennist af æðaþykknun í húð og innri líffærum ásamt bandvefsaukningu. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur, áætlað hefur verið að algengi hans hér á landi sé 7,2/100.000 íbúa. Sjúklingar með herslis- mein verða oft fyrir hreyfifötlun m.a. vegna vöðvabólgu (myos- itis) og annara stoðkerfiseinkenna, þeir fá frásogstruflanir í meltingarfærum og konur með herslismein fá ótímabær tíða- hvörf. Ennfremur eru þessir sjúklingar oft á tíðum meðhöndl- aðir með sykursterum og annarri ónæmisbælandi meðferð. Allt þetta getur valdið beinþynningu. Sjö rannsóknir hafa kannað beinhag þessarra sjúklinga, og fjórar þeirra notað Dual Energy X-Ray Absorptiometry (DEXA) tækni. Niðurstöður þeirra eru misvísandi. Markmið okkar var að mæla beinþéttni með DEXA- tækni og mæla beinumsetningarvísa í sermi allra sjúklinga er greinst hafa með herslismein á íslandi og meta hvort sérstakra ráðstafanna er þörf hvað beinvernd varðar hjá þessum sjúk- lingahópi. Efniviður og aðferðir: Við fundum alla einstaklinga í skrám gigtardeildar LSH sem greindir voru með herslismein og köll- uðum þá til rannsóknarinnar. Þeir komu í greiningarviðtal með tilliti til áhættuþátta fyrir beinþynningu og sjúkdómsvirkni þeirra var einnig metin. Þeir skiluðu þvagprófi til að meta kalkútskilnað og nýrnastarsemi og tekin voru 40 ml blóðs til mælinga á ýmsum efnafísum m.a. beinvísum s.s. Alakalíska fosfatasa, osteokalsín, CrossLaps o.fl. Þá gengust allir sjúklingarnir undir DEXA mælingu á mjóhrygg, mjöðm og líkamanum í heild. Niðurstöður: Fjöldi sjúklinga var 29, tveir voru erlendis, tveir neituðu að taka þátt og ekki náðist í einn, þannig að 24 sjúk- lingar tóku þátt. Meðalaldur hópsins var 61,0, fjórir karlar og 20 konur og þar af 16 komnar í tíðarhvörf. Tuttugu sjúklingar höfðu dreyft herlsismein og þrír höfðu takmarkað form sjúkdómsins. Tólf sjúklingar höfðu brotnað, samtals 18 sinnum. Fjórir einstakl- ingar voru á bisfosfónat beinverndandi meðferð. Sjúklingahóp- urinn var með kalsíum útskilnað og kreatínklerans undir viðmið- unarmörkum. Kalsíumbúskapur var eðlilegur fyrir allan hópinn B6 LÆKNANEMINN 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.