Úrval - 01.05.1964, Side 169
LlTLl PRAKIÍARINN
159
þegar ég fann litla vininn minn
einan í skóginum og bar hann
heim í húfunni minni, hjálpar-
vana vesaling, sem ég hafði mat-
að á hitaðri mjólk í gegnum
hveitistrá. Nú gat hann séð um
sig að öllu leyti, gat veitt sér
í matinn, klifrað, synt og nœst-
um talað.
Við komum að mynni Kosh-
kononglæks, og ég reri upp eftir
læknum. Nú vorum við komnir
langt inn i skóginn, langt frá
öllum mannabyggðum. Ég iosaði
ólina af hálsi Prakkara. Svo
sátum við þarna um stund í
húðkeipnum og hlustuðum á
næturhljómlist skógarins.
Og að lokum barst til eyrna
okkar hljóðið, sem ég hafði ver-
ið að biða eftir: titrandi, dill-
andi tist kvendýrs. Prakkari
varð æstur, og brátt svaraði
hann með sams konar hljóði,
sem var þó dýpra og hljómmeira.
Kvendýrið var nú að nálgast
okkur yfir á hinum bakkanum.
Hún kallaði stöðugt á hann,
undur þýtt og blítt, biðjandi.
Prakkari þaut fram i stefni
og einblindi inn i skógarþykkn-
ið. Hann þefaði í allar, áttir og
spurði í sifellu.
„Gerðu eins og þér sýnist,
bangsi minn. Þú ræður sjálfur
þínu eigin lífi,“ sagði ég við
hann.
Hann hikaði um stund, næst-
uin í heila minútu, svo sneri
hann sér við til þess að horfa á
mig, stakk sér síðan í lækinii og
synti yfir að bakkanum. Hann
hafði valið skuggsælan blett til
þess að hitta liina nýju vinu
sína á. Ég gat rétt grillt i þau
sem snöggvast i tunglskinsbjörtu
rjóðri, áður en þau hurfu inn í
skógarþykknið til þess að hefja
nýtt líf saman.
Ég skildi hneturnar eftir á
föllnum trjábol á lækjarbakk-
anum í þeirri von, að Prakkari
fyndi þær. Svo reri ég hratt
burt þaðan, og hjarta mitt ör-
vænti.
VANDAÐU MÁL ÞTTT. Svör við
spurningum á bls. 43.
1. einkenni, eðlisfar. — 2. fros-
inn snjór (sem brotnar niður,
þegar gengið er). — 3. önugur.
— 4. árar. — 5. skarkoli. -— 6.
handarhald (ákatli). •— 7. þjófur.
— 8. sitja í keng. — 9. krókur
úr lofti, sem pottur er hengdur á.
— 10. klettur, fjallaskarð. — 11.
lítill poki. — 12. fen. — 13. brún
(jaðar). — 14. ganga vel ferð (á
sjó eða landi). — 15. hefna sín
með barsmíð. — 16. ögn. — 17.
hafið er spegilslétt. — 18. þann,
sem hlær án tilefnis. — 19. refur.
— 20. erfiði.