Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 102
Verkefni 3. árs læknanema
Aðferð og efniviður: Einstaklingum sem fengið höfðu lyfið
Prednisólón afgreitt í apótekum í Eyjafjarðar- og Þingeyj-
arsýslunum á tímabilinu 01.01.2002 - 31.12.2003 fengu sent
kynningabréf og spurningakver sem þeir voru beðnir um að
svara. Áður höfðu þeir einstaklingar sem ekki höfðu lögheimili í
sýslunum verði útilokaður frá þátttöku. Eingögnu þeir sem voru
a.m.k. í þrjá mánuði á samfelldri prednisólónmeðferð eða höfðu
fengið endurtekna meðferðarkúra sem námu þremur mánuðum
á ári á umræddu rannsóknartímabili voru teknir með í rannsókn-
inni.
Niðurstöður: Alls svöruðu 183 einstaklingar (66%) spurninga-
kverinu og þar af uppfylltu 118 einstaklingar þátttökuskilyrðin
sbr. hér að ofan. Meðalaldur þeirra var 64 ár (19-90ára). Algeng-
ustu ábendingarnar fyrir meðferðinni voru gigtarsjúkdómar
(50%) og lungnasjúkdómar (19%). 51 einstaklingur (43%) hafði
sögu um beinbrot, og 21 höfðu brotnað eftir að sykursterameð-
ferðin hófst (18%).
Alls höfðu 62 þátttakenda (53%) farið í beinþéttnimælingu með
DEXA-mæli og höfðu 14 þeirra greinst með beinþynningu og
voru þeir allir á beinverndandi lyfjum. Níu af 14 (64%) sem voru
með beingisnun skv DEXA-mælingu voru á beinverndandi lyfja-
meðferð. Fjörutíuogeinn einstaklingur (meðalaldur 63 ár) tóku >
7,5 mg af prednisólóni á dag og af þeim voru 18 á beinvernd-
andi lyfjum (44%), þar af voru 15 á bisfosfónötum. Einungis fjórir
þátttakendur af þessum 41 tóku beinverndandi lyf sem fysta
stigs forvörn, á meðan aðrir hófu meðferðina sem annars- eða
þriðjastig forvörn.
Ályktun: Niðurtöður okkar benda til þess að mikil vakning hafi
orðið á meðal heilbrigðisstarfsmanna með tilliti til beinverndar
hjá sjúklingum er þurfa langtíma sykursterameðferð. Það má
hins vegar gera enn betur í því að tryggja öllum fyrsta stigs bein-
verndandi forvörn strax í upphafi sykursterameðferðar og eru
heilbrigðisstéttir eindregið hvattar til dáða hvað þetta varðar.
Lykilorð: Sykursterar - Beinþynning - Beinþéttnimælingar -
Forvörn - Bisfosfónöt.
Orsakir og útbreiðsla vaxtarhormónsskorts á
íslandi í 40 ár 1962-2002
Sigurgeir Trausti Höskuldsson', Árni V. Þórsson læknir2.
'Læknadeild Háskóla islands, 2Barnaspítali Hringsins.
Inngangur: Eðlilegur vöxtur barna og unglinga er háður eðlilegri
framleiðslu vaxtarhormóns frá heiladingli. Vaxtarhormón er
einnig nauðsynlegt til viðhalds eðlilegrar heilsu fullorðinna.
Erlendar rannsóknir hafa leitt í Ijós að orsakir vaxtarhormóns-
skorts geta verið margvíslegar, þó eru orsakir óþekktar hjá meiri-
hluta barna sem greinast með vaxtarhormónskort. Markmið
rannóknar var að kanna algengi, útbreiðslu og orsakir vaxtar-
hormónsskorts á íslandi. Einnig voru könnuð hugsanleg tengsl
milli erfiðra fæðinga og vaxtarhormónskorts.
