Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 17
SÓLARSTEINNINN
15
„Myrkuráttavitinn byggist á skaut-
hverfingu Ijóssins, sem fyrst var við-
urkennt af Erasmus Bartholimus í
Kaupmannahöfn, Danmörku, áriö
1669“. Þessi klausa er í amerískri
kennslubók í loftsiglingafrœöi. Mynd-
in hér aö ofan er úr bók eftir Rasmus
Bartholin, þar sem hann gjörir kunna
uypgötvun sína: athugun á Ijósbroti
í islenzku silfurbergi.
þeir með sömu hugdettuna: Þetta
tæki er farið að nota aftur í dag, í
DC-8 flugvélunum, nánar tiltekið,
þegar þær fljúga yfir pólana. Sólar-
steinn Sigurðar Rauðólfssonar hlýt-
ur að vera sá sami og myrkurátta-
viti sá, sem kenndur er við Koll-
man (Kollman’s Sky Compass).
Þetta tæki var fundið upp — eða
réttara sagt uppgötvað á nýjan
leik — árið 1948, þá til afnota fyrir
ameríska sjóherinn.
Allt þetta vekur furðu manns,
og það er reynt að rifja upp hvað
skólarnir kenna í eðlisfræði: Ljós
er skilgreint sem ölduhreyfing;
þættir ljósgeislans sveiflast 1 kring
um jafnvægispunkt, og hreyfingin
er hornrétt á átt ljósgeislans.
Venjulega verða útsveiflurnar í-
allar áttir frá ljósgeislanum, en und-
ir vissum kringumstæðum er hægt
að skauthverfa ljósið. Það þýðir, að
útsveiflunum er breytt úr riðstraumi
yfir í jafnan straum. Skauthverft
ljós hefur allt aðra eiginleika en
venjulegt ljós (sbr. mynd).
Þegar sólarljósið brýzt í gegn
um ytri lofthjúpinn, sem er um-
hverfis jörðina, myndast skauthvert
ljós, og það er það ljós, sem menn
hafa hagnýtt við myrkuráttavit-
ann. Hann er margbrotið tæki með
viðtökuglerjum og augnglerjum,
með stilliskrúfum og nákvæmum
stillitækjum, — en það sem mestu
máli skiptir er sérstaklega gerður
kristalssteinn, — sólarsteinn.
Hvernig tæki þetta er notað er
sýnt á meðfylgjandi mynd. Geisl-
arnir koma frá sólinni, en þeir stöðv-
ast á skýjunum, sem þó þekja ekki
allan himininn, því ef þau gera það
kemur tækið ekki að notum. Mað-
urinn á jörðinni sér því ekki í sól-
ina fyrir skýjum, en hann sér að-
eins í bláma. Þegar hann horfir lóð-
rétt upp í loftið, er allt ljós, sem
hann sér, skauthverft vegna ytri
lofthjúpsins. Þá heldur hann sól-
steininum lóðrétt fyrir ofan sig, og
notar hann sem linslu til þess að
skauthverfa ljósið (sbr. mynd).
Hann mun fljótlega komast að því,
að í ákveðinni stöðu skín sólin í
gegn um steininn og hann er Ijós-
leitur, en sé honum síðan snúið ör-
lítið, verður hann aftur dekkri, og
ljósið fer ekki eins glatt í gegn um
hann. Því hið skauthverfa ljós get-
Á þessum tveimur teikmngum er
sfjndur munur á átt geislanna á venju-
legu Ijósi (efri myndin) og skaut-
hverföu Ijósi (neöri myndin).