Bænavikan - 07.12.1940, Side 34
- 32 -
ur vopnaðBH manna, sem illir englar siga áfram til þess aó
deyða "þessa sakleysingja. Nú er komin sú stund, sem mann-
legur máttur getur ekkert, en þá er það, að Guð mun koma til
og frelsa sína útvöldu." EGW
Okkur er sagt, að það muni verða um miðnætti, að Guð muni
sýna sig máttugan og frelsa fólk sitt. Solin mun skyndilega
sjást í gegn um myrkrið, sem myndast af þykkum skýjum, er
hlaðast upp, Það verður mikill jarðskjálfti,"svo mikill, að
enginn hefur slíkur éður verið". Fjöllin hristast eins og -
reir af vindi skekinn og eyjar hverfa í hafið, hafnarborgir,
hvers íbúar hafa lifað óguðlegu lífi líkt og íbúar sódómu,
verða grafnar í sjó. Hinar öskrandi þrumur láta eins og
djöfulleg öfl séu að verki og eyðileggja margt og mikið.
Hinar fegurstu'borgir jarðar verða að einni rúst. örói og
ringulreið ríkir alls staðar. Og vein hinna óguðlegu heyr-
ist innan um allt þetta. Djöfullinn og englar hans líta á
þetta undrandi og hræddir- ' Fólk Guðs, sem rótt áður var að
reyna að flýja undan ofsækjendum sín\im, lítur nú upp með
heilagri gleði, er það sór 'merkin vun, að frelsið er nærri.
Og mitt í þessum ógurlegu byltingum og ringulreið, verð-
ur öllum litið á lítið ský í austurátt. Það er smátt' og
dökkt í fyrstu, en það stækkar og verður bjartara eftir því
sem það kemur nær, og dýrðarljómi vefst um það.. Og eftir
því sem' þetta lifandi ský kemur nær, munu menn sjá betur
að Jesús situr þar í hásæti mitt á meðal engla sinna. Hann
kemur nú ekki eins og maður, sem kunnugur er sorgurn og með
þyrnikórónu á höfðinu, heldur er hann nú Konungur konunganna
og Drottinn drottnanna. Nú hrópa hinir óguðlegu til fjalla-
anna og hamranna og biðja þá að falla yfir ðig, til þess að
hylja sig fyrir augliti hans, er þeir hafa spottað og ekki
viljað eiga að frelsara. Þeir verða lémagna og að lokum
eyddir af ljómanum af tilkomu Krists. NÚ heyrist rödd Jesú,
sem er eins og lúðurhljómur og endurómar um alla jörðina.
Grafir opnast og heilagir menn ganga út klæddir ódauðleika.
Á sama augnabliki munu hinir heilögu, sem lifa, umbreytast,
og verða þeir ásamt hinum, sem risu upp, hrifnir upp til
fundar við Drottin í loftinu. Vinir og elskendur, sem orð-
ið höfðu að skilja, sameinast nú til þess jað vera saman ei-
líflega, og lítil börn eru borin af englum í faðm mæðra
sinna. Því næst fer Jesús í broddi fylkingar hinna frels-
uðu og englanna til hinna eilífu heimkynna. Enginn maður