Úrval - 01.05.1964, Qupperneq 44
34
URVAL
í sjóinn, og að hvetja til þess
að komið verði víðar fyrir
hreinsunartækjum i landi. Og
I.M.C.O. ráðstefnan vann ein-
mitt að því, að slikar ráðstaf-
anir yrðu framkvæmdar.
Mannkynið hafði að visu feng-
ið samvizkubit vegna olíumeng-
unarinnar fyrr en 1962. Alþjóð-
leg reglugerð um ráðstafanir
gegn olíumengun sjávar var sam-
in á ráðstefnu, sem haldin var
i Lundúnum árið 1954 og siðar
undirrituð af 17 þjóðum, þar á
meðal mörgum helztu siglinga-
þjóðunum. Visindalegar rann-
sóknir þessa vandamáls voru
síðan framkvæmdar, og á eftir
fylgdi löggjöf i mörgum tilfell-
um.
Það var fyrst og fremst nauð-
synlegt að kortleggja mjög ná-
kvæmlega þá sjávarstrauma,
sem flytja olíuna. Varpað var
niður þúsundum plastumslaga
úr flugvélum víðs vegar um
höfin. í hverju umslagi voru
skilaboð, þar sem finnandi var
beðinn að tilkynna, hvar um-
slagið hefði fundist. Tvö veður-
skip hinnar alþjóðlegu veður-
þjónustu köstuðu umslagi út-
byrðis um hádegisbil á hverjum
degi allt árið 1954. The British
National Institute of Oceano-
graphy (Brezka Sjávarkortlagn-
ingastofnunin) vann síðan úr
niðurstöðum þessara rannsókna.
Sumar ríkisstjórnir samþykktu
einnig sín eigin lög þessu varð-
andi. Stóra-Bretland samþykkti
t. d. lög um oliu á siglingaleið-
um, en samkvæmt þeim var
brezkum skipum bannað að losa
olíu eða oliumengað vatn i sjó-
inn í allt að 50 mílna fjarlægð
frá ströndinni. En slik lög, sem
aðeins voru bundin við eitt og
eitt land, náðu ekki settu marki
ein sér. Það var nauðsynlegt að
fá allar stóru siglingaþjóðirnar
íil þess að semja sams konar
lög.
Þetta viðhorf einkenndi I.M.
C.O. ráðstefnuna árið 1962, en
þar voru margar tillögur sam-
þykktar einum rómi, og stefna
þær að því að auka notagildi
eldri tillagna og laga og styrkja
þau með nýjum sáttmála.
Slík olíumengun sjávar er nú
algerlega bönnuð i Norðursjón-
um og Eystrasalti. í stað 50
mílna takmarkana hafa nú kom-
ið 100 mílur úti fyrir norðaust-
urströnd Norður-Ameríku, i Mið-
jarðarhafi, Rauðahafi og Persa-
flóa, og einnig úti fyrir vestur-
strönd Kanada, Atlantshafs-
strönd Spánar, strönd Portúgals,
Arabíuhafi, Bengalflóa og í höf-
um við Ástralíu.