Úrval - 01.05.1964, Side 97
DANSINN ER HENNl í BLÓÐ BORINN
87
fornu hrynjandi Indíánanna.
Stúlkurnar svifu um sviðið í
örmum glæsilegra, ungra manna.
Soldaderas — vígbúnar konur
með barðastóra hatta, endur-
minning frá byltingunni árið
1910 — stormuðu fram á sviðið
og sungu söngva, sem allir Mexí-
kanar dáðu. Amalia sjálf dans-
aði hlutverk Juana Gallo, þjóð-
sagnahetjunnar, sem barðist eins
og karlmaður.
Jafnvel fyrir hléið fann Ama-
lia, að flokkur hennar átti hug
áhorfenda allan. En það var
eftir lokaatriðið — „Jól i Jal-
iseo,“ litríka skrautsýningu og
fjörugan, æsandi dans — að
áhorfendur létu til sín heyra
svo að um munaði. Mexíkanarn-
ir áttu bágt með að trúa því,
að þeim bæri allt þetta lófatak,
þessi fagnaðarlæti.
En sú var sannarlega raunin
— eins og blómin, sem fylltu
búningsklefana, fagnaðarlæti
fólksins úti á götunni og ummæli
blaðanna sönnuðu áþreifanlega.
Þá hringdi siminn. „Madame
Hernández,“ sagði mexíkanski
sendiherrann i Frakklandi, „þér
og dansflokkur yðar hafið verið
landi okkar til sóma, meiri sóma
en dæmi eru til. Dómararnir liafa
veitt yður fyrstu verðlaun fyrir
frábæran dans á þessu alþjóða-
móti!“
Flokkurinn fór nú sigurför
um Þýzkaland, Belgíu og Ítalíu.
Loks var haldið heim til Mexíkó-
borgar i júní, 1962. Forseti
Bandaríkjanna, John F. Kennedy
og eiginkona hans, sem þá voru
í opinberri heimsókn, hrifust
mjög af sýningu Ballet Folk-
lórico. Dansflokknum var hoðið
að sýna í Hvíta Húsinu, og síð-
an fór hann í sýningarför um
Bandaríkin við mikinn orðstír.
Ballett Amaliu er nú búinn
að skapa sér fastan sess i Mexi-
könsku listalífi. Flokkurinn tel-
ur nú um 200 manns og er tví-
skiptur. Amalia hefur komið á
fót skólum — og það kostar
ekkert að læra í þessum skólum,
enda komast aðeins hinir út-
völdu i þessa skóla; í þessum
skólum eru þegar um 500 dans-
arar, söngvarar og tónlistar-
menn, þar af 200 börn. Barna-
ballettskólinn er starfræktur þar
sem Amalia lærði fyrstu dans-
sporin. Þar verður stofnsett
þjóðleg mexíkönsk listastofnun,
þar sem verður að finna bóka-
safn, leikskóla og tæknirann-
sóknardeild.
Og hvað segir Papa Hernánd-
ez um þetta allt? Hann er heims-
ins stoltasti faðir. Honum er
vel ljóst, að þessi velgengni er
ekki aðeins sigur fyrir Amaliu,
kvenþjóðina og þjóðlega lista-
menn, heldur sigur fyrir gjör-
vallt Mexíkó.