Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 47

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 47
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 47 Starfið mitt: Eva Snæbjarnardóttir, iðjuþjálfi. Ég útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri vorið 2019. Hóf þá störf á Hrafnistu Laugarási í nýrri sérhæfðri dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun og tók þátt í mótunarstarfi hennar. Árið 2021 flutti ég aftur til Akureyrar á heimaslóðir og hóf störf hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Starf mitt hjá HSN Akureyri er tvíþætt. Annars vegar að fara í heilsueflandi heimsóknir til einstaklinga 80 ára og eldri, hins vegar ráðgjöf iðjuþjálfa við heilsugæslustöðina. Í því síðar- nefnda felst að mestu leyti að fara í heimilisathuganir m.t.t. hjálpartækjanotkunar, meta hvort þörf sé á þjónustu auk þess að sinna byltuvörnum. Heilsueflandi heimsóknir Heilsueflandi heimsóknir hjá HSN eru að danskri fyrirmynd. Upphaf heimsóknanna var á vegum Akureyrarbæjar og hófst árið 2000. Þá var öllum 75 ára og eldri, sem ekki voru með heimahjúkrun, boðin ein til tvær heimsóknir á ári. Árið 2015 flyst verkefnið yfir til HSN með breyttu fyrirkomulagi þar sem öllum 80 ára og eldri, sem ekki eru með vikulega þjónustu, er boðin ein heimsókn á ári. Starfssvæði heimaþjónustu HSN á Akureyri er Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsströnd, Grýtubakkahreppur, Grímsey og hluti af Þingeyjarsveit. Við komum því víða við sem er ákaflega skemmtilegt og fjölbreytt. Markhópurinn í ár er 623 einstaklingar og undanfarin ár hafa um 65–70% einstaklinga þegið heimsókn. Tilgangur heimsóknanna: • Að hvetja og styrkja einstaklinga til að viðhalda heil brigði, færni og sjálfstæði sem lengst.  • Að stuðla að öryggiskennd og vellíðan á eigin heimili eins lengi og mögulegt er.  • Að veita upplýsingar um félagsstarf og þjónustu sem í boði er.  • Að veita ráðgjöf og meta í samráði við íbúa hvernig gengur að takast á við daglegt líf miðað við aðstæður hvers og eins.  Núna eru tveir starfsmenn sem sinna heilsueflandi heim- sóknum á Akureyri; iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari. Fyrirkomulag heimsóknanna er þannig að allir einstaklingar á lista fá sent bréf árlega með boði um heimsókn sér að kostnaðarlausu. Stuttu síðar hringjum við og bjóðum heimsókn. Heimsóknin er val og fólki er frjálst að afþakka boðið. Við notum viðtals- ramma til að fá sem breiðasta mynd af þátttöku og aðstæðum viðkomandi í daglegu lífi. Til að mynda er leitað upplýsinga um ævisögu, eigin umsjá, störf, tómstundaiðju, heilsu og líðan auk umhverfisþátta. Samtalið einkennist einnig af óformlegu spjalli. Við skiljum eftir hina ýmsu fræðslubæklinga eftir aðstæðum. Í hverri heimsókn fær fólk upplýsingabækling um ýmsa þjónustu sem er í boði fyrir eldri einstaklinga á þjónustu- svæðinu. Í fyrstu heimsókn afhendum við alltaf bækling Slysavarnafélags Landsbjargar „Örugg efri ár“. Á hverju ári er einnig ákveðið þema. Sem dæmi hefur verið þema um hreyfingu á efri árum, um mikilvægi næringar og að vekja athygli á vinaverkefni Rauða krossins. Þetta árið er byltu- varnarþema. Að auki stendur fólki til boða að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Þó svo að heilsueflandi heim- sóknir séu fyrsta stigs forvarnir þá leyfa þær einnig inngrip sem er þá annars stigs og jafnvel þriðja stigs í einhverjum tilvikum. Það sem mér finnst skemmtilegt við þetta starf er hvað ég hitti marga ólíka einstaklinga með mismunandi lífssögu, reynslu og gildi. Markhópurinn hefur stækkað hægt og bítandi með hverju árinu í takt við fjölgun eldri einstaklinga í samfélaginu. Í ljósi þess að eldri einstaklingum fer fjölgandi tel ég mikilvægt að forvarnarstarf, ekki síst hjá eldri einstaklingum, skapi sér meiri og sterkari sess en raunin er nú á Íslandi. Iðjuþjálfi hjá HSN Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.