Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 75
KRUPP GETUR ALDREl FARIÐ .. .
7 3
„Úr glugganum mínum (í gisti-
húsi Krupps, Hotel Essener Hof, en
þaðan er beint símasamband við
aðalskrifstofur Krupps) get ég séð
hina risastóru byggingu „Konsum
Anstalt“, hina stærstu af stórverzl-
unum Krupps, sem eru nú í hverju
hverfi borgarinnar. Ekki langt und-
an er Kruppbókasafnið, Krupp-
sjúkrahúsið og gagnfræðaskólinn,
sem Kruppsamsteypan lét reisa.
Einn starfsmaður Krupps bauð mér
að borða í einu af rúmlega hundrað
Kruppveitingahúsum, og þar var
borið á borð vín úr Kruppvínkjöll-
urunum (sem eru enn þeir stærstu
í gervöllu Þýzkalandi). Ég heim-
sótti hverfi fyrrverandi starfsmanna
Krupps, sem voru nú komnir á eft-
irlaun, horfði á verkamenn vinna
að byggingu nýrra Kruppsambýlis-
húsa á vegum Kruppbyggingarfé-
lagsins. („Hér var ekkert fyrir 6
vikum“, sagði einhver og benti á
risavaxna sambyggingu, sem komin
var upp og var nú verið að inn-
rétta.)
Úr Kruppskógunum í útjaðri
borgarinnar til Kruppíþróttaklúbbs-
ins og þaðan í Kruppjárnbrautar-
lest, sem þýtur áfram á Kruppjárn-
brautarteinum niður að Krupphöfn-
inni við Ruhr-Herneskipaskurðinn.
Kruppminnismerki hvarvetna,
Krupp, Krupp, alls staðar Krupp,
og samt hef ég jafnvel ekki séð
Kruppverksmiðjurnar sjálfar enn
þá!“
Alfried Krupp færði samt eina
fórn. Þegar hann kom úr fangelsinu,
strengdi hann þess heit, að hann
skyldi aldrei framleiða Kruppvopn
íramar. Og hann stóð við þessi orð
sín. Á meðan önnur evrópsk fyrir-
tæki fengust við hergagnafram-
leiðslu og framleiddu vopn á fast-
ákveðnum verðum og með tak-
mörkuðum ágóða, vann Kruppsam-
steypan að endurreisn neyzluvöru-
iðnaðarins í Þýzkalandi og öðrum
ríkjum.
Alfried Krupp vildi reyna að
breyta almenningsálitinu, hvað
nafnið Krupp og starfsemi sam-
steypunnar snerti, því að sú kennd
Kruppættarinnar, að Krupp yrði að
halda velli, á hverju sem gengi, var
mjög rík í honum. í þessu augnamiði
réð hann ungan fjármálasérfræðing,
sem hafði ekkert verið bendlaður
við stjórnmál og hafði því alveg
hreinan skjöld. Það var Herr Bert-
hold Beitz, en hann hafði sýnt mik-
ið hugrekki, er hann notfærði sér
valdaaðstöðu sína í hinu hernumda
Póllandi til þess að hjálpa hinum
kúguðu landsbúum fremur en hin-
um nazisku húsbændum sínum. En
jafnframt því hafði hann sýnt slík
klókindi, að honum hafði tekizt að
halda velli og lifa þetta af. Beitz
endurskipulagði Kruppsamsteyp-
una, þannig að nafnið Krupp gerð-
ist frambærilegt um víða veröld,
bæði á iðnaðarsviðinu og þjóðfé-
lagslega séð (ein af dætrum hans
er gift Bandaríkjamanni).
Þegar haldið var upp á 150 ára
afmæli Kruppsamsteypunnar árið
1961, störfuðu þannig 106.826 starfs-
menn undir stjórn Beitz, og ársvelt-
an var komin yfir 350 milljónir
sterlingspunda, þar af var um 20%
útflutningur. Þar af voru 57,4%
flutt út til annarra Evrópuríkja,