Læknaneminn - 01.04.2005, Side 97
Verkefni 3. árs læknanema
þversniðstímabil, 1967-72, 1974-79, 1979-84, 1985-91 og
1997-02, og var algengi og nýgengi SS2 og efnaskiptavillu
metin á hverju tímabili.
Niðurstöður: Algengi (95% öryggismörk) SS2 skv. ADA’97
hefur á 30 ára tímabili vaxið úr 3,3% (2,6-4,0) í 4,9% (3,5-5,3)
hjá körlum sem er um 48% hækkun og úr 1,9% (1,4-2,4) í 2,9%
(1,9-3,9) hjá konum á sama aldri eða um 53% hækkun. Tíma-
leitnin var marktæk bæði hjá körlum og konum. Algengi SS2 var
marktækt hærra hjá körlum en konum. Fyrir hvern einn sem er
með þekkta sykursýki eru nú þrír með óþekkta sykursýki, en
hlutfall óþekktrar sykursýki var vaxandi á rannsóknartímabilinu.
Algengi efnaskiptavillu hefur aukist enn meira en SS2, úr 4,6%
(3,8-5,4) í 8,7% (6,9-10,5) hjá körlum sem er um 89% hækkun
og úr 2,8% (2,2-3,4) í 5,0% (3,8-6,2) hjá konum sem er um 79%
hækkun. Greiningarskilmerki WHO frá 1999 hafa mestu næmn-
ina af þeim þremur skilmerkjum sem borin voru saman. Algengi
SS2 með WHO’99 er 24% hærri en með ADA’97 og 16% hærri
en WHO’85.
Ályktun: Ljóst er að sama þróun er að eiga sér staðar hérlendis
og annarsstaðar hvað varðar hækkun á algengi SS2 og efna-
skiptavillu en þó er algengi SS2 á íslandi með því lægsta sem
þekkist í Evrópu.
Lykilorð: sykursýki af tegund 2, skert sykurþol, hækkaður föstu
blóðsykur, efnaskiptavilla, algengi, nýgengi.
Umfang og eðli brunaslysa á höfuðborgar-
svæðinu árin 2001-2003.
Kjartan Hrafn Loftsson', Brynjólfur Mogensen2, Jens Kjartansson3.
'Læknadeild Háskóla (slands, 2Bráða- og slysadeild Landspítala-háskólasjúkra-
húss, "Lýtalækníngadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss.
Tilgangur: Brunaslys eru talin fremur algeng og geta verið mjög
alvarleg. Ekki er vitað um tíðni brunaslysa á íslandi. Tilgangur
rannsóknarinnar er að varpa Ijósi á umfang og eðli brunaslysa á
höfuðborgarsvæðinu árin 2001-2003 með áherslu á bruna af
völdum heitra vökva. Kannað verður hvort slysin eigi sér frekar
stað í launaðri vinnu eða í frítima og hvar slysin eiga sér stað.
Kynjahlutfall og aldursdreifing verða skoðuð, yfirborðshlutfall
líkama sem er brent og dýpt bruna af völdum heitra vökva
verður gerð nánari skil.
Efni og aðferðir: Leyfi var fengið hjá Siðanefnd og Persónu-
vernd til að skoða sjúkraskrár sjúklinga sem brendust á tímabil-
inu 1. janúar 2001 til 31. desember 2003 með lögheimili á
höfuðborgarsvæðinu. Allar skráðar komur á slysa-og bráðadeild
á Landspítalanum-háskólasjúkrahúss og innlagnir vegna bruna
voru skoðaðar. Stuðst var við ICD-10 slysagreiningar fyrir bruna-
slys af hverskyns tagi. Nánari skipting var möguleg fyrir tilstilli
NOMESCO kerfisins og alvarleiki metin samkvæmt alþjóðlegri
áverkastigun.
Niðurstöður: Alls eru það 1165 sjúklingar sem brendust á
þessu tímabili. 7% þeirra, eða 83, eru innlagðir. Karla/kvenna
hlutfallið er 1.3 fyrir alla brenda. Börn á aldrinum 0-4 ára verða
langoftast fyrir brunaslysum eða 20%. Þar af eru 34% 1 árs
gömul. Aðalorsök fyrir bruna er heitur vökvi 35%, heitur hlutur
30% og eldur 12%. Af völdum heitra vökva brennast konur oftar
en karlar og er hlutfallið nú 1.2. Aldurshópurinn 0-4 ára er líka
fjölmennastur, eða 13%, og 1 árs börn tæplega helmingur. Um
60% slysanna gerast á heimilum en um 30% við vinnu. Algeng-
asta orsök bruna vegna heitra vökva er upphitað vatn og hita-
veituvatn, hvor um sig 17%. Ótilgreint heitt vatn er 15% og
skipar þá heitt vatn af hvaða toga sem er, rétt tæplega helming
allra brunaslysa af völdum heitra vökva. í 97% tilvika var um lítinn
áverka að ræða.
Ályktun: Heitt vatn er algengasta orsök brunaslysa. Upphitað
vatn og heitt kranavatn er jafnalgeng orsök bruna og eiga slysin
sér oftast stað inni á heimilum og aðallega í eldhúsinu. Börnin
brennast oftast. Margt ber að varast en fullorðnir þurfa að gæta
betur að óvitunum.
Lykilorð: brunaslys, heitir vökvar, heitt vatn, hitaveituvatn.
Mynstur og afleiðingar mjaðmaaðgerða á
íslenskum börnum sl. 20 ár
Kristinn Logi Hallgrímsson', Halldór Jónsson jr.2, Höskuldur Baldursson2,
Sigurveig Pétursdóttir2.
'Læknadeild Háskóla Islands, "Bæklunarskurðdeild LSH í Fossvogi.
Inngangur: Síðastliðin 20 ár á íslandi hefur meðferð á
mjöðmum barna með yfirvofandi liðhlaupshættu vegna
vanþroska (dysplasia acetabuli), drep á mjaðmarkúlu (Perthes)
eða of mikillar vöðvaspennu (spasticity) verið þróuð í takt við
alþjóðlega þekkingu sérfræðinga hverju sinni. Áður (4,árs verk-
efni 1999) hefur nýgengi Perthes sjúkdóms á íslandi verið
reiknað út sem 14,5/100.000 einstaklinga. Ekki er unnt að afla
slíkrar vitneskju um hina sjúkdómana þar sem liðhlaups vanda-
málið kemur aðeins upp hjá hluta einstaklinganna.
Tilgangur: Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að varpa
Ijósi á mynstur og afleiðingar mjaðmaaðgerða á íslenskum
börnum sl. 20 ár.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúklingalista frá tölvu-
skrám. Sjúklingarnir höfðu gengist undir vissar aðgerðir, og var
því leitað eftir sjúkdómsgreiningu út frá aðgerðarkóðum á tíma-
bilinu 1984-2003. Sjúklingar voru flokkaðir niður eftir; ástæðum
og tegund aðgerða. Einnig var tekið tillit til aldurs við aðgerð,
kyns sjúklings og fjölda aðgerða hvers og eins.
Niðurstöður: Listinn sem unnið var með innihélt 109 einstakl-
inga sem gengust alls undir 176 mjaðmaaðgerðir á tímabilinu.
Aðgerðir á strákum voru 91 en stelpum 85. Algengustu aðgerð-
irnar voru osteotomiur (beinskurður) á lærlegg (97) og osteot-
LÆKNANEMINN
2005
95