Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 22

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 22
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 22 Guðrún Árnadóttir, PhD, Umsjón með þróunar- og rannsóknarvinnu iðjuþjálfa á Landspítala. Klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Helgi Sigtryggsson, meistaranemi í tölvunarfræði við Carnegie Mellon háskóla, Pittsburgh. Garðar Ingvarsson, meistaranemi í tölvunarfræði við University College, London. Kynning á nýjum hugbúnaði fyrir iðjuþjálfa Iðjumatstækið „ADL-focused Occupation-based Neuro- behavioral Evaluation“ (A-ONE) mun vera fyrsta matstækið hannað til að meta samtímis framkvæmd iðju og einkenni sem draga úr framkvæmdafærni (Gillen, 2013; Wesson og Giles, 2019). Það samanstendur af tveimur raðkvörðum; 20 atriða ADL-kvarða og kvarða til að meta áhrif taugaeinkenna á framkvæmdafærni (Árnadóttir, 2021). Þúsundir iðjuþjálfa frá yfir 30 löndum hafa sótt A-ONE þjálfunarnámskeiðin, þar af 186 íslenskir iðjuþjálfar. Á undanförnum árum hefur þróun A-ONE fyrst og fremst byggst á rannsóknum með Rasch-greiningu og hugbúnaðargerð. Sem kunnugt er (Guðrún Árnadóttir, 2016) veita raðkvarðar sem byggðir eru á hefðbundnum próffræðiaðferðum einungis lýsandi upplýsingar. Klínískar árangursmælingar og ýmsar heilbrigðisrannsóknir krefjast hins vegar raunverulegra mæli- gilda þannig að hægt sé að nýta þýðisbundin tölfræðipróf til útreikninga í stað þess að nota hefðbundin raðkvarðagildi. Með Rasch-greiningu á innra réttmæti kvarða er hægt að kanna hvort kvarðinn búi yfir nauðsynlegum eiginleikum til að umbreyta megi raðkvarðaupplýsingunum í mæligildi. Ýmsar rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á undanförnum árum hafa sýnt fram á að umbreyta megi raðkvarðagildum A-ONE kvarðanna í mæligildi (Árnadóttir og Fisher, 2008; Árnadóttir o.fl., 2009; Árnadóttir o.fl., 2010; Árnadóttir o.fl., 2012; Higashi o.fl., 2019; Higashi o.fl., 2023). Fram að þessu hefur verið hægt að umbreyta raðkvarðagildum A-ONE í mæligildi með notkun uppsláttartaflna (Árnadóttir og Harris, 2013), en klínískir iðjuþjálfar eru tregir til að nota slíkar töflur. Því var talið nauðsynlegt að þróa handhægari og áreiðanlegri aðferð í formi hugbúnaðar til að umbreyta raðkvarðastigunum. Síðastliðin fjögur ár hafa verið framkvæmdar fjölmargar rannsóknir með Rasch-greiningu á mismunandi útgáfum kvarða A-ONE, en þær voru meðal annars styrktar af Vísindasjóði Landspítala (nr. A-2021-015 og A-2022-012). Rannsóknarniðurstöðurnar voru síðan nýttar til að útbúa reiknilíkön fyrir hugbúnaðinn. Hugbúnaðargerðin hefur verið styrkt af RANNÍS (Nýsköpunarsjóður námsmanna nr. 206546-0091, 219099-1101 og 2311458-1101). Hug búnaður inn sem hefur verið úrskurðaður sem notendavænn leyfir skráningu upplýsinga A-ONE matstækisins, umbreytingu raðkvarðastiga þess í mæligildi og skýrslugerð. Reiknirit hugbúnaðar ADL-kvarðans útfærir samruna raðkvarðastiga úr fimm í fjögur, útreikninga fyrir brottfall mæligilda og reikninga til að kanna marktækni mæligildamismunar við árangursmat. Reiknirit hugbúnaðar taugaatferliskvarðans umbreytir einnig skráðum raðkvarðagildum í mælieiningar og færir um leið nauðsynlegar tölfræðiaðferðir sem sporna við úrtaksbjögun vegna brottfalls mæligilda. Í núverandi útgáfu hugbúnaðar ins er hægt að velja um þrjár mismunandi útgáfur taugaatferlis- kvarða út frá sjúkdómsgreiningum (heilablóðfall, heilabilun, allar sjúkdómsgreiningar), en atriðin raðast á þessa kvarða á mismunandi hátt út frá erfiðleikastigum. Reiknirit þessara kvarða tekur því bæði mið af miserfiðum atriðum eftir því hvaða útgáfa eða undirkvarði hefur verið valinn og mismun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.