Úrval - 01.05.1964, Qupperneq 125
VEGUR NÁTTÚRUFRÆÐINGS TIL . ..
115
ári mínu að ég veiktist hastar-
lega. Læknarnir báðu konu mina
að taka því karlmannlega og
búast ekki við bata. En hún
hefur hugrekki til að berjast,
já, og liug til að biðja. Hún
færði mér einnig þau boð, að
vinur minn, klæðskerinn frá
Neapel, bæði fyrir mér daglega,
og að trygga framleiðslukonan
i litlu veitingastofunni skammt
frá sjúkrahúsinu, fæli mig jafn-
an i bænum sínum. í þakklæti
mínu til þeirra var það fjarri
mér að spyrja þess, hve þung-
vægar þessar bænir væru á þeim
metaskálum, sem réðu lifi mínu
og dauða. Auðmjúkur fann ég'
nú til þeirrar lotningar, sem
mig hafði skort. Og liggjandi á
sjúkrabeði mínuin rakti ég slóð
mina til baka, þá braut, sem
ég hafði gengið i lifinu.
Ég' hafði verið skírður og
staðfest skírnarheitið í mótmæl-
endatrú, sem kunn er fyrir sína
mildu fegurð. Ég hafði elskað
þessa fegurð, sem í huga mínum
liafði lýst sér með mestum á-
gætum i liinum gotnesku dóm-
kirkjum Englands. Seytján ára
gamall fór ég í pílagrímsför til
jiessara kirkna, og í sérhverri
jieirra varð ég gripinn hrifningu
af hinum háhvelfdu, gráu bogum,
af hinum himnesku regnbogum,
sem rósrauðir gluggarnir fram-
leiddu, hinni fornu höggmynda-
list, sem unnin var af slíkri
lotningu fyrir svo óralöngu. í
York söng kórinn fullum rómi;
þrumandi liljóðbylgjan frá org-
elinu barst um kirkjuna og
knúði mig til að krjúpa á kné.
En jafnvel á þessu hrifningar-
augnabliki missti ég samt ekki
takið á skottinu á skynseminni:
ég gerði mér grein fyrir að það,
scm ég dáði, var liið volduga
afl byggingarlistarinnar (sem
hefur verið nefnd frosin tón-
list), og hafbylgjur sjálfrar
hljómlistarinnar — en ekki guð.
Þessi reynzla mín var fólgin í
aðdáun á fegurð mannlegra
verka, en ekki trúarleg upp-
hafning, og hugsun mín var
nógu skýr, til þess að gera
greinarmun á jiessu.
Vissulega var fegurðin mitt
leiðarljós, unz ég um tvítugs-
aldur innritaðist til náms í líf-
fræði við Harvardháskóla, þar
sem prófessorarnir voru nógu
miklir inenn til liess að valda
viðfangsefnum sínum. Þeir
fræddu um aga, ekki siður
strangan en í nokkru trúarfé-
lagi, aga vísindanna, og af
brennandi áhuga tileinkaði ég
mér kennisetningar þeirra.
Hin fyrsta var sú, að ekkert
líf getur kviknað í dauðu efni.
í næringarlegi, sem eitt sinn hef-
ur verið dauðlireinsaður og er
verndaður gegn allri mengun,