Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 33

Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 33
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 33 orðalag, staðhætti og íslenskar venjur. Þegar þetta er skrifað er þriðji og lokahluti fyrstu íhlutunarinnar á Reykjalundi að klárast og önnur íhlutun hefst fljótlega. Stefnt er á að ljúka tveimur íhlutunum í ár. Gagnasöfnun í þessari rannsókn fer meðal annars fram með spurningalistum úr ReDo-pakkanum. Notkun spurningalist- anna er frumprófun á þeim og mikilvæg fyrsta vísbending um gildi þeirra. Fleiri spurningalistar og matstæki hafa einnig verið lögð fyrir við sama tækifæri til samanburðar og þar hefur Reykjalundur valið það sem á best við og/eða það sem er nú þegar í notkun þar. Eftir áramót stendur svo til að taka viðtöl við iðjuþjálfana sem stóðu að námskeiðunum um innleiðinguna. Stefnt er á að dr. Pia Hultquist frá Háskólanum í Lundi og undirrituð, sem fulltrúi Háskólans á Akureyri taki viðtölin. Símenntun Háskólans á Akureyri er að ganga frá samningi við sænska iðjuþjálfafélagið (s. Sveriges Arbetsterapeuter) um réttindi til að halda námskeið fyrir íslenska iðjuþjálfa sem vilja ná sér í ReDo-réttindi. Líklega verður kennt á ensku (Erlandsson/Bohs/Hultquist) og íslensku. Stefnt er að því að halda námskeið á Akureyri síðsumars 2024. Áhugasömum lesendum Iðjuþjálfans er velkomið að hafa samband við undir- ritaða á netfanginu bjorg@unak.is. Til gamans má benda á vísindagrein um svipaða rannsókn á innleiðingu ReDo í írsku samhengi fyrir konur í geðheilbrigðis- þjónustu heilsugæslunnar þar. Sú grein byggir á viðtölum við bæði iðjuþjálfa og skjólstæðinga og er skemmtileg yfirlestrar, með tilvitnunum frá þátttakendunum (Fox o.fl., 2021). Að lokum vil ég þakka fræðslunefnd Iðjuþjálfafélagsins fyrir úthlutun sem kom sér vel við þýðingu og prófarkalestur. Ein frá WFOT  í Paris. Heimild: Fox, J., Erlandsson, L.-K. og Shiel, A. (2021). A feasibility study of the Redesigning daily occupations (ReDoTM-10) programme in an Irish context. Scandinavian Journal of Occupational Therapy, 29(5), 415–429. https://doi.org/10.1080/11038128.2021.1882561

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.