Úrval - 01.05.1964, Page 105
BEZTA HLVTVERK WILLIAMS GARGANS
95
og dapur, þar sem hann hefði
nýlega misst konu sína. Bill átti
að fara næsta dag til Californíu,
en hann fór þrem klukkustund-
um fyrir áætlun úr gistihúsinu
og dvaldi þann tíma hjá leyni-
lögreglumanninum á heimili
hans á Long Island.
Síðastliðið haust, ér hann var
staddur i Washington til þess
að tala í fjáröflunarsamkvæmi
fyrir ACS, var hann kallaður i
síma við Hvíta Húsið. „Forset-
ann langar til að vita, hvort
þér gætuð skroppið til hans í
fáeinar mínútur,“ var sagt i
símann. Er hann kom í Hvita
Ilúsið, reis forsetinn upp frá
skrifborði sinu.
„Ég komst að því, að þér vor-
uð í borginni, er ég sá mynd af
yður í blaðinu í morgun,“ sagði
hann. „Mig langaði aðeins til
að lieilsa yður.“ Hann þagnaði
andartak og bætti síðan við.
„Mig langaði til að óska yður
góðs gengis i þvi mikilvæga
starfi, sem þér hafið tekizt á
hendur.“
Á þessu andartaki gat Bill
Gargan ekki komið upp nokkru
orði, þrátt fyrir kraftaverk vé-
lindatalsins. En honum tókst þó
að brosa.
„Þakka yður fyrir, herra for-
seti,“ tókst honum að lokum að
stynja upp og jafnvel að muna
eftir þvi að sveigja tunguna vel
upp, til þess að ná hinu erfiða
„þ“ hljóði.
FRAMFARIR 1 LÆKNINGUM VIÐ KRANSÆÐASTlFLU.
Blóð„tappi“, sem kemur I veg fyrir nægan blóðstraum til hjart-
ans og veldur kransæðastiflu, er algengasta orsök hjartabilunar.
Upplýsingar, sem borizt hafa frá Bombay, benda til Þess, að
efnið fibrinolysin, er leysir upp blóðtappa, kunni að geta flýtt
fyrir bata eftir hjartabilun. 7 af 15 sjúklingum, sem var gefið
efni þetta, eftir að hafa fengið hjartabilun, sýndu jákvæð við-
brögð innan nokkurra klukkusttmda. En það tók þá sjúklinga,
er ekki fengu efni þetta, nokkrar vikur að ná sama batastigi, þann-
ig að hjarta þeirra færi að starfa eðlilega. Fibrinolysin er aðeins
eitt margra svipaðra efna, sem búizt er við, að muni geta flýtt
fyrir bata eftir hjartabilun eða gera bata mögulegán í tilfellum,
sem að öðrum kosti myndu reynast banvæn.
English Digest.