Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 26

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 26
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 26 ráðstefnum (veggspjöld og fyrirlestrar). Fagþróunarsjóður Iðjuþjálfafélags Íslands studdi gerð fræðslu og kynningarefnis í tengslum við fjögur af ofannefndum veggspjöldum (2020 og 2022). Auk þess voru hugbúnaðurinn og vinnan að baki hans kynnt á Vísindavöku Rannís í október 2022 en sýningin í Laugardalshöllinni var sótt af yfir 6000 manns. Sýningar- básinn, 8 m2, sem bar heitið Íslensk iðjuþjálfun um allan heim: Þróun notendahugbúnaðar í endurhæfingu samanstóð af átta veggspjöldum auk tölvuskjás þar sem hægt var að skoða forritið. Iðjuþjálfar á Grensási sáu um að kynna efnið fyrir sýningargestum (sjá Mynd 4a og Mynd 4b). Síðastliðið vor bauðst öllum iðjuþjálfum Landspítala sem nú eru starfandi og hafa réttindi til að nota A-ONE matstækið að taka þátt í kynningu á A-ONE hugbúnaðnum. Þar sem mislangt er frá því að iðjuþjálfarnir sóttu A-ONE námskeið sín, allt frá fjórum upp í rúm 30 ár, var útbúið tveggja daga A-ONE upprifjunarnámskeið þar sem farið var yfir helstu nýjungar undanfarinna ára og þær tengdar matstækinu og þróun þess. Einnig fengu þátttakendur tækifæri til að meta einstak- linga út frá myndböndum með notkun íslenskrar þýðingar nýjustu útgáfu A-ONE eyðublaðanna og ræða niðurstöður. Endurnýjuðu eyðublöðin eru í samræmi við uppfærslu þá er hugbúnaðarforritið og pdf-skrár þess byggja á. Auk þess var forritið kynnt ásamt helstu möguleikum þess og þátttakendum veittur aðgangur að því. Þeir munu síðan taka þátt í að skila inn notendaprófunum sem nýttar verða til að uppfæra forritið. Þar sem mikill áhugi var fyrir þátttöku á námskeiðinu og ekki var hægt að loka fyrir starfsemi iðjuþjálfadeildanna var ákveðið að bjóða upp á tvö tveggja daga námskeið með mismunandi dagsetningum. Því gátu allir nema tveir A-ONE þjálfaðir iðjuþjálfar á mismunandi deildum spítalans (bráðadeildum, endurhæfingardeildum, geðdeildum og öldrunardeildum) nýtt sér námstilboðið, sjá Mynd 5 frá námskeiðinu. Ákveðið var að bjóða einnig fjórum iðjuþjálfum utan spítalans þátttöku þannig að hægt væri að afla samanburðar fyrir notendaprófanir af reynslu þeirra af netþjónustuútgáfu hugbúnaðarins við notkun hugbúnaðarins á netþjóni spítalans. Þessir iðjuþjálfar starfa allir hjá Kjarki endurhæfingu í Hátúni. Verið er að safna saman og vinna úr gögnum frá notendaprófununum. Auk notenda- prófana innanlands voru sambærilegar kannanir sendar til erlendra iðjuþjálfa sem komið hafa að kennslu, þýðingum og þróun A-ONE.Þar má nefna prófessora við Kólumbíu-háskóla í Bandaríkjunum, Suður-Danmerkur-háskóla, Yonsei- og Konyang-háskólana í Suður-Kóreu. Einnig Morinomiya- og Osaka-háskólana í Japan og iðjuþjálfa sem starfa á endur- Mynd 5. Námskeið á Landspítala um nýjungar og hugbúnað A­ONE. Mynd 4b. Sýningargestir á Vísindavökunni streyma að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.