Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 34

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 34
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 34 Kristín Stefánsdóttir, iðjuþjálfi. Nýtt á Íslandi Opinn leikskóli Memmm Play Samvera-leikur-söngur-fræðsla „Það hefur glatt barnið mitt óendanlega mikið að sjá aðra krakka, nýtt dót og syngja saman og á eftir að hjálpa henni með að aðlagast í leikskólanum seinna meir þar sem dagmamma var aldrei í boði fyrir hana“ Um mikilvægi opna leikskólans - svar notanda úr þjónustukönnun, maí 2023 Hvað er Opinn leikskóli? Hugmyndafræði opna leikskóla Memmm Play er sótt til Svíþjóðar og gengur út á að bjóða foreldrum og fjölskyldum með börn að koma og eiga notalega stund í leik á fjölskyldu- vænum stað. Í opna leikskólanum hittast fjölskyldur, taka þátt í söngstund, leika, tengjast og þiggja reglulega fræðslu frá fagaðilum, t.d. um málörvun og skyndihjálp ungra barna. Notendur opna leikskóla Memmm Play eru fjölskyldur barna á aldrinum 0-3ja ára og mæta foreldrar/forsjáraðilar og börn saman, en eldri börn eru að sjálfsögðu einnig velkomin. Þjónustan er gjaldfrjáls og þarfnast ekki skráningar, fjölskyldur mæta þegar hentar á opnunartíma og eiga skemmtilega stund saman, kynnast öðrum fjölskyldum, spegla sig í jafn- ingjum og leika sér. Í Svíþjóð hafa opnir leikskólar (öppna förskolor) verið hluti af velferðarþjónustu sveitarfélaga frá um 1977 og í dag eru þar starfræktir um 480 opnir leikskólar í 209 sveitarfélögum (af alls 290) og eru þeir reknir ýmist af sveitarfélögum, kirkjum, fyrir- tækjum eða félagasamtökum. Markmiðið hefur ávallt verið að veita fjölskyldum gæðaþjónustu, allt frá fæðingu barns, með stuðningi fagfólks í málefnum barna og fjölskyldna.  Mikill ávinningur er af starfsemi opinna leikskóla fyrir fjölskyldur og samfélagið allt, en hér á landi virðist vanta púsl í púsluspilið þegar kemur að almennri og ókeypis þjónustu við fjölskyldur allra yngstu barnanna á vegum sveitar- félaganna. Sú þjónusta hefur nánast alfarið verið í höndum heilsugæslunnar og trúfélaga, ásamt einka aðilum og fyrirtækjum sem rukka fyrir þátttöku. Opni leikskóli Memmm Play er frábær vettvangur fyrir allar fjöl- skyldur, óháð trúar- eða lífsskoðun og efnahags eða félags- legri stöðu í samfélaginu.  Hverjir standa að Opna leik- skóla Memmm Play? Stofnendur opna leikskóla Memmm Play eru þær Helga Hreiðarsdóttir leikskólakennari, Kristín Stefánsdóttir iðjuþjálfi og María Ösp Ómarsdóttir kennari og skólastjórnandi. Þær hafa allar brennandi áhuga á fjölskyldu- og barnamenningu og ákváðu að láta til skarar skríða í miðjum heimsfaraldri og hófu að þróa og raungera drauminn um opinn leikskóla á Íslandi. Þær fengu tækifæri til þess að nýta ástandið í samfélaginu og fengu til afnota frábæra aðstöðu í Dal fjölskyldukaffihúsi, sem er staðsett í Farfuglaheimilinu í Laugardal, þar sem ferðamannastraumurinn var ekki upp á marga fiska vegna faraldursins. Memmm Play bauð þá fjölskyldum upp á samverustundir alla miðvikudaga og laugardaga, söng, gleði, fræðslu, spjall og kaffi, ásamt skapandi smiðjum fyrir allan aldur.  Þarna bauðst tækifæri fyrir börn og fjölskyldur að byrja í rólegheitum að kíkja út fyrir heimilið í vernduðu umhverfi og brjóta þannig þá einangrun sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér. Þörfin fyrir þessa “Having a welcoming and safe environment to take my child to on a regular basis where I am able to chat (or not chat, when I’m not up to it) has been a lifesaver for my sanity.” Um mikilvægi opna leikskólans - svar notanda úr þjónustukönnun, maí 2023
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.