Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 95

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 95
Verkefni 3. árs læknanema Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að virkjun G-próteintengdra viðtaka með histamíni eða þrombíni örvar eNOS. Jónferja örvar einnig eNOS sem undirstrikar mikilvægi hækkaðs innanfrumu Ca2+ styrks í stjórnun ensímsins. Það kom á óvart að vaxtar- þættirnir EGF og VEGF örva ekki eNOS þó svo að þeir örvi fosfórun. Flindrun af völdum BAPTA undirstrikar að Ca2+ er nauðsynlegur þáttur í virkni eNOS. Áhrif FH89 sem hindrar NO myndun af völdum allra áverkunarefnana bendir til að fosfórun eNOS sé einnig nauðsynlegur þáttur í virkjun þess. Að FI89 hindri ekki myndun inósítól fosfata sýnir fram á að hömlun H89 er ekki vegna hömlunar á Ca2+ búskap. Niðurstöður þessarar rannsóknar árétta hversu margþætt og flókin stjórnun NO myndunar er í æðaþelsfrumum. Lykilorð: eNOS, NO, histamín, HUVEC, cítrúllín. Svipgerð og starfshæfni T eitilfrumna í börnum með skertan týmus eftir hjartaaðgerð Harpa Torfadóttir', Jóna Freysdóttir2, Inga Skaftadóttir3, Ásgeir Haralds- son4, Gunnlaugur Sigfússon4 og Helga M. Ögmundsdóttir5. 'Háskóli íslands, 2Lyfjaþróun hf„ 3Rannsóknarstofa í ónæmisfræði, LSH v/Hríng- braut, 4Barnaspítali Hríngsins, LSH v/Hringbraut, "Rannsóknarstofa Krabbameins- félags (slands í sameinda- og frumuliffræði Inngangur: í rannsókn frá árinu 2002 var sýnt að börn sem höfðu misst hluta eða allan týmus við hjartaaðgerð í frum- bernsku höfðu færri T eitílfrumur en viðmiðunarhópur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna frekar svipgerð T eitil- frumnanna og að skima fyrir líffærasértæku sjálfsofnæmi. Sjúklingar og aðferðir: Valin voru úr fyrri rannsókn átta börn (meðalaldur 12,1 ár) sem höfðu sýnt marktæk afbrigði í fjölda og svipgerð T eitilfrumna. í viðmiðahóp voru jafnmörg heilbrigð börn, pöruð m.t.t. kyns og aldurs. Svipgerð ónæmiskerfisins var skoðuð með hvítfrumu deilitalningu og mælingu á ýmsum yfirr- borðssameindum: CD3+ (allar T frumur), CD4+ (T hjálparf- rumur), CD4+CD62L+ (óreyndar T hjálparfrumur), CD4+CD69- (óræstar T hjálparfrumur), CD4+CD25+CD62L+ (óreyndar T stýrifrumur), CD4+CD25+CD69- (óræstar T stýrifrumur), CD8+ (T drápsfrumur), svo og tvær sameindir sem eru algengari á frumum sem þroskast utan týmus en þeim sem þroskast í týmus, CD8?? og TCR ??. Skimað var fyrir líffærasértæku sjálf- sofnæmi með mælingu á mótefnum gegn týróglóbulíni, sýru- myndandi frumum og briskirtilseyjum. Niðurstöður: Tilfellahópurinn hafði marktæka lækkun á hlutfalli og fjölda T eitilfrumna, T hjálparfrumna, óreyndra T eitilfrumna og T eitilfrumna sem voru óræstar. Ekki sást munur á hlutfalli óreyndra T stýrifrumna en óræstar T stýrifrumur voru í hærra hlutfalli hjá tilfellahóp. Ekki var munur á hlutfalli T drápsfrumna, T bælifrumna og ?? T frumna milli hópanna en tilfellahópurinn hafði hærra hlutfall af CD3+CD4-CD8-, CD8??+ frumum og CD8??+ ?? T frumum. Enginn í tilfellahópnum sýndi jákvætt svar í skimuninni fyrir sjálfsofnæmi. Ályktun: Niðurstöðurnar gefa því til kynna að þroskun á T eitil- frumum utan týmus geti átt sér stað sé týmus fjarlægður (korna- börnum. Bakraufarkrabbamein á íslandi 1987-2003 Halla Viðarsdóttirl, Páll Helgi Möller2, Tryggvi Björn Stefánsson2, Jakob Jóhannsson3 Jón Gunnlaugur Jónasson4. 1 Læknadeild Háskóla íslands, 2Skurðlækningadeild og 3Krabbameinslækninga- deild Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut, 4Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði. Inngangur: Bakraufarkrabbamein (anal cancer) er sjaldgjæfur sjúkdómur. Úttekt á bakraufarkrabbameini á íslandi hefur aldrei verið gerð áður. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa bakraufarkrabbameini á íslandi síðustu sautján árin með tilliti til tíðni, vefjagerðar, meðferðar, endurkomu og lifunar. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á sjúk- lingum sem greindust með bakraufarkrabbamein á íslandi á árunum 1987-2003. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám þessara einstaklinga. Vefjasýni frá öllum sjúklingunum voru fengin frá Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, Vefjarann- sóknastofunni Álfheimum 74 og meinafræðideild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og þau skoðuð og endurmetin af meinafræðingi (JGJ). Niðurstöður: Alls fundust 37 sjúklingar, 27 konur og 10 karlar. Meðalaldur þeirra var 63 ár (33-92). Aldurstaðlað nýgengi fyrir ísland á rannsóknartímabilinu er 0,3 (+/-0,2) fyrir hverja 100.000 karla en 1,0 (+/-0,4) fyrir konur. Flestir sjúklingarnir voru með flöguþekjukrabbamein (n=29) en aðrar vefjagerðir voru sortuæxli (n=3), adenosquamous carcinoma (n=1), kirtilfrumukrabbamein (n=1), GIST (n=1) og óþroskað þekjufrumukrabbamein (n=2). Helstu einkenni voru blæðing frá endaþarmi (n=27), fyrirferð (n=24), sársauki (n=19) og kláði (n=4) og voru flestir sjúklingarnir með fleiri en eitt einkenni. Tímalengd einkenna var 11,9 mánuðir (0,5-96). Meðferð var lyfjameðferð (n=13), geislameðferð (n=25) og staðbundið brottnám (n=18) og/eða APR (n=7). Einn sjúk- lingur fékk enga meðferð. Margir sjúklinganna fengu fleiri en eina meðferð (n=20). Tólf sjúklingar fengu endurkomu sjúkdóms. Tíminn frá greiningu og að endukomu var 23 mánuðir (5,9-117). Fimmtán sjúklingar eru látnir þar af 9 af völdum krabbameins í bakrauf. Fimm ára lifun fyrir þá sem greindust 1987-1998 var 76% í heildina en 80% ef einungis er tekið mið af þeim sem létust úr sjúkdómnum. Ályktun: Tíðni bakraufarkrabbameins er sambærileg við það sem þekkist erlendis. Færri tilfelli greinast af kirtilfrumukrabba- meini miðað við annars staðar. Lykilorð: bakraufarkrabbamein, skurðaðgerð, lyfjameðferð, geislameðferð, lifun LÆKNANEMINN 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.