Efniviður og aðferðir: Sjúkraskýrslur frá Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri og Landspítala Háskólasjúkrahúss á tímabilinu
1962-2002 voru skoðaðar. Hjá sjúklingum með vaxtarhormóns-
kort af óþekktum orsökum voru fæðingarskýrslur athugaðar
nánar. Fengnar voru upplýsingar hjá íslenskum sérfræðingum í
innkirtlasjúkdómum.
Niðurstöður: Á tímabilinu 1962-2002 greindust 60 sjúklingar
með vaxtarhormónskort. Að meðaltali 0,5/100.000 íbúa á ári.
Greiningaraldur var á bilinu 1 -70 ára. Algengi 31. des. 2002 var
2,1/10.000 íbúa.. Kynjadreifing var 60% karlar og 40 % konur.
Fjöldi sjúklinga 18 ára og yngri var 49 og eldri en 18 ára 11. Af
60 sjúklingum voru 31 með óþekkta orsök. í árslok 2002 var
fjöldi barna á vaxtarhormónmeðferð 11,7/100.000 íbúa hér og
11,1/100.000 íbúa í Noregi til samanburðar.
Ályktun: Orsakir vaxtarhormónsskorts á íslandi virðast vera
sambærilegar við það sem hefur verið birt í erlendum rann-
sóknum og dreifing sjúklinga eftir landshlutum virðast endur-
spegla íbúafjölda. Kynjahlutfall hér er svipað við því sem rann-
sóknir erlendis sýna. Samanburður við Noreg segir að við
skerum okkur ekki úr hvað varðar nágrannalönd.
Fjöllyfjanotkun aldraðra sem leggjast brátt
inn á sjúkrahús
Þóra Kristín Haraldsdóttír', Ólafur Samúelsson2, Pálmi V. Jónsson' 2.
'Læknadeild Háskóla Islands, 2Rannsóknarstofa LSH í öldrunarfræðum.
Inngangur: Með hækkandi aldri eykst tíðni sjúkdóma og þar
með lyfjanotkun. Aldurstengdar lífeðlisfræðilegar breytingar,
lakari meðferðarheldni og fjöllyfjanotkun auka m.a. hættu á milli-
og hjáverkunum hjá öldruðum. Markmið þessarar rannsóknar
var að skoða lyfjameðferð aldraðra sem leggjast á bráðadeild.
Efniviður og aðferðir: Gögnin sem notast var við eru úr
samnorrænni rannsókn á MDS öldrunarmati á bráðadeildum.
Með slembiúrtaki voru valdir 160 sjúklingar, 75 ára og eldri, sem
lagðir voru brátt inn á Lyflæknisdeild LSH í Fossvogi á tímabilinu
maí til desember 2001. Þrír duttu út í eftirfylgd og lyfj-
aupplýsingar fundust ekki fyrir sex. Það voru því 151 sjúklingur
með í okkar niðurstöðum. í þessari rannsókn voru skoðuð lyf við
innskrift. MDS matið inniheldur breytur sem varða m.a. líkam-
lega og vitræna færni ásamt útskriftarupplýsingum. Lyfjanotkun
var borin saman við hluta þessara breyta. Einnig var athuguð
lyfjanotkun eftir kyni og aldursflokkum, athugaðir stærstu lyfja-
flokkar og fundin tíðni notkunar lyfja sem oft eru talin óæskileg
hjá öldruðum. Hluti niðurstaðna var borinn saman við svipaða
rannsókn sem framkvæmd var árið1995. Unnið var úr upplýs-
ingum með SPSS forritinu.
Niðurstöður: Meðalfjöldi lyfja var 7,4 (6,0 hjá körlum og 8,1 hjá
konum).
Þrír (2 %) einstaklingar voru ekki á neinum lyfjum við innlögn.
44 (29,1 %) reyndust hafa tíu lyf eða fleiri. Stærstu lyfjahóparnir
voru eftirfarandi: hægða- og magalyf
100
LÆKNANEMINN
2005