Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 33
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 33 orðalag, staðhætti og íslenskar venjur. Þegar þetta er skrifað er þriðji og lokahluti fyrstu íhlutunarinnar á Reykjalundi að klárast og önnur íhlutun hefst fljótlega. Stefnt er á að ljúka tveimur íhlutunum í ár. Gagnasöfnun í þessari rannsókn fer meðal annars fram með spurningalistum úr ReDo-pakkanum. Notkun spurningalist- anna er frumprófun á þeim og mikilvæg fyrsta vísbending um gildi þeirra. Fleiri spurningalistar og matstæki hafa einnig verið lögð fyrir við sama tækifæri til samanburðar og þar hefur Reykjalundur valið það sem á best við og/eða það sem er nú þegar í notkun þar. Eftir áramót stendur svo til að taka viðtöl við iðjuþjálfana sem stóðu að námskeiðunum um innleiðinguna. Stefnt er á að dr. Pia Hultquist frá Háskólanum í Lundi og undirrituð, sem fulltrúi Háskólans á Akureyri taki viðtölin. Símenntun Háskólans á Akureyri er að ganga frá samningi við sænska iðjuþjálfafélagið (s. Sveriges Arbetsterapeuter) um réttindi til að halda námskeið fyrir íslenska iðjuþjálfa sem vilja ná sér í ReDo-réttindi. Líklega verður kennt á ensku (Erlandsson/Bohs/Hultquist) og íslensku. Stefnt er að því að halda námskeið á Akureyri síðsumars 2024. Áhugasömum lesendum Iðjuþjálfans er velkomið að hafa samband við undir- ritaða á netfanginu bjorg@unak.is. Til gamans má benda á vísindagrein um svipaða rannsókn á innleiðingu ReDo í írsku samhengi fyrir konur í geðheilbrigðis- þjónustu heilsugæslunnar þar. Sú grein byggir á viðtölum við bæði iðjuþjálfa og skjólstæðinga og er skemmtileg yfirlestrar, með tilvitnunum frá þátttakendunum (Fox o.fl., 2021). Að lokum vil ég þakka fræðslunefnd Iðjuþjálfafélagsins fyrir úthlutun sem kom sér vel við þýðingu og prófarkalestur. Ein frá WFOT  í Paris. Heimild: Fox, J., Erlandsson, L.-K. og Shiel, A. (2021). A feasibility study of the Redesigning daily occupations (ReDoTM-10) programme in an Irish context. Scandinavian Journal of Occupational Therapy, 29(5), 415–429. https://doi.org/10.1080/11038128.2021.1882561
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.