Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 8

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 8
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 8 gera sögu og þróun fagsins síðustu áratugina skil varð að ráði að gera samantekt á fræðilegum heimildum, þar sem íslenskir iðjuþjálfar eru meðal höfunda. Enga höfðum við fyrirmyndina enda hafa fáar þjóðir sennilega tækifæri til að rýna með skipulegum hætti í fræðilegt framlag félaga í stéttinni og skrásetja það. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á fræðilegt framlag iðjuþjálfa á Íslandi frá aldamótum. Megináherslan er á fræði- greinar sem birst hafa í iðjuþjálfunartímaritum en sjónarhornið beinist einnig að öðrum fræðasviðum til frekari glöggvunar á því hvað hefur verið ritað og hvar það hefur birst. Umfjöllunin hér á eftir er þannig upp byggð að í aðferðafræði- kafla er greint frá vinnulagi við að finna, afmarka og flokka heimildir. Í niðurstöðum er fyrst fjallað um ritrýndar birtingar í iðjuþjálfunartímaritum og síðan fylgir grófari samantekt á ritrýndum birtingum íslenskra iðjuþjálfa á öðrum vettvangi. Loks er í umræðukafla lagt út af helstu niðurstöðum. Heimilda- skráin í lok greinar á við umfjöllun fyrri hlutans en ritaskráin sem fylgir þar á eftir gefur yfirlit um birtingar á öðrum vettvangi. Aðferð Í upphafi rýndum við í samantekt á ritrýndu og ritstýrðu efni úr innlendum og erlendum fræðiritum sem finna má á vefsíðu Iðjuþjálfafélagsins. Í ljós kom meira efni en okkur hafði órað fyrir, sumt var þó tvítalið en jafnframt vantaði ýmislegt á listann. Í kjölfarið leituðum við á Google Scholar, Researchgate.net og vefsíðum kollega sem við töldum hafa birt efni af fræðilegum toga. Loks var haft samband við stöku iðjuþjálfa, þeir spurðir um birtingar sínar og falast eftir ferilskrám frá þeim. Þá tóku við umræður um áherslur og afmörkun sem og mikilvægi þess að gæta jafnræðis og samræmis. Að íhuguðu máli ákváðum við að leggja megináherslu á ritrýnt efni í iðjuþjálfunartímaritum frá aldamótum. Fræðilegum greinum í Iðjuþjálfanum sem ekki höfðu verið ritrýndar og ritstjórnar- greinum var því sleppt. Einnig ákváðum við að sleppa bókarköflum þar sem ekki var alltaf ljóst hvort eða að hvaða marki ritrýni hafði farið fram. Þar með var bókin Iðja, heilsa og velferð: Iðjuþjálfun í íslensku samfélagi (Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson, 2011) úr sögunni en alls áttu 14 iðjuþjálfar kafla í bókinni. Þegar yfirlit greinanna lá fyrir lásum við yfir ágripin og flokkuðum til að draga fram megináherslur. Stundum var óljóst hvernig skyldi staðið að flokkun og sumar greinar þurfti að okkar mati að flokka á fleiri en einn veg. Í stað þess að flokka út frá öllum hugsanlegum möguleikum lögðum við áherslu á megintilgang og viðfangsefni greinanna eins og þessu er lýst í heiti þeirra og ágripi. Einnig renndum við skipulega yfir texta flestra greinanna til að tryggja að samræmis væri gætt. Eftirfarandi flokkar urðu ofan á: Aðferðafræði og rannsóknir á matstækjum (ARM), Færni (FÆR), Hugmyndafræði (HUG), Viðhorf og/eða líðan (VL), Þátttaka og/eða umhverfi (ÞU), Þjónusta (ÞJÓN) (sjá einnig í síðasta dálki í töflu 1). Sama vinnulag var viðhaft til að fá yfirlit yfir efni sem birtist í öðrum tímaritum. Þannig voru bókarkaflar útilokaðir og birtingar í ráðstefnuritum ekki taldar með ef þær höfðu ekki DOI-númer og voru ekki aðgengilegar á netinu. Þar eð markmiðið var að endurspegla hlut iðjuþjálfa í rannsókn og skrifum var ljóst að setja þurfti viðmið til að stuðla að ákveðnu samræmi. Í lífvísindum og sumum greinum heilbrigðisvísinda eru höfundar oft mjög margir og allir sem koma á einhvern hátt að gagnaöflun og greiningu eru tilgreindir. Þessu er öfugt farið í félags- og menntavísindum þar sem höfundar eru sjaldan fleiri en fjórir og þeirra sem hafa minniháttar aðkomu að rannsóknarferlinu og greinarskrifum er þess í stað getið í þakkarorðum. Frumathugun okkar leiddi í ljós að sú virtist einnig raunin innan iðjuþjálfunar og í töflu 1 sést að einungis í fjórum fræðigreinum í iðjuþjálfunartímaritum voru höfundar fleiri en fjórir. Því var ákveðið að þar sem höfundar voru sjö eða færri skipti höfundaröð iðjuþjálfa ekki máli. Þar sem höfundar voru fleiri en sjö þurfti iðjuþjálfi hins vegar að vera meðal fyrstu þriggja höfunda eða sá síðasti til að greinin teldist með. Upphaflega flokkuðum við tímaritin í þrennt: heilbrigðisvísindi, menntavísindi og félagsvísindi, en þegar á leið bættust við fleiri flokkar til að veita fyllri upplýsingar og innsýn. Fjöldans vegna ákváðum við að birta ekki yfirlit yfir greinarnar heldur flokkuðum við þær eingöngu út frá tímaritunum þar sem þær birtust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.