Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 29

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 29
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 29 Lid, og bókin hennar um algilda hönnun er skyldulesning hjá okkur. Svo fara nemarnir út og gera aðgengismælingar í sínu nærumhverfi og þetta er oft mikil upplifun fyrir þá þegar þeir sjá hvað aðgengi (í víðum skilningi) er víða lélegt!“ Sterkar fagstéttir og aukið samstarf Aðspurð um framtíðarsýnina í faginu sér Björg fyrir sér færni- og hermisetur sem víðast og er hún búin að fara á eitt námskeið af þremur um að vera leiðbeinandi (n. fasilitator). „Hér í Noregi eins og á Íslandi er mikið talað um aukna samvinnu í heilbrigð- isþjónustu og tilfærslu verkefna innan þjónustunnar. Hvað á ég að gera og hvað átt þú að gera? Skerpa á getu fagstéttanna og auka möguleika á meira samstarfi með fleiri stéttum eins og til dæmis sjúkraliðum. Ég fékk smá innanhússstyrk þrjú ár í röð og hef verið að skoða þetta með kennurum í sjúkraþjálfun, hjúkrun og þroskaþjálfun (n. vernepleie) hér við OsloMet. Við kölluð okkur Tverr-piloten og höfum einbeitt okkur að því að skoða þau verkefni sem við sem faghópar leysum oft í samein- ingu á vettvangi, eins og að koma fólki fram úr á morgnana, hvort sem það er á sjúkrahúsi eða heimahúsi,“ segir Björg. „Færni- og hermisetur er svo góður vettvangur til að endur- mennta starfsfólk, það er hægt að æfa þá sem eru sjúkraliðar núna ef þeir eiga að fara að taka við fleiri verkefnum en áður. Það er mikið í umræðunni hérna í Noregi að sjúkraliðar fái fleiri verkefni, axli meiri ábyrgð ef svo má segja. Það er mikið álag á heimaþjónustunni hér í Noregi og það er verið að skoða hvort eitthvað sem hjúkrunarfræðingarnir eru að gera í heimahjúkrun, gætu sjúkraliðar hugsanlega tekið yfir? Það eru til gögn hér sem segja að um 60% af því sem hjúkrunarfræðingar gera í heimaþjónustunni sé ekki í raun hjúkrun heldur umönnun. Hún er auðvitað nauðsynleg en þarf ekki endilega hjúkrunarfræðing til. Með hermisetri er hægt að kenna fleirum hraðar og líka að styðja undir samstarf,“ lýsir hún. Í mörg horn að líta í kennslu og rannsóknum Ýmsar áskoranir eru í starfi Bjargar, til dæmis fjöldi nema. „Það eru um 90 sem hefja námið en rétt rúmlega 60 sem fara yfir á annað ár, bakgrunnur þeirra er alltaf að verða fjölbreyttari, t.d. hvað þau lærðu í menntaskóla, hver er grunnurinn þeirra, hvernig lærðu þau að nota heimildir, tungumál og sérþarfir, íþróttamenn í afreksstarfi sem geta ekki verið í fullu námi, búseta, börn. Það er í mörg horn að líta,“ segir Björg. Aðspurð um hvað sé erfiðast í kennslunni nefnir hún að fá nemendur til að þora. „Þora að spyrja og þora að gagnrýna (rýna til gagns), sérstaklega í stórum hópi. Hér er þeim alltaf skipt í fasta vinnuhópa með 3–5 í hverjum og vinnuframlagið er misjafnt eftir einstaklingum, sem er oft erfitt í hópastarfi,“ útskýrir hún. Hvað varðar rannsóknarhlutann segir Björg vera áskorun að sækja um styrki og lítil reynsla af því í OsloMet, sem varð fyrst rannsóknarháskóli 2018. „Nú er mikil áhersla lögð á að sækja um styrki með sveitarfélögum en á sama tíma eru þau að drukkna í verkefnum sem tengjast þjónustu við skjólstæðinga. Þetta er um leið áhugaverðasti hlutinn við að stunda rannsóknir því auðvitað eiga þær að leiða til bæði aukinnar þekkingar og betri þjónustu. Engir vita betur en skjólstæðingar hvað þarf að bæta og aðgengi að þeim fæst í gegnum heilbrigðiskerfið. Hér þarf því að vanda til verka. Einmitt núna er ég ásamt öðrum að skrifa umsókn um styrk til að rýna í innleiðingu á velferðartækni. Ég er fulltrúi HA í stjórn Heilbrigðis- og velferðartækniklasa Norðurlands, Veltek sem er þátttakandi í norrænu samstarfi.“ Ritnefnd bendir í því sambandi á grein í Iðjuþjálfanum 2022, „Sjálfbær þjónusta, sjálfstæðir notendur“. Heimsókn á Velferðartæknimiðstöð í Álaborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.