Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 14
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 14
Ritrýndar birtingar íslenskra iðjuþjálfa á öðrum vettvangi
Frumniðurstöður gáfu til kynna aðild iðjuþjálfa að hátt í
120 greinum en að framlag þeirra væri að líkindum mjög
mismunandi enda hljóp höfundafjöldi í sumum greinum á
tugum. Þegar viðmiðin voru þrengd, eins og lýst er í aðferða-
fræðikafla, leiddu niðurstöður heimildasamantektarinnar í
ljós 72 birtingar á fjölbreyttum þverfræðilegum vettvangi
heilbrigðis-, mennta- og félagsvísinda. Oftast voru iðjuþjálfar
þar í hópi fræðafólks með annan bakgrunn og í einu tilviki í
stórum og afkastamiklum rannsóknarhópi.
Flokkar og fjöldi tímarita í flokki sjást í töflu 2 og mynd 1 sem
veitir yfirlit yfir prósentuhlutföll í flokki. Líkt og sjá má eru
flestar birtingar í tímaritum í heilbrigðisvísindum og þar á eftir
fylgja birtingar í lýðheilsuvísindum og fötlunarfræðum. Áður
en viðmiðin voru hert voru mun fleiri birtingar í tímaritum í
lífvísindum og nokkuð í öldrunarfræðum.
Í ritaskrá er yfirlit yfir þessar rannsóknargreinar og þar miðað
við ártöl birtinga. Í stöku tilvikum reyndist erfitt að flokka
tímarit og hugsanlega hefði annars konar flokkun komið til
greina. Sem dæmi má nefna tímaritið WORK: A Journal of
Prevention, Assessment & Rehabilitation sem hér er flokkað
sem tímarit í lýðheilsuvísindum en hefði einnig mátt flokka
sem tímarit í endurhæfingu.
Tafla 2. Flokkur tímarita, fjöldi greina og dæmi um tímarit í hverjum flokki.
TÍMARIT FJÖLDI GREINA DÆMI UM TÍMARIT Í FLOKKI
Tímarit í heilbrigðisvísindum 23 European Journal of Cancer Care; Scandinavian Journal of Caring
Sciences; Læknablaðið; Tímarit hjúkrunarfræðinga
Tímarit í lýðheilsuvísindum 11 Work; International Journal of Environmental Research and Public
Health
Tímarit í fötlunarfræðum 11 Disability and Society; Scandinavian Journal of Disability Research
Tímarit í uppeldis- og menntavísindum 8 European Journal of Special Needs Education; Glæður, Tímarit um
uppeldi og menntun
Tímarit lífvísindum 7 Ostoeoporis International; Journal of Clinical Densitiometry
Tímarit í félagsvísindum 5 Sociology of Health and Illness; Stjórnmál og stjórnsýsla; Íslenska
þjóðfélagið
Tímarit í endurhæfingu 5 Disability and Rehabilitation; Clinical Rehabilitation
Tímarit í öldrunarfræðum 2 Age and Aging; Journal of Housing for the elderly
SAMTALS 72