Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 99
Verkefni 3. árs læknanema
31.mars 2002 voru 227 komur barna yngri en 18 ára á heil-
brigðisstofnanir landsins vegna eitrana, þar af voru 57 sjálfs-
vígstilraunir vegna eitrana. Samkvæmt Landlækni voru beinbrot
barna að meðaltali 213 á ári 1999-2002.
Ályktun: Heilsa barna er almennt góð en margt má þó betur fara.
Skráning á aðstæðum barna og almennri heilsu þeirra er ófull-
nægjandi. Sérstaklega er skráningu slysa og sjálfsvígstilrauna
ábótavant. Engin barnamiðuð skráning er á félagsaðstæðum
barna, það vantar miðlæga skráningu á heilbrigði og ekki er reglu-
bundið eftirlit með öllum þáttunum. Vegna vaxandi munar á
félagsstöðu fólks vantar tengingu heilsu við félagsstöðu.
Áhríf formeðhöndlunar með ónæmisglæðinum
LT-K63 á ónæmissvör nýfæddra músa gegn
prótíntengdum fjölsykrum
Pétur Sigurjónsson', Stefanía P. Bjarnarson1'2, Ingileif Jónsdóttir12.
'Læknadeild Háskóla íslands, 2Ónæmisfræöideild LSH.
Bakgrunnur: LT er toxín seytt af E. coli og veldur niðurgangi, en
hefur einnig mikia ónæmisglæðandi virkni. LT er gert úr A
einingu, ensímhluta sem veldur eituráhrifum, og B einingu sem
binst aðallega GM1 ganglíósíði, en einnig öðrum glýkólípíðum.
LT-K63 er afbrigði LT með punktsstökkbreytingu í A einingunni
og hefur enga eiturvirkni. LT-K63 virkar sem ónæmisglæðir,
þegar hann er gefinn samtímis prótíntengdum fjölsykrum undir
húð eða um slímhúðir, og eflir ónæmissvör í nýfæddum músum
þ.a. þær mynda nær jafngott mótefnasvar og fullorðnar mýs. 3
vikna gamlar mýs mynda sterkara ónæmissvar en 1 viku gamlar
mýs gegn bóluefni með LT-K63. Markmið rannsóknarinnar var
að kanna hversu aldursháð ónæmissvar er þegar prótíntengdar
fjölsykrur og LT-K63 er gefið samtímis 7-16 daga gömlum
músum. Einnig voru könnuð áhrif formeðhöndlunar með LT-K63
og hvort hann geti virkjað ónæmiskerfi nýbura ef hann er gefinn
1-9 dögum á undan bóluefni.
Efniviður og aðferðir: Notaðar voru NMRI mýs. Hver hópur var
8 ungar úr sama goti. Prótíntengt fjölsykrubóluefni, Pnc1-TT, úr
fjölsykru S. pneumoniae hjúpgerð 1 tengdri tetanus toxoíði, LT-
K63 eða hrein fjölsykra af hjúpgerð 1, PPS-1, voru gefin undir
húð. Mýsnar voru blæddar vikulega með skurði á bláæð í skotti
og mótefni gegn fjölsykruhluta bóluefnisins mæld með ELISA.
Þrem vikum eftir síðustu bólusetningu voru mýsnar sýktar um nef
með S. pneumoniae hjúpgerð 1.24 tímum síðar var tekið blóðsýni
og sáð á agar, músum fargað, lungu fjarlægð, maukuð og sáð á
agar. Ræktað var í einn sólarhring úr blóði en tvo úr lungum og
bakteríuvöxtur ákvarðaður (colony forming units, CFU).
Niðurstöður: Gott mótefnasvar mældist hjá hópum sem fengu
LT-K63 samtímis bóluefni og voru allir varðir gegn blóðsýkingu.
Ónæmissvar hjá 7-16 daga gömlum músum var lítið háð aldri
þegar LT-K63 og bóluefni var gefið saman.
