Læknaneminn - 01.04.2005, Side 96

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 96
Verkefni 3. árs læknanema Brjóstgjöfá íslandi í sögulegu samhengi og staðan í dag Hjördís Þorsteinsdóttir', Geir Gunnlaugsson2. 'Læknadeíld Háskóla (slands, "Miðstöö heilsuverndar barna. Inngangur: Brjóstamjólk inniheldur heppilegustu næringuna fyrir ungabarnið á hverjum tímapunkti tram að 6 mánaða aldri. í gegnum brjóstamjólkina er ónæmi gegn þarmaflóru móðurinnar miðlað til nýburans og hefur það áhrif á ýmsar sýkingar meðan á þrjóstagjöf stendur en auk þess hefur brjóstagjöf áhrif á lang- tímaheilsu einstaklingsins og tengslamyndun móður og barns. Brjóstagjöf er háð menningarlegum þáttum í samfélaginu en Alþjóða-heilbrigðisstofnunin hefur sett fram Innocenti declar- ation þar sem mælt er með að börn séu höfð eingöngu á brjósti í 4-6 mánuði og með öðru fram til tveggja ára aldurs og eru ráðleggingar á íslandi svipaðar. Markmið verkefnisins var að kanna brjóstagjöf í sögulegu samhengi og hvernig brjóstagjöf íslenskra mæðra er háttað í dag. Aðferðir: Söfnun heimilda fór aðallega fram á bókasöfnum og á veraldarvefnum. Heilsugæslustöðvar um allt land voru beðnar um að skila inn til Miðstöð heilsuverndar barna upplýsingum úr heilsufarsskrám um brjóstagjöf allra barna. Unnið var úr upplýs- ingum í Microsoft ExcelÖ og tölfræðiúrvinnsla við samanburð á mismunandi árum, landsvæðum og heilsugæsluumdæmum fór fram í SPSSÖ. Niðurstöður: Frá landnámi virðist brjóstgjöf hafa verið viðtekin venja á íslandi ef undanskilin eru tímabilin frá u.þ.b. 1700-1900 og aftur 1950-1970. 98% barna fædd 1999-2001 voru á brjósti við 1 viku aldur og þar af 92% eingöngu á brjósti. Við 6 mánaða aldur voru 65% á brjósti og þar af 11 % eingöngu á brjósti. Við 12 mánaða aldur voru 13% á brjósti en svotil enginn eingöngu á brjósti. Marktækur munur á tímalengd brjóstagjafar fannst á milli þessara þriggja ára, landsvæða og heilsugæsluumdæma. Umræða: Niðurstöðurnar ná til 62% allra barna fæddra á tíma- bilinu og gefur því nokkuð góða mynd af stöðunni. Marktækur munur milli ári skýrist líklega helst af skekkjuvöldum í útreikn- ingum á tímalengd brjóstagjafar. Marktækur munur milli mismunandi landsvæða og heilsugæsluumdæma gæti skýrst af þeim mismunandi þjóðfélagshópum sem búa á hverju svæði en líklega eru það aðallega persónulegir þættir sem ákvarða það hvort börnum sé gefin brjóstamjólk eða ekki. ísland stendur framalega miðað við margar aðrar þjóðir en verr en Svíþjóð og Noregur. Það væri því hægt að auka samstarf og áróður enn frekar til að ná svipuðum árangri og í Noregi og Svíþjóð. Mónókaprín gegn sveppasýkingum undir gervitönnum íris Axelsdóttir', Peter Holbrook2, Ingibjörg Hjaltadóttir3, Pálmi V. Jóns- son'3. 'Læknadeild, 2Tannlæknadeild, Háskóla islands; aÖldrunardeild Landspítala-Há- skólasjúkrahúss. Inngangur: Slímhúðarbólgur undir gervitönnum af völdum Candida eru algengar hjá öldruðum. f stað fúkkalyfjameðferðar er sótthreinsun góður kostur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sótthreinsun gervitanna með fitusýrunni mónókaprín, sem reynst hefur vel in vitro gegn sveppum. Efni og aðferðir: 32 manns á öldrunardeild LSH tóku þátt í rannsókninni. Sjúklingum var gert að sótthreinsa gervitennur sínar í 5% mónókaprín lausn í a.m.k. tvær klst. í senn. Sjúklingar voru skoðaðir í upphafi rannsóknar þar sem ástand slímhúðar og hreinlæti gervitanna var metið og spurðar voru stuttar spurn- ingar er vörðuðu gervitennur og munnhol. Tekin voru sýni fyrir svepparæktun úr gómi, gervitönnum og tungu fyrir meðferð, eftir meðferð og fjórum vikum eftir meðferð. Til ræktunar var notaður CHROMagar Candida. Niðurstöður: Sveppasýking er enn mjög algeng hjá öldruðum með gervitennur. Hefur ástandið ekki batnað frá fyrri rann- sóknum 1988-1990. Einungis 4/32 (12.5%) sjúklingum voru með heilbrigða munnslímhúð og 21/32 (66%) var með munn- þurrk. Að meðaltali voru 26/32 (83%) með sveppasýkingu í munnslímhúð. Marktæk lækkun var á sveppatalningu eftir meðferð á gervitönnum og tungu en lækkun var ekki marktæk fyrir góm. Sveppatalning hækkaði með þriðju sýnatöku sem bendir til þess að mónókaprín hafi ekki langtímaáhrif. Efnið virk- aði betur á hreinar tennur. Ályktun: Vegna algengi sýkingar og munnþurrks og ástands munnslímhúðar og gervitanna eru lífsgæði þessa sjúklingahóps skert. Mónókaprín sýndi virkni á sýkingum, en nauðsynlegt er að þróa efnið frekar og prófa aftur í klínískri rannsókn. Enn fremur er þörf á frekari athugunum á öðrum þáttum munnheilbrigðis, t.d. munnþurrki og ástandi slímhúðar og gervitanna. Algengi og nýgengi sykursýki og efnaskipta- villu á íslandi Jóhannes Bergsveinsson', Thor Aspelund2, Rafn Benediktsson1’2'3. 'Læknadeild Háskóla íslands, "Hjartavernd, aLSH Innkirtladeild Inngangur: Algengi og nýgengi sykursýki og efnaskiptavillu (Metabolic Syndrome) hefur aukist gríðarlega í hinum vestræna heimi en einnig í svoköliuðu þróunarlöndum. Á síðustu árum hafa verið lögð til ný og mismunandi greiningarskilmerki fyrir sykursýki sem leitt hefur til ósamræmis hvað algengistölur varðar. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta algengi og nýgengi sykursýki af tegund 2 (SS2) og efnaskíptavillu á fslandi á tímabilinu 1967-2002 með mismunandi greiningarskilmerkjum (WHO’85, ADA’97, WHO’85). Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr þremur rann- sóknum Hjartaverndar: Hóprannsókn Hjartaverndar, Afkom- endarannsókninni og Rannsókn á ungu fólki. Alls voru þetta 16.184 einstaklingar 7.747 karlar og 8.437 konur. Skoðað var aldursbilið 45-64 ára. Rannsóknatímabilinu var skipt niður í fimm LÆKNANEMINN 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.