Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 99
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI...
97
rekki til þess að ganga inn í sal-
inn, en samt ekki alla leið til ungu
stúlknanna, sem stóðu í hóp í hinum
enda salarins. Hvirfilbylur gekk
samt hnakkertur þvert yfir dans-
gólfið. Bill komst aðeins hálfa leið.
Þá sneri hann við og flúði aftur í
hóp ungu herranna og prísaði sig
sælan fyrir að vera kominn aftur í
örugga höfn. En hann gat ekki hrós-
að happi mjög lengi. Þegar honum
varð litið út á dansgólfið að nýju,
sá hann, sér til skelfingar, að Hvirf-
ilbylur stefndi í áttina til hans með
tvær stúlkur!
Hvirfilbylur kynnti þær fyrir
honum sem ungfrú Floru Kendall og
ungfrú Mollie Tilden. Svo sveiflaði
hann ungfrú Mollie út á gólfið, áður
en Bill gæfist tækifæri til þess að
segja orð. Nú var hann orðinn einn
með ungfrú Floru, og því átti hann
ekki um annað að velja en að leggja
handlegginn um mitti hennar og
hefja dansinn.
Hann hafði aldrei kynnzt slíkum
sálarkvölum. Fætur hans virtust
vera úr blýi, og hann var sannfærð-
ur um, að hann mundi traðka ofan
á þessa viðkvæmu og brothættu
veru, sem hann hélt í örmum sér.
Það var ekki fyrr en að nokkrum
augnablikum liðnum, að hann leyfði
sér að líta niður, og þá blasti við
honum sporöskjulagað andlit, krýnt
þyrpingum brúnna hárlokka. Og
augun, sem horfðu nú beint í augu
honum, voru brún. Ungfrú Flora
beið þess augsýnilega, að hann fitj-
aði upp á samtali við hana. En hon-
um hugkvæmdist alls ekki, hvað
hann ætti að segja. Og svo var dans-
inn á enda, án þess að hann hefði
sagt orð.
„Kærar þakkir, herra Tilghman,"
sagði hún blíðlega, þegar dansinum
lauk.
Hann bauð henni ekki upp aftur.
Bill varð sífellt sjaldséðari gest-
ur á götum Dodge City næstu vik-
urnar. Og hann virtist hugsi, þegar
honum brá þar fyrir. Hvirfilbylur
sneri nú aftur til bæjarins eftir
nokkurra mánaða smalastörf úti í
auðninni. Og hann varð hissa, þeg-
ar hann heyrði þessar fréttir af vini
sínum. Því spurði hann Bill útúr-
dúralaust, þegar þeir hittust loks-
ins: „Þú, gamli refur. Mér er sagt,
að þú sért alveg óskaplega önnum
kafinn. Hvað liggur þar á bak við?
Yfir hvaða leyndarmálum býrðu,
maður“? Og hann sló á bak hon-
um orðum sínum til áréttingar.
„Ég ætlaði að segja þér frá þessu,
Hvirfilbylur“, svaraði Bill. „En þú
ert búinn að vera svo lengi í bUrtu.
Komdu með mér. Ég skal sýna þér
þetta“.
Þeir riðu í suðurátt frá bænum,
og klukkutíma síðar komu þeir upp
á hæð. Þar fyrir neðan blasti við
þeim áin Bluff Creek. Við skarpa
beygju á ánni var augsýnilega bú-
ið að nema land. Þar var landnema-
kofi, tveir skúrar og nautarétt. Og
skammt undan var lítil nautahjörð
á beit.
„Nautin eru mín eign“, tilkynnti
Bill honum.
Hvirfilbylur varð alveg orðlaus
af undrun. „Þú . . . þú ert þá búinn
að setja á stofn býli“? stundi hann
loks upp. Samkvæmt landnámslög-
unum gat hver sem var slegið eign