Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 22
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 22
Guðrún Árnadóttir, PhD, Umsjón með þróunar- og
rannsóknarvinnu iðjuþjálfa á Landspítala.
Klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands.
Helgi Sigtryggsson, meistaranemi í tölvunarfræði
við Carnegie Mellon háskóla, Pittsburgh.
Garðar Ingvarsson, meistaranemi í tölvunarfræði
við University College, London.
Kynning á nýjum hugbúnaði
fyrir iðjuþjálfa
Iðjumatstækið „ADL-focused Occupation-based Neuro-
behavioral Evaluation“ (A-ONE) mun vera fyrsta matstækið
hannað til að meta samtímis framkvæmd iðju og einkenni
sem draga úr framkvæmdafærni (Gillen, 2013; Wesson og
Giles, 2019). Það samanstendur af tveimur raðkvörðum; 20
atriða ADL-kvarða og kvarða til að meta áhrif taugaeinkenna
á framkvæmdafærni (Árnadóttir, 2021). Þúsundir iðjuþjálfa
frá yfir 30 löndum hafa sótt A-ONE þjálfunarnámskeiðin,
þar af 186 íslenskir iðjuþjálfar.
Á undanförnum árum hefur þróun A-ONE fyrst og fremst byggst
á rannsóknum með Rasch-greiningu og hugbúnaðargerð.
Sem kunnugt er (Guðrún Árnadóttir, 2016) veita raðkvarðar
sem byggðir eru á hefðbundnum próffræðiaðferðum einungis
lýsandi upplýsingar. Klínískar árangursmælingar og ýmsar
heilbrigðisrannsóknir krefjast hins vegar raunverulegra mæli-
gilda þannig að hægt sé að nýta þýðisbundin tölfræðipróf til
útreikninga í stað þess að nota hefðbundin raðkvarðagildi.
Með Rasch-greiningu á innra réttmæti kvarða er hægt að
kanna hvort kvarðinn búi yfir nauðsynlegum eiginleikum til að
umbreyta megi raðkvarðaupplýsingunum í mæligildi. Ýmsar
rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á undanförnum árum
hafa sýnt fram á að umbreyta megi raðkvarðagildum A-ONE
kvarðanna í mæligildi (Árnadóttir og Fisher, 2008; Árnadóttir
o.fl., 2009; Árnadóttir o.fl., 2010; Árnadóttir o.fl., 2012; Higashi
o.fl., 2019; Higashi o.fl., 2023).
Fram að þessu hefur verið hægt að umbreyta raðkvarðagildum
A-ONE í mæligildi með notkun uppsláttartaflna (Árnadóttir
og Harris, 2013), en klínískir iðjuþjálfar eru tregir til að nota
slíkar töflur. Því var talið nauðsynlegt að þróa handhægari
og áreiðanlegri aðferð í formi hugbúnaðar til að umbreyta
raðkvarðastigunum.
Síðastliðin fjögur ár hafa verið framkvæmdar fjölmargar
rannsóknir með Rasch-greiningu á mismunandi útgáfum
kvarða A-ONE, en þær voru meðal annars styrktar af
Vísindasjóði Landspítala (nr. A-2021-015 og A-2022-012).
Rannsóknarniðurstöðurnar voru síðan nýttar til að útbúa
reiknilíkön fyrir hugbúnaðinn. Hugbúnaðargerðin hefur
verið styrkt af RANNÍS (Nýsköpunarsjóður námsmanna nr.
206546-0091, 219099-1101 og 2311458-1101). Hug búnaður inn
sem hefur verið úrskurðaður sem notendavænn leyfir
skráningu upplýsinga A-ONE matstækisins, umbreytingu
raðkvarðastiga þess í mæligildi og skýrslugerð. Reiknirit
hugbúnaðar ADL-kvarðans útfærir samruna raðkvarðastiga úr
fimm í fjögur, útreikninga fyrir brottfall mæligilda og reikninga
til að kanna marktækni mæligildamismunar við árangursmat.
Reiknirit hugbúnaðar taugaatferliskvarðans umbreytir einnig
skráðum raðkvarðagildum í mælieiningar og færir um leið
nauðsynlegar tölfræðiaðferðir sem sporna við úrtaksbjögun
vegna brottfalls mæligilda. Í núverandi útgáfu hugbúnaðar ins
er hægt að velja um þrjár mismunandi útgáfur taugaatferlis-
kvarða út frá sjúkdómsgreiningum (heilablóðfall, heilabilun,
allar sjúkdómsgreiningar), en atriðin raðast á þessa kvarða
á mismunandi hátt út frá erfiðleikastigum. Reiknirit þessara
kvarða tekur því bæði mið af miserfiðum atriðum eftir því
hvaða útgáfa eða undirkvarði hefur verið valinn og mismun-