Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 14

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 14
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 14 Ritrýndar birtingar íslenskra iðjuþjálfa á öðrum vettvangi Frumniðurstöður gáfu til kynna aðild iðjuþjálfa að hátt í 120 greinum en að framlag þeirra væri að líkindum mjög mismunandi enda hljóp höfundafjöldi í sumum greinum á tugum. Þegar viðmiðin voru þrengd, eins og lýst er í aðferða- fræðikafla, leiddu niðurstöður heimildasamantektarinnar í ljós 72 birtingar á fjölbreyttum þverfræðilegum vettvangi heilbrigðis-, mennta- og félagsvísinda. Oftast voru iðjuþjálfar þar í hópi fræðafólks með annan bakgrunn og í einu tilviki í stórum og afkastamiklum rannsóknarhópi. Flokkar og fjöldi tímarita í flokki sjást í töflu 2 og mynd 1 sem veitir yfirlit yfir prósentuhlutföll í flokki. Líkt og sjá má eru flestar birtingar í tímaritum í heilbrigðisvísindum og þar á eftir fylgja birtingar í lýðheilsuvísindum og fötlunarfræðum. Áður en viðmiðin voru hert voru mun fleiri birtingar í tímaritum í lífvísindum og nokkuð í öldrunarfræðum. Í ritaskrá er yfirlit yfir þessar rannsóknargreinar og þar miðað við ártöl birtinga. Í stöku tilvikum reyndist erfitt að flokka tímarit og hugsanlega hefði annars konar flokkun komið til greina. Sem dæmi má nefna tímaritið WORK: A Journal of Prevention, Assessment & Rehabilitation sem hér er flokkað sem tímarit í lýðheilsuvísindum en hefði einnig mátt flokka sem tímarit í endurhæfingu. Tafla 2. Flokkur tímarita, fjöldi greina og dæmi um tímarit í hverjum flokki. TÍMARIT FJÖLDI GREINA DÆMI UM TÍMARIT Í FLOKKI Tímarit í heilbrigðisvísindum 23 European Journal of Cancer Care; Scandinavian Journal of Caring Sciences; Læknablaðið; Tímarit hjúkrunarfræðinga Tímarit í lýðheilsuvísindum 11 Work; International Journal of Environmental Research and Public Health Tímarit í fötlunarfræðum 11 Disability and Society; Scandinavian Journal of Disability Research Tímarit í uppeldis- og menntavísindum 8 European Journal of Special Needs Education; Glæður, Tímarit um uppeldi og menntun Tímarit lífvísindum 7 Ostoeoporis International; Journal of Clinical Densitiometry Tímarit í félagsvísindum 5 Sociology of Health and Illness; Stjórnmál og stjórnsýsla; Íslenska þjóðfélagið Tímarit í endurhæfingu 5 Disability and Rehabilitation; Clinical Rehabilitation Tímarit í öldrunarfræðum 2 Age and Aging; Journal of Housing for the elderly SAMTALS 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.