Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 94

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 94
Verkefni 3. árs læknanema sömu bakteríu voru mæld með ELISA-aðferð í sermissýnum 1280 einstaklinga frá íslandi, Svíþjóð og Eistlandi. Frekari upplýsingar um rannsóknarhópinn fengust úr niðurstöðum prófa og spurningalista sem lagðir voru fyrir í Evrópurannsókninni. Niðurstöður: Niðurstöður mótefnamælinga sýndu mismunandi algengi Hp-sýkingar í þessum þremur löndum, sjá töflu. ísland Svíþjóð Eistland Algengi H.pylori 38% 13% 62% Hlutfall jákvæðra með CagA 33% 69% 69% Marktæk neikvæð fylgni kom í Ijós milli Hp mótefna og ofnæmis bæði á íslandi og í Svíþjóð (OR 0,6) en ekki í Eistlandi. Líkinda- hlutfall (OR) var mismunandi þegar tengsl við ákveðna ofnæm- isvalda voru skoðuð. Sem dæmi má nefna sterka neikvæða fylgni milli HP mótefna og kattaofnæmis á íslandi (OR 0,4) og grasofnæmis í Svíþjóð (OR 0,3). Ályktun: Niðurstöður benda til að það sýkingarálag sem fylgir Hp sýkingu geti verið verndandi gegn ofnæmissjúkdómum. Þær styðja hreinlætiskenninguna að mestu í löndunum þremur en á mismunandi hátt. Álykta má að í Eistlandi sé vanþróaðra heil- brigðiskerfi og lifnaðarhættir aðrir en algengi Hp er töluvert hærra þar og sýkingarálag því meira. Því kemur ekki á óvart að tengslin við ofnæmi séu þar ekki jafn skýr í Ijósi þess að ákveðin þróun þarf að eiga sér stað í þjóðfélaginu áður en þeirra breyt- inga verður vart sem sjást greinilega í Svíþjóð og á íslandi. Ristilkrabbamein á LSH 1994-1998 Hrafnhildur Stefánsdóttir', Páll Helgi Möller2, Tryggvi B. Stefánsson2, Friöbjörn Sigurðsson3 ’Læknadeíld Háskóla (slands, "Skurðlækningadeild og 3Krabbameínslækningadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss Inngangur: Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á íslandi. Fyrsta meðferð er skurðaðgerð og lyfjameðferð hafi sjúklingur eitlameinvörp. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur meðferðar á kirtilfrumkrabbameini í ristli á LSH árin 1994-1998. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á sjúk- lingum sem komu til meðferðar á LSH með greininguna kirtil- frumukrabbamein í ristli á tímabilinu 1.1.1994 til 31.12.1998. Tölvukerfi LSH var notað til að finna sjúklingana með ofan- greinda greiningu. Sjúklingar með krabbamein í botnlangatotu voru ekki hafðir með. Upplýsingar um sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrám. Alls fundust 239 sjúklingar, 131 karl og 108 konur. Meðalaldur var 70,2 ár (31 - 94). Niðurstöður: 97,5% sjúklinga fóru í úrnám á ristli. Læknandi aðgerðir voru 75,3% og tíðni bráðaaðgerða var 16%. Einn eða fleiri fylgikvilla aðgerðar fengu 35% sjúklinga. Fylgikvillar eftir val- og bráðaaðgerð voru 33% og 47%. Samgötunarleki kom fyrir hjá 4,3% sjúklinga. Algengustu fylgikvillar voru þvagfærasýking (15,2%), sárasýking (12,6%) og lungnabólga (9,1%). Skurðdauði var 6,0% eftir valaðgerð en 10,5% eftir bráðaaðgerð. Legudagar voru 9 eftir valaðgerð og 14 eftir bráðaaðgerð. Samkvæmt Dukes flokkun voru 11,7% sjúklinganna í A, 35,6% í B, 29,7% í C og 23,0% sjúklinganna í D. Lyfjameðferð fengu 59 sjúklingar, 46% með Dukes C og 37% með Dukes D. Af Dukes C sjúk- lingum yngri en 75 ára fengu 73% lyfjameðferð. Einn sjúklingur fékk geislameðferð. Fimm ára lifun var 53% fyrir allan hópinn, 88% fyrir Dukes A, 72% fyrir B, 51 % fyrir C og 3% fyrir D. Ályktun: Árangur skurðaðgerða hér á landi hvað varðar fylgi- kvilla og skurðdauða var sambærilegur við önnur lönd. Legu- dagar voru marktækt fleiri hjá sjúklingum eftir bráðaaðgerð en valaðgerð en ekki var marktækur munur hvað varðar skurð- dauða og fylgikvilla. Lífshorfur sjúklinga eru sambærilegar við önnur lönd. Lykilorð: ristilkrabbamein, skurðaðgerð, lifun, fylgikvillar, skurð- dauði Stjórnun NO myndunar í æðarþelsfrumum Hannes Sigurjónsson', Haraldur Halldórsson2, Guðmundur Þorgeirsson23. 'Læknadeild Háskóla (slands, "Rannsóknarstofa Hl í lyfjafræði, "Lyflækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss Inngangur: Æðaþelið gegnir mikilvægu hlutverki í starfssemi heilbrigðs æðakerfis. Vanstarfsemi þess markar upphaf ýmissa sjúkdóma svo sem æðakölkunar og háþrýstings. Grundvallar- þáttur í skertri æðaþelsstarfssemi er minnkuð geta til þess að framleiða nituroxíð (NO). Lykilensím í myndun NO er endothel NO synthasi (eNOS) sem meðal annars er örvað af skerspennu inni í æðinni og af áverkunarefnum G-prótein tengdra viðtaka. Áhrif histamíns og þrombíns á eNOS örvun og boðleiðir slíkrar örvunar hafa lítið verið kannaðar í æðaþelsfrumum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif og örvunarferli histamíns, þrombíns, jónferju, epidermal growth factor (EGF) og vascular endothelial growth factor (VEGF) á NO myndun í æðaþels- frumum. Efni og aðferðir: Æðaþelsfrumur voru ræktaðar úr bláæðum naflastrengja. Frumunum var gefið geislavirkt hvarfefni í formi amínósýrunnar L-arginíns. Frumurnar voru meðhöndlaðar með ýmsum áverkunarefnum og ensímhindrum. Eftir það var örvun- arástand eNOS og NO myndun áætluð með mælingu á geisla- virku L-citrullíni í sindurteljara en sú amínósýra ásamt NO er myndefni efnahvarfsins sem eNOS hvatar. Niðurstöður: Histamín, þrombín og jónferja örvuðu eNOS til myndunar NO. Vaxtarþættirnir EGF og VEGF örvuðu hins vegar ekki eNOS. H89 sem er AMPK/PKA hemill hindraði fosfórun eNOS og hamlaði þar með örvun eNOS af völdum histamíns og jónferju. Hinsvegar hamlaði það ekki myndun inósítól fosfata sem bendir til að áhrif þess séu ekki að hindra hækkun á innan- frumustyrk Ca2+. Klóbindiefnið BAPTA hindraði örvun eNOS af völdum histamíns. Fosfódíesterasahindrinn IBMX og adenyl cyclasa örvinn forskólín höfðu hins vegar engín áhrif. LÆKNANEMINN 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.