Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 32

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 32
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 32 ValMO Mikilvægur fræðilegur útgangspunktur fyrir ReDO®-íhlutun er ValMO-líkanið (Erlandsson & Persson, 2014; 2020). Hvernig útskýrir maður að iðja geti haft mismunandi gildi fyrir okkur? ValMO er einhvers konar verkfæri til að koma með dæmi, hugsa hjá sjálfum sér: Hvaða gildi hefur iðja fyrir mig? Svo eru tveir spurningalistar sem fylgja ReDo-pakkanum, Oval 9 og Oval 18 sem taka á þessu. Kjarni íhlutunarinnar er iðju- og framkvæmdagreining. Mikið álag í daglegu lífi getur haft afleiðingar sem leiða til ójafnvægis og jafnvel komið í veg fyrir þátttöku í mikilvægri iðju. Á sama hátt getur heilsu hrakað í daglegu lífi þegar það inniheldur (of) fáar eða svipaðar athafnir. Íhlutunin metur og endurspeglar iðju frá nokkrum sjónarhornum, byggð á ValMO-líkaninu (Persson, o.fl. 2001; Erlandsson & Persson, 2014, 2020). • Iðja samanstendur af þremur þáttum; maðurinn, iðjan og umhverfið. • Þrjár gildisvíddir iðju; áþreifanlegt gildi, félagslegt/ táknrænt gildi og sjálfsverðlaunandi gildi eigin umbunar. • Þrjú tímasjónarmið; lífssjónarhornið, hversdags sjónarhornið og tímalína einstakra athafna. Einstaklingar eru stöðugt að endurmeta og betrumbæta fram- kvæmd eigin iðju til að ná betri árangri næst. Þessi rökleiðsla er mjög mikilvæg til að lýsa mikilvægi samspils geranda, þess sem gert er og endurgjafar frá umhverfinu. Þessi rökleiðsla er grundvöllur fyrir lýsingu ValMO-líkansins á að upplifun hvers og eins á eigin iðju gefur henni gildi. Um ReDo og íslenska útgáfu Síðastliðin tvö ár hefur staðið yfir vinna við að þýða og staðfæra ReDo-íhlutunina, sem er skrásett vörumerki með þar til gerðri handbók. Glöggir lesendur muna eflaust eftir grein í Iðjuþjálf­ anum 2019, þar sem dr. Lena-Karin Erlandsson, prófessor í iðjuþjálfun sagði frá íhlutuninni. Efni þeirrar greinar var ekki síst sú staðreynd að á námskeiði sem haldið var i Montreal í Kanada voru mættir 5 íslenskir iðjuþjálfar! Eftir að iðjuþjálfarnir voru komnir heim var farið að skoða hvort hægt væri að nýta ReDo á Íslandi. Reynt var að þýða ensku handbókina yfir á íslensku en það kom ekki vel út. Erlandsson hafði þá samband við undirritaða, sem hún þekki frá iðjuþjálfanáminu í Lundi í Svíþjóð og óskaði eftir samstarfi við að þýða splunkunýja útgáfu af sænsku handbókinni. Síðan þá hefur ýmislegt gerst og kemst þótt hægt fari. Undir- rituð hefur í nánu samstarfi við iðjuþjálfa og rannsóknarstjóra á Reykjalundi þýtt og staðfært handbókina og nú stendur yfir rannsókn á notagildi (e. feasibility study) ReDo á Reykjalundi. Iðjuþjálfarnir á Reykjalundi hafa staðið sig frábærlega við yfirlestur og komið með margar mikilvægar ábendingar um Á WFOT í Paris í skyndifatakaupunum þegar ferðataskan barst ekki til Parísa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.