Iðjuþjálfinn - 2023, Page 15

Iðjuþjálfinn - 2023, Page 15
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 15 Umræða Hér verður fyrst fjallað um fjölda og inntak greina í iðjuþjálfunartímaritum. Líkt og segir að framan fjölluðu flestar greinarnar um þjónustu iðjuþjálfa, þátttöku og umhverfi, og aðferðafræði og rannsóknir á matstækjum. Fræðigreinar í iðjuþjálfunartímaritum Í greinum sem fjölluðu um þjónustu iðjuþjálfa var notenda- miðuð sýn oftast í brennidepli og upplýsinga aflað frá notendum sjálfum eða aðstandendum þeirra. Einnig var töluvert um greinar sem byggðust á viðhorfum starfsfólks sem veitir ákveðna þjónustu. Töluverð breidd var í skrifum en greinar sem birtust í Iðjuþjálfanum fjölluðu yfirleitt á sértækari hátt um íslenskt samfélag og aðstæður. Greinar í erlendum iðjuþjálfunartímaritum höfðu gjarnan breiðari skírskotun og þar var lagt út af niðurstöðum í alþjóðlegu samhengi í samræmi við áherslur viðkomandi tímarita. Ekki var hægt að greina mun á faglegum áherslum í þjónustu á því árabili sem kannað var enda einungis um að ræða 14 greinar. Fjöldi greina sem beinast að áreiðanleika og réttmætis- athugunum á matstækjum kemur ekki á óvart en á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á þýðingu og stað færingu matstækja í íslensku samhengi og víðar (t.d. Fenger og Kramer, 2007; Gardarsdóttir og Kaplan, 2002; Sigurðardóttir o.fl., 2022). Þetta tengist auknum kröfum um að matstæki séu traust og vel rannsökuð svo að hægt sé að draga af þeim áreiðanlegar og trúverðugar upplýsingar. Það á ekki síst við þegar matstæki eru notuð utan þeirra mál- og menningarsvæða þar sem þau voru þróuð og ef skilningur á lykilhugtökum er hugsanlega ólíkur (Arafat o.fl., 2016; Stevelink og Brakel, 2013). Til dæmis leiddu rannsóknir Sólrúnar Óladóttur og félaga á próffræðilegum eiginleikum og notagildi matstækisins Client-centred questionnaire, sem þróað var í Kanada og notað víða um lönd (Cott, 2004), til mikilla breytinga á uppbyggingu þess og áherslum á íslenskum vettvangi (Óladóttir og Pálmadóttir, 2017; Óladóttir o.fl., 2023; Sólrún Óladóttir og Guðrún Pálmadóttir, 2013). Eftir þáttagreiningu standa einungis eftir 24 spurningar í íslensku útgáfunni (Client-centred questionnaire-is) en í uppruna útgáfunni eru þær 33. Niðurstöður Rasch greiningar á íslenskri þýðingu OSA (Sigurðardóttir o.fl. 2022) sýndu einnig að ekki væri skynsamlegt að umbreyta niðurstöðum raðkvarða matstækisins á sama hátt og í ensku útgáfunni og því var búin til sérstök umbreytitafla fyrir íslensku útgáfuna (Sigurðardóttir o.fl. 2022). Hafa ber í huga að niðurstöður Mynd 1. Hlutfall greina birt í átta flokkum tímarita

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.