Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 102

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 102
Verkefni 3. árs læknanema Aðferð og efniviður: Einstaklingum sem fengið höfðu lyfið Prednisólón afgreitt í apótekum í Eyjafjarðar- og Þingeyj- arsýslunum á tímabilinu 01.01.2002 - 31.12.2003 fengu sent kynningabréf og spurningakver sem þeir voru beðnir um að svara. Áður höfðu þeir einstaklingar sem ekki höfðu lögheimili í sýslunum verði útilokaður frá þátttöku. Eingögnu þeir sem voru a.m.k. í þrjá mánuði á samfelldri prednisólónmeðferð eða höfðu fengið endurtekna meðferðarkúra sem námu þremur mánuðum á ári á umræddu rannsóknartímabili voru teknir með í rannsókn- inni. Niðurstöður: Alls svöruðu 183 einstaklingar (66%) spurninga- kverinu og þar af uppfylltu 118 einstaklingar þátttökuskilyrðin sbr. hér að ofan. Meðalaldur þeirra var 64 ár (19-90ára). Algeng- ustu ábendingarnar fyrir meðferðinni voru gigtarsjúkdómar (50%) og lungnasjúkdómar (19%). 51 einstaklingur (43%) hafði sögu um beinbrot, og 21 höfðu brotnað eftir að sykursterameð- ferðin hófst (18%). Alls höfðu 62 þátttakenda (53%) farið í beinþéttnimælingu með DEXA-mæli og höfðu 14 þeirra greinst með beinþynningu og voru þeir allir á beinverndandi lyfjum. Níu af 14 (64%) sem voru með beingisnun skv DEXA-mælingu voru á beinverndandi lyfja- meðferð. Fjörutíuogeinn einstaklingur (meðalaldur 63 ár) tóku > 7,5 mg af prednisólóni á dag og af þeim voru 18 á beinvernd- andi lyfjum (44%), þar af voru 15 á bisfosfónötum. Einungis fjórir þátttakendur af þessum 41 tóku beinverndandi lyf sem fysta stigs forvörn, á meðan aðrir hófu meðferðina sem annars- eða þriðjastig forvörn. Ályktun: Niðurtöður okkar benda til þess að mikil vakning hafi orðið á meðal heilbrigðisstarfsmanna með tilliti til beinverndar hjá sjúklingum er þurfa langtíma sykursterameðferð. Það má hins vegar gera enn betur í því að tryggja öllum fyrsta stigs bein- verndandi forvörn strax í upphafi sykursterameðferðar og eru heilbrigðisstéttir eindregið hvattar til dáða hvað þetta varðar. Lykilorð: Sykursterar - Beinþynning - Beinþéttnimælingar - Forvörn - Bisfosfónöt. Orsakir og útbreiðsla vaxtarhormónsskorts á íslandi í 40 ár 1962-2002 Sigurgeir Trausti Höskuldsson', Árni V. Þórsson læknir2. 'Læknadeild Háskóla islands, 2Barnaspítali Hringsins. Inngangur: Eðlilegur vöxtur barna og unglinga er háður eðlilegri framleiðslu vaxtarhormóns frá heiladingli. Vaxtarhormón er einnig nauðsynlegt til viðhalds eðlilegrar heilsu fullorðinna. Erlendar rannsóknir hafa leitt í Ijós að orsakir vaxtarhormóns- skorts geta verið margvíslegar, þó eru orsakir óþekktar hjá meiri- hluta barna sem greinast með vaxtarhormónskort. Markmið rannóknar var að kanna algengi, útbreiðslu og orsakir vaxtar- hormónsskorts á íslandi. Einnig voru könnuð hugsanleg tengsl milli erfiðra fæðinga og vaxtarhormónskorts. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskýrslur frá Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og Landspítala Háskólasjúkrahúss á tímabilinu 1962-2002 voru skoðaðar. Hjá sjúklingum með vaxtarhormóns- kort af óþekktum orsökum voru fæðingarskýrslur athugaðar nánar. Fengnar voru upplýsingar hjá íslenskum sérfræðingum í innkirtlasjúkdómum. Niðurstöður: Á tímabilinu 1962-2002 greindust 60 sjúklingar með vaxtarhormónskort. Að meðaltali 0,5/100.000 íbúa á ári. Greiningaraldur var á bilinu 1 -70 ára. Algengi 31. des. 2002 var 2,1/10.000 íbúa.. Kynjadreifing var 60% karlar og 40 % konur. Fjöldi sjúklinga 18 ára og yngri var 49 og eldri en 18 ára 11. Af 60 sjúklingum voru 31 með óþekkta orsök. í árslok 2002 var fjöldi barna á vaxtarhormónmeðferð 11,7/100.000 íbúa hér og 11,1/100.000 íbúa í Noregi til samanburðar. Ályktun: Orsakir vaxtarhormónsskorts á íslandi virðast vera sambærilegar við það sem hefur verið birt í erlendum rann- sóknum og dreifing sjúklinga eftir landshlutum virðast endur- spegla íbúafjölda. Kynjahlutfall hér er svipað við því sem rann- sóknir erlendis sýna. Samanburður við Noreg segir að við skerum okkur ekki úr hvað varðar nágrannalönd. Fjöllyfjanotkun aldraðra sem leggjast brátt inn á sjúkrahús Þóra Kristín Haraldsdóttír', Ólafur Samúelsson2, Pálmi V. Jónsson' 2. 'Læknadeild Háskóla Islands, 2Rannsóknarstofa LSH í öldrunarfræðum. Inngangur: Með hækkandi aldri eykst tíðni sjúkdóma og þar með lyfjanotkun. Aldurstengdar lífeðlisfræðilegar breytingar, lakari meðferðarheldni og fjöllyfjanotkun auka m.a. hættu á milli- og hjáverkunum hjá öldruðum. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða lyfjameðferð aldraðra sem leggjast á bráðadeild. Efniviður og aðferðir: Gögnin sem notast var við eru úr samnorrænni rannsókn á MDS öldrunarmati á bráðadeildum. Með slembiúrtaki voru valdir 160 sjúklingar, 75 ára og eldri, sem lagðir voru brátt inn á Lyflæknisdeild LSH í Fossvogi á tímabilinu maí til desember 2001. Þrír duttu út í eftirfylgd og lyfj- aupplýsingar fundust ekki fyrir sex. Það voru því 151 sjúklingur með í okkar niðurstöðum. í þessari rannsókn voru skoðuð lyf við innskrift. MDS matið inniheldur breytur sem varða m.a. líkam- lega og vitræna færni ásamt útskriftarupplýsingum. Lyfjanotkun var borin saman við hluta þessara breyta. Einnig var athuguð lyfjanotkun eftir kyni og aldursflokkum, athugaðir stærstu lyfja- flokkar og fundin tíðni notkunar lyfja sem oft eru talin óæskileg hjá öldruðum. Hluti niðurstaðna var borinn saman við svipaða rannsókn sem framkvæmd var árið1995. Unnið var úr upplýs- ingum með SPSS forritinu. Niðurstöður: Meðalfjöldi lyfja var 7,4 (6,0 hjá körlum og 8,1 hjá konum). Þrír (2 %) einstaklingar voru ekki á neinum lyfjum við innlögn. 44 (29,1 %) reyndust hafa tíu lyf eða fleiri. Stærstu lyfjahóparnir voru eftirfarandi: hægða- og magalyf 100 LÆKNANEMINN 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.