Bænavikan - 07.12.1940, Blaðsíða 59
- 57 -
kalli Guðs þá og tók til starfa með honum fylltur Heilögum
anda, eins vill Guð láta okkur starfa með sér til að ljúka
við hið mikla verk„ Til þess að geta þetta, verðum við að
fara að eins og hinn postullegi söfnuður, Aðeins' með því
að verða skírð Heilögum anda, getum við unnið að þvx starfi,
sem Guð einn er megnugur að veita framgang.
"Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt
vald er mér gefið á himni og jörðu* .Farið því og kristnið
allar þjóðir, skírið þá til nafns Föðurins og Sonarins og
hins Heilaga anda, og kennið þeim að halda allt það, sem
eg hefi boðið.yður, og sjá eg er með yður alla daga, allt
til enda veraldarinnar,"
Þar sem söfutiurinn er alveg að verða kominn að endi
veraldarinnar, þá vill Drottinn nota vald sitt. Það, að
Kristur ætlast til, að kraftur Heilags anda hjálpi okkur
við starfið, sést á eftirfarandi orðum:
"Kristur hefur íofað, að gefa söfnuði sínum Heilagan anda
og loforðið nær engu síður til okkar, heldur eþ til hinna
fyrstu lærisveina. En eins og öll önnur Toforð, er þetta
loforð gefið með skilyrðum. Það eru margir, sem trúa, en
krefjast þess, að Kristur efni loforð sín. Þeir tala um
Krist og Heilagan anda, en hafa samt engan hag af því.
Þeir gefa ekki Guði hjarta sitt, og hin guðdómlega ixmbreyt-
ing á sér aldrei stað í þeim. Við getum ekki notað Heil-
agan anda. Það er Heilagur andi, sem á að nota okkur. Gegn
um Andann starfar Guð í manninum og fær hann til að gera
það, sem Guði er þóknanlegt. En margir vilja ekki sætta
sig við þetta. Þeir vilja fá að stjórna sér sjálfir. Það
er vegna þess, að þeir geta ekki tekið á móti hinni himnesku
gjöf„ Aðeins þeir, sem hjóna Guði auðmjúklega, og sem
þiggja leiðsögn Guðs og miskunn, fá Heilagan anda. Þessi
blessun, sem Kristur hefur lofað, hefur allar aðrar bless-
anir í för með sér," ECT
"Hinn langi timi, síðan Jesús gaf fyrirheitið, hefur engu
breytt um þá ákvörðun Krists, að gefa sínum trúu þjónum
sinn Heilaga anda." EGW
Jesús viðheldur styrk fagnaðarerindisins alveg fram á
síðustu tíma. Jesús vill flýta fyrir því, að staríniu
verði lokið. Söfnuðurinn er ekki öflugri til aó Ijúka verk
inu núna í eigin krafti, heldur en hann var á tíma postul-
anna. Við getum aldrei lokið starfinu, nema með hjálp