Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 35

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 35
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 35 þjónustu var augljós allt frá byrjun og hefur starfsemin farið stækkandi síðustu þrjú árin og í dag starfrækir Memmm Play opna leikskóla í þrem hverfum í fallegu samstarfi við Reykja- víkurborg. Opni leikskólinn hlaut hæsta styrk sem veittur var þetta árið frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, tæpar 12 milljónir á ári, til þriggja ára. Með þeim styrk er starfsemin fjármögnuð en fram að því hafði starfsemin verið fjármögnuð með minni styrkjum og sjálfboðavinnu. Umhverfi og dagskrá opna leikskólans Umhverfi opna leikskóla Memmm Play er sett upp með það að leiðarljósi að það sé bjóðandi, að það ýti undir þroska og sé í leiðinni fallegt og henti þeim aldri barna er mæta með fjölskyldum sínum. Boðið er upp á þroskandi leikföng, bækur og opinn efnivið ásamt leiksvæði og leiktækjum sem hvetja til grófhreyf- inga. Rýmið er sett upp með það í huga að ýta undir forvitni, sjálfstæði og leik- gleði barna ásamt því að boðið er upp  á kaffi og meðlæti fyrir fullorðna fólkið sem fylgir þeim. Samstarf Memmm Play við Velferðar- svið Reykjavíkurborgar hefur verið einkar farsælt og hefur starfsemin fengið afnot af húsnæði á vegum borgarinnar á þrem stöðum þegar þetta er ritað, sal í Borgarbókasafninu í Gerðubergi og í Samfélagshúsunum í Bólstaðarhlíð og á Aflagranda. Sömu áherslur eru í starfinu á hverjum stað, sem þó búa yfir sérstöðu hver fyrir sig. Í Gerðubergi er fókus settur á hreyfiþroska og grófhreyfingar með uppsetningu þrautabrautar, listasmiðjan með allri sinni sköpunargleði á heima í Aflagranda og skynörvandi umhverfi þar sem ljós og skuggar leika saman er reglulega sett upp í leikherberginu í Bólstaðarhlíð. „Í fæðingarorlofinu verður maður oft mjög einangraður og á í litlum/engum samskiptum við annað fullorðið fólk. Eins og staðan á leikskólum og hjá dagforeldrum er núna þá þarf maður að vera mun lengur heima með barninu og þar að leiðandi meiri einangrun. Með opna leikskólanum fær maður tækifæri á að hitta aðrar full- orðnar manneskjur sem maður getur átt samræður við. Mér finnst starf opna leikskólans alveg ofboðslega mikilvægt og vona ég að fleiri bæjarfélög fari í samstarf.“ Um mikilvægi opna leikskólans - svar notanda úr þjónustukönnun, maí 2023 Allar staðsetningarnar eiga það þó sameiginlegt að söngstund er í hávegum höfð og sungið er saman fyrir miðju opnunartíma í hvert sinn. Þær gera mikla lukku og sameinast þar söngur og hreyfing, málörvun og gleði með því að syngja lög með hreyfingum og táknmáli. Ungir og eldri njóta söngstundana og eru þær þétt setnar. Sérstaklega gaman er að fylgjast með börnunum læra hreyfingarnar og syngja með lögum eins og Kalli litli könguló eða Höfuð herðar hné og tær með góðum stuðningi hins fullorðna. Fræðsla í opna leikskólanum Reglulega eru í boði fræðsluerindi í opna leikskólanum, fjölskyldum að kostnaðarlausu. Memmm Play leggur áherslu á mikilvægi þess að bjóða upp á almenna fræðslu í málefnum barna og fjölskyldna þar sem börnin eru velkomin með foreldrum/forsjáraðilum. Þannig er aðgengi foreldra/forsjáraðila yngstu barnanna tryggt og geta öll sótt dýrmæta fræðslu á borð við skyndihjálp ungra barna, málörvun og málþróun fyrstu árin, ferli hreyfiþroska og um leyndardóma leiksins.  Starfsfólk Memmm Play er ávallt til staðar á opnunartíma og passar upp á að vel sé tekið á móti öllum, að styðja og fræða þá sem eftir því sækjast, að halda utan um skráningu á mætingu og leiða söngstund. Mikilvægt er að fagfólk leiði starfsemi opna leikskólans og að fagmennska og reynsla á sviði uppeldis, virkni og umönnunar sé nýtt til stuðnings þeim fjölskyldum sem hann sækja. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.