Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 48

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 48
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 48 2.3. Breytingar eru óhjákvæmilegar og eitt af því fáa sem við getum gengið að sem vísu í lífinu, og þar með í störfum okkar. Siðaregla 2.3 kveður á um skyldu okkar til að auka þekkingu og nýta hana jafnóðum í starfi. Það má með sanni segja að þegar kemur að þekkingaröflun þá er um auðugan garð að gresja. Sú sem ritar þessa hugleiðingu þarf ekki einu sinni að færa sig úr stað til að auka þekkingu sína, því af nógu er að taka á alnetinu. Það eru engar fréttir að þekkingaröflun getur farið fram á margvíslegan hátt, bæði á formlegan og minna formlegan. Yfir lengri eða skemmri tíma, með öðrum eða í einrúmi. Því er hægt að spyrja sig: Eftir hverju er ég að bíða þegar kemur að því að ég auki þekkingu mína? Hvað hindrar mig í að rækja þessa skyldu mína – sjálfri/sjálfum mér, vinnustað og fagi mínu til framdráttar? Hvað get ég gert til að komast yfir þessar hindranir? Eitt af því sem við höfum tileinkað okkur í iðjuþjálfa- námi er að líta gagnrýnum augum á hlutina og full þörf er á því í vali úr öllum þeim aragrúa tækifæra sem okkur bjóðast þegar kemur að öflun nýrrar þekkingar. Hver sem er getur titlað sig sem sérfræðing í hinu eða þessu og oft eru hlutir settir fram á sannfærandi hátt, en þegar betur er að gáð er lítið eða ekkert að baki því sem haldið er fram og verið er að selja okkur. Eitt er að afla sér nýrrar þekkingar og annað að nýta hana. Sjálfsagt hafa einhver okkar gerst sek um að nýta ekki eitthvað sem við höfum lært – en er það ekki bara mannlegt og eitthvað sem getur átt sér sanngjarnar skýringar? Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Að lokum eru hér vísdómsorð frá Margaret Fuller: Ef þú býrð yfir þekkingu, leyfðu öðrum að tendra kertin sín í henni. F.h. Siðanefndar Iðjuþjálfafélags Íslands Petrea Guðný Sigurðardóttir. Siðareglur Iðjuþjálfafélagsins skiptast í fjóra kafla og eru nokkrar greinar undir hverjum þeirra. Hver kafli fjallar um ákveðið efni og hefur sína yfirskrift. Iðjuþjálfi eykur þekkingu sína og nýtir sér nýfengna þekkingu jafnóðum í starfi Í námskeiðinu Fræðileg skrif og gagnreynt starf, sem kennt er á þriðja námsári í iðjuþjálfunarfræði, unnu nemendur fræðilega samantekt um efni að eigin vali. Samantektin flokkaðist undir kortlagningaryfirlit og var unnið eftir vinnulagi Arksey og O‘Malley (2005). Til að kynna niðurstöður sínar útbjuggu nemendur síðan veggspjöld sem við deilum hér með ykkur. Viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt og eiga án efa erindi til starfandi iðjuþjálfa. Hér á eftir koma kynningarspjöld nemanna frá námskeiðinu. Við vonum að þið hafið gagn og gaman af. Linda Björk Ólafsdóttir umsjónarkennari námskeiðsins Fræðileg skrif og gagnreynt starf vorið 2023. Verkefni nemenda í iðjuþjálfunarfræði: Frá siðanefnd:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.