Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 50

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 50
Núvitund, hugleiðsla og jákvæð styrking Á ýmsum námskeiðum var lögð áhersla á núvitundaræfingar, hugleiðslu, þakklætisæfingar, bjartsýni og leiðir til að draga úr neikvæðum tilfinningum. Námskeiðin höfðu jákvæð áhrif á andlega heilsu foreldra og voru vísbendingar um að samþætting núvitundar við aðrar leiðir eins og jákvæða styrkingu dragi enn meira úr streitu. Fræðsla og þjálfun Í kjölfar námskeiða þar sem foreldrar fengu þjálfun í samskiptum við börnin sín og kennslu í jákvæðum uppeldisaðferðum, eða fræðslu um einhverfu og breytileika í einkennum, dró bæði úr streitu og kvíða foreldra. Þekking og sjálfstraust foreldra jókst en að auki upplifðu þeir aukna valdeflingu. Notuð var aðferð Arksey og O´Malley (2005) við gerð kortlagningaryfirlits. Leitað var í gagnagrunnunum Scopus og CINAHL og tengdust leitarorðin börnum á einhverfurófi, foreldrum, andlegri heilsu og úrræðum. Samtals 20 ritrýndar rannsóknargreinar birtar á árunum 2013- 2022 voru notaðar í samantektina. Leiðir til að styðja við andlega heilsu foreldra einhverfra barna Bakgrunnur Niðurstöður Samantekt Aðferð Foreldrar einhverfra barna upplifa verri andlega heilsu samanborið við foreldra barna með aðrar fatlanir. Mikil einkenni einhverfu hjá börnum hafa tengst aukinni streitu og minni vellíðan foreldra. Þættir eins og bið eftir greiningu og þjónustu fyrir börnin hafa einnig áhrif á andlega heilsu þeirra. Þá geta foreldrar upplifað minni ánægju í hjónabandi og meiri félagslega einangrun. Ýmsar íhlutunarleiðir hafa verið þróaðar til að minnka álag á foreldra. Markmiðið með þessu kortlagningaryfirliti var að skoða hvaða gögn eru til um þær leiðir sem styðja við andlega heilsu foreldra barna á einhverfurófi. Niðurstöðurnar benda til þess að mismunandi leiðir eins og fræðslunámskeið og þjálfun foreldra, félagslegur stuðningur, núvitund og hundahald dragi úr foreldrastreitu og gætu reynst vel til að styðja við andlega heilsu foreldra einhverfra barna. Þá gæti aðgengi að fjarþjónustu verið mikilvægt. Margvíslegar áskoranir sem foreldrar glíma við í uppeldishlutverkinu hafa áhrif á andlega heilsu. Fyrir fagfólk sem vinnur með einhverfum börnum er mikilvægt að horfa heilt yfir fjölskylduna og styðja við foreldra með fjölbreyttum úrræðum sem henta þörfum hvers og eins. Þær leiðir sem kynntar voru í niðurstöðum gætu þannig nýst við skipulag á þjónustu sem veitt er fjölskyldum einhverfra barna. Heimild Arskey, H. og O’Malley, L. (2005). Scoping studies: towards a methodological framework. International Journal of Social Research Methodology, 8(1), 19-32. Félagslegur stuðningur Formlegur stuðningur eins og hvíldarumönnun hafði jákvæð áhrif á streitu foreldra og gæði hjónabands. Óformlegur stuðningur, t.d. frá maka og fjölskyldu, dró þó almennt meira úr streitu en formlegur stuðningur. Þátttakendur í hópnámskeiðum greindu frá jákvæðum áhrifum af jafningjastuðningi þar sem hægt var að tengjast foreldrum í sömu stöðu. Rafræn þjónusta Úrræði í formi fjarþjónustu þar sem ýmist voru send hvetjandi textaskilaboð eða boðið upp á fræðslu um einhverfu, rafræna eftirfylgd meðferðaraðila og kenndar aðferðir til að vinna með börnunum, reyndust gagnleg til að draga úr streitu foreldra. Aðgengi að slíkum úrræðum gæti nýst vel fyrir fjölskyldur í dreifbýli þar sem aðgengi að þjónustu er takmarkað. Gæludýrahald Hundahald hafði jákvæð áhrif á streitu foreldra einhverfra barna og höfðu áhrifin viðhaldist tveimur árum síðar. Hægt er að benda foreldrum sem hafa áhuga og getu til að vera með gæludýr á heimilinu á þann ávinning sem gæludýrahald gæti haft. Cassandra Björk Vilhelmsdóttir, ha180248@unak.is Dóra Björg Ingadóttir, dbi1@unak.is Hallgerður Guðlaugsdóttir, hag2@unak.is Kristrún Kúld Heimisdóttir, ha180680@unak.is Iðjuþjálfunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.