Marktækt hærra ónæmissvar mældist hjá hópum sem voru
formeðhöndlaðir með LT-K63 miðað við enga formeðhöndlun.
Hópar sem fengu LT-K63 samtímis eða degi fyrr en bóluefni
mældust með marktækt hærra ónæmissvar 2 vikum eftir bólu-
setningu miðað við hópa sem fengu formeðhöndlun 3-9 dögum
fyrr. Þeir hópar sýndu þó marktæka hækkun á ónæmissvari.
Aðeins ein mús í formeðhöndluðum hópum var ekki vernduð
gegn blóðsýkingu. Formeðhöndlun með LT-K63 jók vernd gegn
lungnasýkingu.
Ályktun: Formeðhöndlun með ónæmisglæðinum LT-K63 örvar
ónæmiskerfi nýfæddra mús þ.a. ónæmissvar gegn fjölsykru-
hluta prótíntengds bóluefnis verður sterkara miðað við enga
formeðhöndlun. Ónæmiskerfið virðist enn í örvuðu ástandi 9
dögum eftir gjöf á LT-K63, en áhrifin dvína þó með tíma milli
meðhöndlunar og bólusetningar.
Lykilorð: Ónæmisglæðir, LT-K63, nýburar, pneumókokkar,
prótíntengdar fjölsykrur
Sýkingarálag og lungnasjúkdómar
Rúna Björg Sigurjónsdóttir1 , Hulda Ásbjörnsdóttir1 , Davíð Gíslason2,
Christer Jansson3, Þórarinn Gíslason2, Bjarni Þjóðleifsson.
'Háskóla íslands Læknadeild, "LYF-1 Landspitali háskólasjúkrahús, "Respiratory
Medicine and Allergology. Akademiska sjukhuset Uppsala.
Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna hækkandi tíðni
ofnæmis og astma í hinum vestræna heimi og á sama tíma hefur
tíðni sýkinga lækkað. Hreinlætiskenningin (the hygiene hypot-
hesis) tengir þessa tvo þætti saman og segir að sýkingarálag í
æsku sé verndandi gegn ofnæmi og astma. Nokkrar rannsóknir
benda til þess að hreinlætiskenningin geti staðist en aðrar hafa
verið misvísandi. Helicobacter pylori (Hp) er gram neikvæð bakt-
ería sem sýkir um 50% mannkyns. Tíðni Hp sýkinga er mun
hærri í vanþróuðum löndum en þróuðum og er Hp sýking talin
gefa vísbendingu um almennt sýkingarálag.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að prófa hreinlætiskenn-
inguna með því að kanna tíðni Hp sýkingar hjá slembivöldum
einstaklingum, sem voru skoðaðir m.t.t. lungnasjúkdóma og
lungnaeinkenna.
Efniviður og aðferðir: IgG mótefni gegn Hp var mælt í serum
sýnum frá 1288 einstaklingum í ECRHS II (www.ecrhs.org) og
mótefni gegn cagA mæld í Hp jákvæðum. Einstaklingarnir voru
slembiúrtök frá þremur löndum, íslandi, Svíþjóð og Eistlandi.
Einstaklingarnir svöruðu spurningalista um m.a. lungnasjúk-
dóma og lungnaeinkenni
Niðurstöður: Mótefni gegn Hp voru jákvæð hjá 38% á íslandi,
13% í Svíþjóð og 62% í Eistlandi. Af Hp jákvæðum voru 33%
jákvæðir fyrir cagA stofni á íslandi, 69% í Svíþjóð og 69% í Eist-
landi. Neikvæð fylgni var á milli ofnæmisastma og HP sýkingar
á íslandi (OR 0,5) og Svíþjóð (OR 0,63) en engin marktæk fylgni
í Eistlandi (OR 0,93).
Umræða: Þessar niðurstöður renna stoðum undir hreinlætis-
kenninguna á íslandi og í Svíþjóð, en þar er lág tíðni Hp sýkingar
LÆKNANEMINN
2005
97