Úrval - 01.05.1964, Síða 49
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
39
átti ljóS góðskáldanna frá Jóni
á Bægisá til Matthíasar, auk
sálma og guðsorðabóka, sem
sjálfsagðar voru á hverjum bæ.
Sem unglingur minnist ég einn-
ig Robinson Krúsó og Æfintýra
Andersens og naut góðs af þeim
bókakosti.
Smiður var Ingjaldur góður
bæði á tré og járn og hvort
tveggja sjálflært. 1 þá daga var
það ævintýri að standa við
smiðjuaflinn og liorfa á Ingjald
hamra járnið. Ekki hafði hann
þó svipmót þess, sem vinnur
með kolum og eldi. Þar stóð
tárhreinn maður, sem aldrei gaf
óhreinindum lausan tauminn.
Marga úrlausn veitti Ingjald-
ur nágrönnum, ef munir bil-
uðu. Þá var fátt um lærða fag-
menn, en Ingjaldur hugkvæm-
ur í bezta lagi. Iikki voru slíkir
hlutir taldir til skuldar af hans
hendi.
Það var hamingja Ingjalds að
eiga góða og gáfaða konu, sem
var honum samstillt og samhuga
í öllu, sem máli skipti. Litli bær-
inn i Garðshorni naut fegurðar-
smekks hennar og þrifa svo að
af bar. Haukur sonur þeirra
Ingjalds og Marselínu tók við
búinu þegar hann óx upp. Hann
gerðist með nýjum tima athafna-
maður í ræktun og byggingu.
Ég var alfarinn úr lieimasveit
um tvítugsaldur. Kynnum mín-
um og Ingjalds í Garðshorni var
þá að mestu lokið. Hann er mér
hins vegar ekki auðgleymdur,
og ég minnist þessara kynna
með þakklæti og virðingu.
Ingjaldur er mér dæmið um
manninn, sem lifði fögru, sam-
stilltu lífi við landið og nátt-
úrunna. Slíka menn þyrftum við
að eig'nast miklu fleiri.
Þórir Baldvinsson.
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR.
Hægt er að gera við göt og rifur á slöngulausum hjólbörðum
með nýju handhægu tæki á um 20 sekúndum. Oft má láta hjól-
barðann vera kyrran á felgunni, meðan viðgerð fer fram. Not-
að er ,tæki, sem líkist skammbyssu að lögun. Spýtir þáð nokkurs
konar gúmmitappa inn í gatið eða rifuna. Tappinn er með1 lím-
húð, þannig að hann festist örugglega.
English Digest.