Læknaneminn - 01.04.2005, Side 95
Verkefni 3. árs læknanema
Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að virkjun G-próteintengdra
viðtaka með histamíni eða þrombíni örvar eNOS. Jónferja örvar
einnig eNOS sem undirstrikar mikilvægi hækkaðs innanfrumu
Ca2+ styrks í stjórnun ensímsins. Það kom á óvart að vaxtar-
þættirnir EGF og VEGF örva ekki eNOS þó svo að þeir örvi
fosfórun. Flindrun af völdum BAPTA undirstrikar að Ca2+ er
nauðsynlegur þáttur í virkni eNOS. Áhrif FH89 sem hindrar NO
myndun af völdum allra áverkunarefnana bendir til að fosfórun
eNOS sé einnig nauðsynlegur þáttur í virkjun þess. Að FI89
hindri ekki myndun inósítól fosfata sýnir fram á að hömlun H89
er ekki vegna hömlunar á Ca2+ búskap. Niðurstöður þessarar
rannsóknar árétta hversu margþætt og flókin stjórnun NO
myndunar er í æðaþelsfrumum.
Lykilorð: eNOS, NO, histamín, HUVEC, cítrúllín.
Svipgerð og starfshæfni T eitilfrumna í
börnum með skertan týmus eftir hjartaaðgerð
Harpa Torfadóttir', Jóna Freysdóttir2, Inga Skaftadóttir3, Ásgeir Haralds-
son4, Gunnlaugur Sigfússon4 og Helga M. Ögmundsdóttir5.
'Háskóli íslands, 2Lyfjaþróun hf„ 3Rannsóknarstofa í ónæmisfræði, LSH v/Hríng-
braut, 4Barnaspítali Hríngsins, LSH v/Hringbraut, "Rannsóknarstofa Krabbameins-
félags (slands í sameinda- og frumuliffræði
Inngangur: í rannsókn frá árinu 2002 var sýnt að börn sem
höfðu misst hluta eða allan týmus við hjartaaðgerð í frum-
bernsku höfðu færri T eitílfrumur en viðmiðunarhópur. Markmið
þessarar rannsóknar var að kanna frekar svipgerð T eitil-
frumnanna og að skima fyrir líffærasértæku sjálfsofnæmi.
Sjúklingar og aðferðir: Valin voru úr fyrri rannsókn átta börn
(meðalaldur 12,1 ár) sem höfðu sýnt marktæk afbrigði í fjölda og
svipgerð T eitilfrumna. í viðmiðahóp voru jafnmörg heilbrigð
börn, pöruð m.t.t. kyns og aldurs. Svipgerð ónæmiskerfisins var
skoðuð með hvítfrumu deilitalningu og mælingu á ýmsum yfirr-
borðssameindum: CD3+ (allar T frumur), CD4+ (T hjálparf-
rumur), CD4+CD62L+ (óreyndar T hjálparfrumur), CD4+CD69-
(óræstar T hjálparfrumur), CD4+CD25+CD62L+ (óreyndar T
stýrifrumur), CD4+CD25+CD69- (óræstar T stýrifrumur), CD8+
(T drápsfrumur), svo og tvær sameindir sem eru algengari á
frumum sem þroskast utan týmus en þeim sem þroskast í
týmus, CD8?? og TCR ??. Skimað var fyrir líffærasértæku sjálf-
sofnæmi með mælingu á mótefnum gegn týróglóbulíni, sýru-
myndandi frumum og briskirtilseyjum.
Niðurstöður: Tilfellahópurinn hafði marktæka lækkun á hlutfalli
og fjölda T eitilfrumna, T hjálparfrumna, óreyndra T eitilfrumna
og T eitilfrumna sem voru óræstar. Ekki sást munur á hlutfalli
óreyndra T stýrifrumna en óræstar T stýrifrumur voru í hærra
hlutfalli hjá tilfellahóp. Ekki var munur á hlutfalli T drápsfrumna, T
bælifrumna og ?? T frumna milli hópanna en tilfellahópurinn
hafði hærra hlutfall af CD3+CD4-CD8-, CD8??+ frumum og
CD8??+ ?? T frumum. Enginn í tilfellahópnum sýndi jákvætt svar
í skimuninni fyrir sjálfsofnæmi.
Ályktun: Niðurstöðurnar gefa því til kynna að þroskun á T eitil-
frumum utan týmus geti átt sér stað sé týmus fjarlægður (korna-
börnum.
Bakraufarkrabbamein á íslandi 1987-2003
Halla Viðarsdóttirl, Páll Helgi Möller2, Tryggvi Björn Stefánsson2, Jakob
Jóhannsson3 Jón Gunnlaugur Jónasson4.
1 Læknadeild Háskóla íslands, 2Skurðlækningadeild og 3Krabbameinslækninga-
deild Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut, 4Rannsóknastofa Háskólans í
meinafræði.
Inngangur: Bakraufarkrabbamein (anal cancer) er sjaldgjæfur
sjúkdómur. Úttekt á bakraufarkrabbameini á íslandi hefur aldrei
verið gerð áður. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa
bakraufarkrabbameini á íslandi síðustu sautján árin með tilliti til
tíðni, vefjagerðar, meðferðar, endurkomu og lifunar.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á sjúk-
lingum sem greindust með bakraufarkrabbamein á íslandi á
árunum 1987-2003. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám
þessara einstaklinga. Vefjasýni frá öllum sjúklingunum voru
fengin frá Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, Vefjarann-
sóknastofunni Álfheimum 74 og meinafræðideild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri og þau skoðuð og endurmetin af
meinafræðingi (JGJ).
Niðurstöður: Alls fundust 37 sjúklingar, 27 konur og 10 karlar.
Meðalaldur þeirra var 63 ár (33-92). Aldurstaðlað nýgengi fyrir
ísland á rannsóknartímabilinu er 0,3 (+/-0,2) fyrir hverja 100.000
karla en 1,0 (+/-0,4) fyrir konur. Flestir sjúklingarnir voru með
flöguþekjukrabbamein (n=29) en aðrar vefjagerðir voru sortuæxli
(n=3), adenosquamous carcinoma (n=1), kirtilfrumukrabbamein
(n=1), GIST (n=1) og óþroskað þekjufrumukrabbamein (n=2).
Helstu einkenni voru blæðing frá endaþarmi (n=27), fyrirferð
(n=24), sársauki (n=19) og kláði (n=4) og voru flestir sjúklingarnir
með fleiri en eitt einkenni. Tímalengd einkenna var 11,9 mánuðir
(0,5-96). Meðferð var lyfjameðferð (n=13), geislameðferð (n=25)
og staðbundið brottnám (n=18) og/eða APR (n=7). Einn sjúk-
lingur fékk enga meðferð. Margir sjúklinganna fengu fleiri en eina
meðferð (n=20). Tólf sjúklingar fengu endurkomu sjúkdóms.
Tíminn frá greiningu og að endukomu var 23 mánuðir (5,9-117).
Fimmtán sjúklingar eru látnir þar af 9 af völdum krabbameins í
bakrauf. Fimm ára lifun fyrir þá sem greindust 1987-1998 var
76% í heildina en 80% ef einungis er tekið mið af þeim sem
létust úr sjúkdómnum.
Ályktun: Tíðni bakraufarkrabbameins er sambærileg við það
sem þekkist erlendis. Færri tilfelli greinast af kirtilfrumukrabba-
meini miðað við annars staðar.
Lykilorð: bakraufarkrabbamein, skurðaðgerð, lyfjameðferð,
geislameðferð, lifun
LÆKNANEMINN
2005