Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 6
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 6 Rannsóknir og birtingar íslenskra iðjuþjálfa frá aldamótum Ritrýnd fræðigrein Dr. Snæfríður Egilson, prófessor í fötlunar fræðum á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Kristjana Fenger, fyrrum lektor i iðjuþjálfunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Guðrún Pálmadóttir, Prófessor emerita við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Útdráttur   Upp úr aldamótunum síðustu fór að fjölga í stétt íslenskra iðju- þjálfa og menntun þeirra jókst. Jafnframt jukust fræðastörf og birtingar á ýmsum vettvangi.   Markmið þessarar heimildasamantektar var að kortleggja fræðastörf innan fagsins með því að varpa ljósi á fræðilegt framlag íslenskra iðjuþjálfa frá aldamótum. Megináherslan var á greinar í iðjuþjálfunartímaritum en sjónarhornið beindist einnig að öðrum fræðasviðum til glöggvunar á því hvað hefur verið ritað og hvar það hefur birst.   Aðferð: Rýnt var skipulega í ritrýnt efni í iðjuþjálfunartímaritum en greinar í öðrum tímaritum voru flokkaðar eftir sviðum. Eftir farandi viðmið voru sett um þær greinar: a) ef höfundar voru sjö eða færri skipti höfundaröð iðjuþjálfa ekki máli eða b) ef höfundar voru fleiri en sjö þurfti iðjuþjálfi að vera meðal fyrstu þriggja höfunda eða sá síðasti til að greinin teldist með.   Niðurstöður: Alls birtust 43 ritrýndar greinar í 10 iðjuþjálfunar- tímaritum frá aldamótum og fram til ársins 2023, flestar í Iðju­ þjálfanum og Scandinavian Journal of Occupational Therapy, 14 greinar í hvoru tímariti. Alls komu 20 íslenskir iðjuþjálfar að þessum greinarskrifum og var skipting þannig: 14 greinar beindust að þjónustu iðjuþjálfa, 13 að aðferðafræði eða rann- sóknum á matstækjum, 13 að þátttöku og/eða umhverfi, 7 að viðhorfum og/eða líðan, 4 að hugmyndafræði fagsins og 2 að færni. Stöku greinar féllu í tvo flokka.   Alls fundust 72 birtingar á fjölbreyttum þverfræðilegum vettvangi heilbrigðis-, mennta- og félagsvísinda. Oftast voru iðjuþjálfar þar í hópi fræðafólks með annan bakgrunn og í einu tilviki í stórum og afkastamiklum rannsóknarhópi. Flest tímaritin voru á heilbrigðisvísindasviði en þar á eftir komu tímarit í lýðheilsuvísindum og fötlunarfræðum.   Ályktanir: Mikil rannsóknarvirkni íslenskra iðjuþjálfa er athygli- verð. Fjölmörg réttindi og hlunnindi þeirra sem starfa innan háskólasamfélagsins tengjast birtingum á viðurkenndum vett- vangi. Mikilvægt er að hefja Iðjuþjálfann til vegs og virðingar og stuðla að því að ritrýndar greinar í tímaritinu verði metnar sem skyldi í framtíðinni.   Lykilorð: Fræðileg samantekt, Iðjuþjálfunartímarit, Þverfræði- legur vettvangur, Áherslur, Viðmið   Abstract  From the turn of the last century, the academic writings of Icelandic occupational therapists increased following the increase in their number and their education.  The goal of this review article was to map academic work within the field by shedding light on the scientific contri- bution of Icelandic occupational therapists since year 2000. The main focus was on scientific articles in occupational therapy journals, but the review also includes articles in other academic fields to better clarify what has been written and where it has been published.  Method: Peer-reviewed material in occupational therapy journals from the year 2000 and to date was systematically reviewed, while articles in other journals were only classified by field. Due to different traditions among different scientific disciplines the following inclusion criteria were applied for those articles: a) if there were seven or fewer authors, the occupational therapist’s author order did not matter, and b) if there were more than seven authors, the occupational therapist had to be among the first three authors or the last one for the article to be included.  Results: A total of 43 peer-reviewed articles were published in 10 occupational therapy journals from 2000 to 2023, most of them in the Icelandic Journal of Occupational Therapy (Iðjuþjálfinn) and the Scandinavian Journal of Occupational Therapy, 14 articles in each journal. Altogether 20 Icelandic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.