Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 15
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 15 Umræða Hér verður fyrst fjallað um fjölda og inntak greina í iðjuþjálfunartímaritum. Líkt og segir að framan fjölluðu flestar greinarnar um þjónustu iðjuþjálfa, þátttöku og umhverfi, og aðferðafræði og rannsóknir á matstækjum. Fræðigreinar í iðjuþjálfunartímaritum Í greinum sem fjölluðu um þjónustu iðjuþjálfa var notenda- miðuð sýn oftast í brennidepli og upplýsinga aflað frá notendum sjálfum eða aðstandendum þeirra. Einnig var töluvert um greinar sem byggðust á viðhorfum starfsfólks sem veitir ákveðna þjónustu. Töluverð breidd var í skrifum en greinar sem birtust í Iðjuþjálfanum fjölluðu yfirleitt á sértækari hátt um íslenskt samfélag og aðstæður. Greinar í erlendum iðjuþjálfunartímaritum höfðu gjarnan breiðari skírskotun og þar var lagt út af niðurstöðum í alþjóðlegu samhengi í samræmi við áherslur viðkomandi tímarita. Ekki var hægt að greina mun á faglegum áherslum í þjónustu á því árabili sem kannað var enda einungis um að ræða 14 greinar. Fjöldi greina sem beinast að áreiðanleika og réttmætis- athugunum á matstækjum kemur ekki á óvart en á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á þýðingu og stað færingu matstækja í íslensku samhengi og víðar (t.d. Fenger og Kramer, 2007; Gardarsdóttir og Kaplan, 2002; Sigurðardóttir o.fl., 2022). Þetta tengist auknum kröfum um að matstæki séu traust og vel rannsökuð svo að hægt sé að draga af þeim áreiðanlegar og trúverðugar upplýsingar. Það á ekki síst við þegar matstæki eru notuð utan þeirra mál- og menningarsvæða þar sem þau voru þróuð og ef skilningur á lykilhugtökum er hugsanlega ólíkur (Arafat o.fl., 2016; Stevelink og Brakel, 2013). Til dæmis leiddu rannsóknir Sólrúnar Óladóttur og félaga á próffræðilegum eiginleikum og notagildi matstækisins Client-centred questionnaire, sem þróað var í Kanada og notað víða um lönd (Cott, 2004), til mikilla breytinga á uppbyggingu þess og áherslum á íslenskum vettvangi (Óladóttir og Pálmadóttir, 2017; Óladóttir o.fl., 2023; Sólrún Óladóttir og Guðrún Pálmadóttir, 2013). Eftir þáttagreiningu standa einungis eftir 24 spurningar í íslensku útgáfunni (Client-centred questionnaire-is) en í uppruna útgáfunni eru þær 33. Niðurstöður Rasch greiningar á íslenskri þýðingu OSA (Sigurðardóttir o.fl. 2022) sýndu einnig að ekki væri skynsamlegt að umbreyta niðurstöðum raðkvarða matstækisins á sama hátt og í ensku útgáfunni og því var búin til sérstök umbreytitafla fyrir íslensku útgáfuna (Sigurðardóttir o.fl. 2022). Hafa ber í huga að niðurstöður Mynd 1. Hlutfall greina birt í átta flokkum tímarita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.