Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 60
68
höndlun né lyf, innvortis né út-
vortis, geta í rauninni haft nokk-
ur áhrif, ef það vantar hin nauð-
synlegu efni, hin líffræðilegu
skilyrði til þess, að hárvöxtur
geti átt sér stað.
Ef hárið byrjar að detta af
eftir alvartegan sjúkdóm, skaltu
ekki vera áhyggjufullur þess
vegna. í flestum tilfellum vex
hárið að nýju, þegar ástand
líkamans verður aftur eðlilegt.
Húðsjúkdómafræðingar nefna
sem dæmi þess háttar skyndileg-
an hármissi, sem álitið er, að hafi
síðan læknazt á undursamlegan
hátt með hjálp ýmissa lyfja og
meðhöndlunar. Til dæmis er því
þannig farið um hármissi af
völdum mýraköldu, að liann
kemur ekki fram fyrr en nokkr-
um mánuðum eftir að sjúkdóm-
urinn hefur herjað á manninn.
Maðurinn útvegar sér meðul og
iætur meðhöndla hársvörðinn á
margvíslegan hátt. Svo þegar
hárið tekur aftur til að vaxa að
nýju nokkrum vikum síðar, eins
, og því er eðlilegt, þá álitur hann,
að slíkt sé meðulunum eða með-
höndluninni að þakka, og þannig
fá framleiðendurnir eitt sönnun-
argagnið enn til að nota í auglýs-
ingum sínum.
Spurning sú hárinu viðvíkj-
andi, sem er efst í hugum flestra
manna, er þessi: Hvernig fæ ég
haldið hári minu sem allra
ÚRVAL
lengst? Sérfræðingar á þessu
sviði gefa ferns konar ráð í þessu
efni, sem þeir álita, að muni tefja
fyrir hármissi og skallamyndun,
þótt þau hindri það þó ekki um
aldur og ævi, að menn fái skalla.
Ráðin eru þessi: 1) burstaðu
hárið oft og vandlega, 2) nudd-
aðu hársvörðinn oft, 3) þvoðu
höfuðið nægilega oft til þess að
tryggja það, að hársvörðurinn sé
hreinn, 4) reyndu að forðast
miklar geðshræringar.
Það er sérstakleg'a þýðingar-
mikið að bursta og nudda hár-
svörðinn, þar eð slikt örvar starf-
semi hans og hjálpar til þess, að
nægilegt blóðmagn berist hárrót-
unum. Aldrei er hægt að gera
of mikið af því að bursta hárið,
enda örvar slíkt kirtilvökva-
framleiðslu hársins, eykur gljáa
þess og ver það gegn því að verða
stökkt. Ekki ætti að vanrækja
hárþvott, þar sem hreinn hár-
svörður dregur mjög úr möguleik-
um á sýkingu hársvarðarins.
Hvað miklar geðshræringar ,
snertir, þá er þar um vandamál
að ræða, sem er mjög breytilegt
eftir hverjum einstaklingi. Það
er undir þér sjálfum komið,
hvort þér tekst að hafa stjórn
á áhyggjum þínum, kvíða og van-
máttugri gremju. En húðsjúk-
dómafræðingarnir virðast álíta, f
að „þú haldir hárinu lengur, ef
þú heldur þér i skefjum".