Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 46
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 46
Við sjáum á neðri línunni að þegar skjólstæðingar leita til okkar eru þeir í mikilli vanlíðan. 83% prósent lýsa líðan sinni sem
mjög slæmri eða frekar slæmri. Þetta er staða þeirra þrátt fyrir að flestir komi úr öðrum úrræðum. Þetta er ekki til að lasta
þau úrræði en eins og áður kemur fram þá fellur fólk milli skips og bryggju í kerfinu og upplifir sig úrkula vonar því hefðbundin
geðheilbrigðisþjónusta hefur ekki reynst þeim nægjanleg vel til að ná betri líðan. Ef við lítum svo á efri línuna þá hefur andleg
líðan skjólstæðinga okkar batnað verulega eftir að hafa gerst skjólstæðingar Hugarafls. Þeir sem telja andlega líðan sína mjög
slæma eða frekar slæma eru 15%. Við erum stolt af þessum niðurstöðum og við teljum að svona árangur sé þess verður að fylgja
eftir og rannsaka enn frekar.
Upplifun notanda af gerð endurhæfingaráætlunar í Hugarafli
• „Það hefur verið ómetanlegt að geta stundað mína endurhæfingu á mínum eigin
forsendum. Það hefur gefið mér aukið sjálfstæði í mínum eigin bataferli. Ég upplifi mig
ekki lengur í farþegasætinu í mínum eigin bata og það hefur fært mér mikla von en ég
hafði upplifað mikið vonleysi í minni endurhæfingu áður.“ 28 kvk
• „Það er enginn sem segir að núna verði ég að útskifast úr Hugarafli af því að ég er búin
að vera svo lengi í prógramminu þar sem ég megi ekki vera lengur, sem er frábært og
það tekur miklu pressu af manni, bæði að þurfa ekki að vera hræddur um að vera hent
út án þess að vera tilbúin (n) til þess og einnig að vera stressaður að maður sé ekki að
gera nógu „vel“ og nógu „hratt“.“ 54 ára kvk
Lýsing notenda af andlegri líðan
• „Árið 2019 var ég algjörlega komin á þann stað að ég gat ekki meira af lífinu og var
ég því miður búin að reyna aðeins of oft að kveðja þennan heim allt of ung og hefði
ég ekki fundið Hugarafl og fengið alla þá aðstoð sem ég þurfti væri ég líklega ekki
hér lengur. Hugarafl tók mér svo sannarlega með opnum örmum og því mun ég vera
æviþakklát, þau kenndu mér að elska lífið mitt og tækla öll mín vandamál.“ 22 kvk
• „Þegar að ég kem fyrst inn í Hugarafl var ég búin að leita út um allt. Í margar vikur
og mánuði hafði vanlíðanin verið að versna og versna og rétt áður en ég kem inn í
þessi samtök var ég á botninum. Ég gat varla andað, ég gat ekki gert neitt. Ég skalf
enalaust, ég grét, mig svimaði, ég komst ekki fram úr rúminu, ég vissi ekki hver ég var
(....) ég á Hugarafli lífið að þakka. Ég fékk þarna von, skilning, vináttu og aðstoð til að
sjá hvað lífið virkilega hefur uppá að bjóða. Ég veit að ég er ekki komin á leiðarenda,
ég þarf ennþá mikið á Hugarafli að halda en ég veit líka að ég er á réttri leið þökk sé
að stórum hlut þessum frábæru samtökum.“ 30 kvk
Lifið heil!