Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 14
12
World), mun líkjast Disneylandi,
en verða nokkrum sinnum stærri og
enn stórkostlegri. Það er gert ráð
fyrir, að hann verði opnaður árið
1970. Við hliðina á honum verður
einkaflugvöllur, fyrir þotur, fjöld-
inn allur af bílahótelum (motelum),
golfvöllum, tennisvöllum og alls
konar aðstaða til vatnaíþrótta.
„Borg framtíðarinnar“, sem bera
skal heitið EPCOT (experimental
prototype community of tomorrow),
skal svo byrja að reisa, eftir að að-
algarðurinn er tilbúinn. Borgin mun
verða reist í samvinnu við helztu
fyrirtæki Bandaríkjanna. EPCOT
mun verða sem hjól í laginu, og
mun hjólásinn“ verða undir hvolf-
þaki úr gleri. Þar verður um 50
ekru svæði að ræða, sem verður með
mjög fullkominni loftræstingu og
loftkælingu. Á svæði þessu verður
30 hæða gistihús og miðstöð fyrir
alls kyns mót og fundi, verzlanir,
leikhús, veitingahús og skrifstofur.
Fólk mun ekki þurfa að ganga á
milli ýmissa staða á svæði þessu,
heldur mun það verða flutt á milli
þeirra á „fólksflytjurum", líkt og
þeim, sem nú er gert ráð fyrir í
Disneylandi.
Utan þessa 50 ekra svæðis munu
svo taka við fjölbýlishúsahverfi og
hverfi einbýlishúsa, umvafin græn-
um gróðri. Roy segir svo um fram-
kvæmd þessa: „Það kann að virð-
ast kolvitlaus hugmynd að reisa
borg framtíðarinnar á svæði, þar
sem er ekkert annað en mýrlendi,
fen og kýprestré. En minnizt þess,
hvað gerðist í Disneylandi. Þegar
við hófum framkvæmdir þar, var
ekki um neina byggð að ræða þar,
ÚRVAL
aðeins appelsínuekrur. En nú e.r
Anaþeim orðin stór borg.“
Nú er einnig byrjað að vinna að
áætlunum um framkvæmd fleiri
drauma Walts Disneys. Þar má helzt
nefna íþrótta- og skemmtisvæði í
Mineral King, sem er undurfagur
dalur hátt uppi í High Sierrafjöll-
unum, um 225 mílum norðaustur af
Los Angeles. Samkvæmt áæltun
þessari á að reisa þar Alpaþorp, og
verða þar meðal annars 14 skíða-
lyftur, 2 geysistór gistihús, 10 veit-
ingahús og svæði fyrir ýmsar vetr-
aríþróttir. Allar byggingarnar verða
reistar á þeim stöðum og á þann
hátt, að þær verði hluti af heild-
armynd dalsins, en stingi ekki geysi-
lega í stúf við náttúruna.
Framkvæmd ýmissa fleiri áætl-
ana Walts er nú í undirbúningi.
En ef til vill er þó ein áætlun, sem
verið hefur Walt kærust. Það er
hinn nýi listaskóli, California
Institute of the Arts. Hann hugsaði
sér hann „samfélag listanna", sam-
safn skóla fyrir allar listgreinar,
bæði skapandi og túlkandi. Þar átti
ungt fólk ekki aðeins að fá tækifæri
til þess að leggja stund á málara-
list, tónlist, dans og aðrar listir,
heldur átti því að veitast þar tæki-
færi til þess að blanda geði hvert
við annað í andrúmslofti, sem verða
skyldi gegnsýrt af sköpunargleði og
fullvissunni um tengsl og skyldleika
hinna ýmsu listgreina. í skóla þess-
um átti fremur að leggja áherzlu
á þroska hæfileikanna heldur en
„akademiska" yfirburði. Walt gaf
38 skógivaxnar ekrur, sem reisa
skal listastofnun þessa á. Þær eru
hluti af landi búgarðsins „Gullna