Úrval - 01.05.1964, Page 61
ÓKOSTIR EINHÆFS MATARÆÐIS
51
ákveðnar hugmyndir um hve
mikið magn börnin eigi að borða
og er þá ekki alltaf tekið tillit til
binna raunverulegu þarfa barns-
ins. Börnin eru mismunandi mat-
lystug, ekki síður en fullorðnir,
og' mjög mismunandi, hvað þau
þurfa mikla næringu til eðli-
leg'ra líkamsþrifa.
Borði börnin ekki það magn
af mat, sem fyrir fram hefur
verið talið hæfilegt fyrir þau,
er all oft gripið til þess ráðs,
að dekstra þau, segja þeim sög-
ur eða jafnvel troða í þau matn-
um með valdi. Oftast hefur þetta
þveröfug áhrif og eykur veru-
lega á lystarleysið.
Ég tel mjög mikilvægt, að
brýna fyrir foreldrum, að það
er ekki magnið sem mestu máli
skiptir, heldur fjölbreytnin.
Vannæringin af völdum lyst-
arleysisins og lélegra matarhátta
er þvi miður of algengt íyrir-
brigði hér á landi. Vannæring
hirtist í mörgum ólíkum mynd-
um. Það er mikilvægt að
muna að vannæringu fylgir ekki
alltaf þyngdartap. í sumum til-
fellum liorast börnin alls ekki,
heldur verða þau jafnvel livapa-
feit. Stafar þetta af því að matar-
æðið sér börnunum fyrir næg-
um kolvetnum, þó ýmis önnur
mikilvæg efni vanti. Þreyta,
Iinja, eirðarleysi og skapörð-
ugleikar eru algeng einkenni
vannæringar. Vannærð börn
eru oft eftirtektarsljó og eldri
börnum sem vannærð eru,
getur gengið illa i skóla af þeim
ástæðum eingöngu.
Hægðatregða er algeng kvört-
un hjá börnum, sem lifa á ein-
hæfu fæði, einkum þeim börn-
um, sem lifa fyrst og fremst á
mjólk og mjólkurafurðum. Or-
sakirnar eru einkum þrjár.
1) mjög eggjahvíturíkt fæði
veldur hörðum, þéttum
hægðum.
2) aukin fita í fæðinu veldur
þurrum liægðum, en ein-
hæft mjólkurfæði er ein-
mitt auðugt af þessum efn-
um.
3) börn, sem lítið grófmeti
borða vantar þarmafylli
(bulk).
Hægðatregða af völdum mat-
aræðis er furðu algeng og oft
mjög þrálát. Þvi erfiðara er að
lagfæra slíka hægðatregðu, sem
hún stendur lengur, vegna þess
að í kjölfar mataræðistruflana
fylgja aðrar truflanir, svo sem
útvikkaður endaþarmur og öll
eðlileg hægðaregla truflast.
Hægðatregðu fylgja einnig aðr-
ar kvartanir, t. d. magaverkir
og aukið lystarleysi. Börnunum
finnst þau alltaf vera uppþembd
og södd.
Að lokum er rétt að ræða lítið
eitl um blóðleysi af völdum