Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 4

Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 4
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 4 Þóra Leósdótttir formaður. Kæru félagar Veturinn er kominn og síðustu laufin hanga á bláþræði á trjánum. Haustið hefur verið hlaðið verkefnum á vettvangi IÞÍ og ekki sér fyrir endann á þeim, þannig á það líka að vera í öflugu félagi. Óhætt er að segja að skemmtilegasta verk- efnið þetta haustið hafi verið undirbúningur og þátttaka í kvennaverkfallinu 24. október síðastliðinn. Iðjuþjálfafélag Íslands var eitt af aðstandendum viðburðarins á vettvangi BHM og erum við ákaflega stolt af því. Stemningin í miðbæ Reykjavíkur var rafmögnuð og tilfinningaþrungin og enn er titringur í lofti. Fyrir ári síðan beindi ég sjónum að Úkraínu og afleiðingum innrásar rússa sem hófst í febrúar 2022. Nú hafa brotist út átök í Palestínu og Ísrael og það setur okkur öll í nýja og flókna stöðu. Það er þyngra en tárum taki að heyra af þeim grimmdarverkum sem framin eru á óbreyttum borgurum á Gaza sem flest eru börn. Heimssam- band iðjuþjálfa (WFOT) leggur í yfirlýsingum sínum áherslu á „rétt fólks til iðju“ og fordæmir allar aðgerðir og aðstæður sem hindra einstaklinga og samfélög í að stunda þá iðju í hversdeginum sem er nauðsynleg fyrir heilsu og velferð. Það eru mannréttindi að hafa aðgang að iðju og tækifærum til þátttöku. Við hugsum til kollega okkar á stríðshrjáðum svæðum um heim allan. Kaup og kjör Það er kjaravetur framundan, svo sem ekkert nýtt í því. Þeir kjarasamningar sem voru undirritaðir síðastliðið vor eru skammtímasamningar til eins árs og eru því lausir vorið 2024. Þessum skammtímasamningum á opinberum vinnumarkaði fylgdi verkáætlun sem unnið er eftir. Þar kveður meðal annars á um eftirfylgni með Betri vinnutíma, endurskoðun á veikinda- kafla og að rýnt sé í vinnuumhverfi starfsfólks. Samhliða kjara- samningunum var undirritað áfangasamkomulag á vettvangi viðsemjenda og heildarsamtaka þar sem tekin eru skref í átt að leiðréttingu á launum svonefndra kvennastétta. Starfshópur vinnur að málinu hörðum höndum og von er á niðurstöðu á næstu vikum. Horft er til launasetningar starfanna eins og þau eru flokkuð og metin í stofnanasamningum (ríki) og starfsmati (sveitarfélög). Samninganefnd IÞÍ er í startholunum við að undirbúa komandi kjaraviðræður og formaður er í góðu samstarfi við önnur aðildarfélög BHM innan heilbrigðisgreina. Það er skýlaus krafa IÞÍ nú sem áður að laun iðjuþjálfa á opin- berum vinnumarkaði séu í samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð. Vanmat á virði starfa háskólamenntaðra kvenna er með öllu óásættanlegt - við nennum þessu ekki lengur. Alþjóðavettvangur Norrænn fundur formanna og varaformanna iðjuþjálfa félaga var haldinn í Helsinki í lok ágúst. Fyrri daginn hlýddum við meðal annars á fyrirlestur um umbætur og stefnumótun í heilbrigðis- og félagsþjónustu í Finnlandi. Rauði þráðurinn þar er samþætt þjónusta einkum hvað varðar aldraða og börn og ungmenni. Nýtt skipulag byggir á þverfaglegum teymum í nærumhverfi fólks. Þessar áherslur ríma svo sannarlega við farsældarlögin íslensku sem og stefnuna í málefnum aldraðra. Í umræðum kom fram að það er nokkur samhljómur í áherslum allra landanna. Ársfundur SJOT var einnig haldinn þar sem farið var yfir ársskýrslur og reikninga. Björg Þórðardóttir verður áfram okkar fulltrúi í ritstjórn og í ritnefndinni eiga sæti þær Guðrún Árnadóttir og Snæfríður Þóra Egilson. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Næsti norræni fundur verður haldinn að ári hér á Íslandi. Í október fór fram 11. aðalfundur Iðjuþjálfanefndar Evrópuþjóða (COTEC) en hann var haldinn í Ljubljana í Slóveníu. Alls voru mætt til leiks 23 fulltrúar iðjuþjálfafélaga í Evrópu. Daginn áður var haldinn vinnufundur þar sem vinnuhópar stjórnar skiluðu af sér skýrslum og þátttakendum var skipt upp í hópa til að ræða stefnu og starfsáætlun COTEC á næsta starfsári. Pistill formanns:

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.