Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 4

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 4
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 4 Þóra Leósdótttir formaður. Kæru félagar Veturinn er kominn og síðustu laufin hanga á bláþræði á trjánum. Haustið hefur verið hlaðið verkefnum á vettvangi IÞÍ og ekki sér fyrir endann á þeim, þannig á það líka að vera í öflugu félagi. Óhætt er að segja að skemmtilegasta verk- efnið þetta haustið hafi verið undirbúningur og þátttaka í kvennaverkfallinu 24. október síðastliðinn. Iðjuþjálfafélag Íslands var eitt af aðstandendum viðburðarins á vettvangi BHM og erum við ákaflega stolt af því. Stemningin í miðbæ Reykjavíkur var rafmögnuð og tilfinningaþrungin og enn er titringur í lofti. Fyrir ári síðan beindi ég sjónum að Úkraínu og afleiðingum innrásar rússa sem hófst í febrúar 2022. Nú hafa brotist út átök í Palestínu og Ísrael og það setur okkur öll í nýja og flókna stöðu. Það er þyngra en tárum taki að heyra af þeim grimmdarverkum sem framin eru á óbreyttum borgurum á Gaza sem flest eru börn. Heimssam- band iðjuþjálfa (WFOT) leggur í yfirlýsingum sínum áherslu á „rétt fólks til iðju“ og fordæmir allar aðgerðir og aðstæður sem hindra einstaklinga og samfélög í að stunda þá iðju í hversdeginum sem er nauðsynleg fyrir heilsu og velferð. Það eru mannréttindi að hafa aðgang að iðju og tækifærum til þátttöku. Við hugsum til kollega okkar á stríðshrjáðum svæðum um heim allan. Kaup og kjör Það er kjaravetur framundan, svo sem ekkert nýtt í því. Þeir kjarasamningar sem voru undirritaðir síðastliðið vor eru skammtímasamningar til eins árs og eru því lausir vorið 2024. Þessum skammtímasamningum á opinberum vinnumarkaði fylgdi verkáætlun sem unnið er eftir. Þar kveður meðal annars á um eftirfylgni með Betri vinnutíma, endurskoðun á veikinda- kafla og að rýnt sé í vinnuumhverfi starfsfólks. Samhliða kjara- samningunum var undirritað áfangasamkomulag á vettvangi viðsemjenda og heildarsamtaka þar sem tekin eru skref í átt að leiðréttingu á launum svonefndra kvennastétta. Starfshópur vinnur að málinu hörðum höndum og von er á niðurstöðu á næstu vikum. Horft er til launasetningar starfanna eins og þau eru flokkuð og metin í stofnanasamningum (ríki) og starfsmati (sveitarfélög). Samninganefnd IÞÍ er í startholunum við að undirbúa komandi kjaraviðræður og formaður er í góðu samstarfi við önnur aðildarfélög BHM innan heilbrigðisgreina. Það er skýlaus krafa IÞÍ nú sem áður að laun iðjuþjálfa á opin- berum vinnumarkaði séu í samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð. Vanmat á virði starfa háskólamenntaðra kvenna er með öllu óásættanlegt - við nennum þessu ekki lengur. Alþjóðavettvangur Norrænn fundur formanna og varaformanna iðjuþjálfa félaga var haldinn í Helsinki í lok ágúst. Fyrri daginn hlýddum við meðal annars á fyrirlestur um umbætur og stefnumótun í heilbrigðis- og félagsþjónustu í Finnlandi. Rauði þráðurinn þar er samþætt þjónusta einkum hvað varðar aldraða og börn og ungmenni. Nýtt skipulag byggir á þverfaglegum teymum í nærumhverfi fólks. Þessar áherslur ríma svo sannarlega við farsældarlögin íslensku sem og stefnuna í málefnum aldraðra. Í umræðum kom fram að það er nokkur samhljómur í áherslum allra landanna. Ársfundur SJOT var einnig haldinn þar sem farið var yfir ársskýrslur og reikninga. Björg Þórðardóttir verður áfram okkar fulltrúi í ritstjórn og í ritnefndinni eiga sæti þær Guðrún Árnadóttir og Snæfríður Þóra Egilson. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Næsti norræni fundur verður haldinn að ári hér á Íslandi. Í október fór fram 11. aðalfundur Iðjuþjálfanefndar Evrópuþjóða (COTEC) en hann var haldinn í Ljubljana í Slóveníu. Alls voru mætt til leiks 23 fulltrúar iðjuþjálfafélaga í Evrópu. Daginn áður var haldinn vinnufundur þar sem vinnuhópar stjórnar skiluðu af sér skýrslum og þátttakendum var skipt upp í hópa til að ræða stefnu og starfsáætlun COTEC á næsta starfsári. Pistill formanns:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.