Iðjuþjálfinn - 2023, Side 26

Iðjuþjálfinn - 2023, Side 26
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 26 ráðstefnum (veggspjöld og fyrirlestrar). Fagþróunarsjóður Iðjuþjálfafélags Íslands studdi gerð fræðslu og kynningarefnis í tengslum við fjögur af ofannefndum veggspjöldum (2020 og 2022). Auk þess voru hugbúnaðurinn og vinnan að baki hans kynnt á Vísindavöku Rannís í október 2022 en sýningin í Laugardalshöllinni var sótt af yfir 6000 manns. Sýningar- básinn, 8 m2, sem bar heitið Íslensk iðjuþjálfun um allan heim: Þróun notendahugbúnaðar í endurhæfingu samanstóð af átta veggspjöldum auk tölvuskjás þar sem hægt var að skoða forritið. Iðjuþjálfar á Grensási sáu um að kynna efnið fyrir sýningargestum (sjá Mynd 4a og Mynd 4b). Síðastliðið vor bauðst öllum iðjuþjálfum Landspítala sem nú eru starfandi og hafa réttindi til að nota A-ONE matstækið að taka þátt í kynningu á A-ONE hugbúnaðnum. Þar sem mislangt er frá því að iðjuþjálfarnir sóttu A-ONE námskeið sín, allt frá fjórum upp í rúm 30 ár, var útbúið tveggja daga A-ONE upprifjunarnámskeið þar sem farið var yfir helstu nýjungar undanfarinna ára og þær tengdar matstækinu og þróun þess. Einnig fengu þátttakendur tækifæri til að meta einstak- linga út frá myndböndum með notkun íslenskrar þýðingar nýjustu útgáfu A-ONE eyðublaðanna og ræða niðurstöður. Endurnýjuðu eyðublöðin eru í samræmi við uppfærslu þá er hugbúnaðarforritið og pdf-skrár þess byggja á. Auk þess var forritið kynnt ásamt helstu möguleikum þess og þátttakendum veittur aðgangur að því. Þeir munu síðan taka þátt í að skila inn notendaprófunum sem nýttar verða til að uppfæra forritið. Þar sem mikill áhugi var fyrir þátttöku á námskeiðinu og ekki var hægt að loka fyrir starfsemi iðjuþjálfadeildanna var ákveðið að bjóða upp á tvö tveggja daga námskeið með mismunandi dagsetningum. Því gátu allir nema tveir A-ONE þjálfaðir iðjuþjálfar á mismunandi deildum spítalans (bráðadeildum, endurhæfingardeildum, geðdeildum og öldrunardeildum) nýtt sér námstilboðið, sjá Mynd 5 frá námskeiðinu. Ákveðið var að bjóða einnig fjórum iðjuþjálfum utan spítalans þátttöku þannig að hægt væri að afla samanburðar fyrir notendaprófanir af reynslu þeirra af netþjónustuútgáfu hugbúnaðarins við notkun hugbúnaðarins á netþjóni spítalans. Þessir iðjuþjálfar starfa allir hjá Kjarki endurhæfingu í Hátúni. Verið er að safna saman og vinna úr gögnum frá notendaprófununum. Auk notenda- prófana innanlands voru sambærilegar kannanir sendar til erlendra iðjuþjálfa sem komið hafa að kennslu, þýðingum og þróun A-ONE.Þar má nefna prófessora við Kólumbíu-háskóla í Bandaríkjunum, Suður-Danmerkur-háskóla, Yonsei- og Konyang-háskólana í Suður-Kóreu. Einnig Morinomiya- og Osaka-háskólana í Japan og iðjuþjálfa sem starfa á endur- Mynd 5. Námskeið á Landspítala um nýjungar og hugbúnað A­ONE. Mynd 4b. Sýningargestir á Vísindavökunni streyma að.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.