Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 123
DAUÐAGANGAN Á BATAANSKAGA
121
setzt niður. Gólfið var sleipt af
saur blóðkreppusj úklinganna og
loftið fúlt og viðbjóðslegt. Engum
kom dúr á auga. Fangarnir hölluðu
sér hver upp að öðrum eða tróðu
hver á öðrum. Þegar einhver hneig
niður, reis hann ekki alltaf upp
að nýju.
Á göngunni voru verðirnir mjög
grimmir við þá, sem drógust aftur
úr. Það kom fyrir æ ofan í æ, að
menn, sem voru sjúkir eða alger-
lega örmagna, voru skotnir, stungn-
ir til bana með byssustingjum,
hálshöggnir með sverðum eða
lamdir í hel. Skurðirnir meðfram
þjóðveginum voru opnar grafir, og
dauðinn varð ekki lengur neinn
framandi gestur.
í San Fernando birti svolítið til.
Bærinn hafði ekki skemmzt mikið
í bardögunum. Nú þyrptust bæjar-
búar umhverfis hvern fangahóp.
Þeir köstuðu mat og vatni til ör-
magna fanganna eða réttu þeim það
og hvöttu þá áfram með húrrahróp-
um. Japanir útbýttu einnig mat og
vatni.
Um morguninn var föngunum
smalað saman og þeir reknir upp í
litla, gluggalausa járnbrautarvöru-
vagna, og skyldu þeir halda norður
á bóginn í þeim. Þeim var troðið
svo þétt inn í vagnana, að þeim var
ómögulegt að hreyfa sig, og nú urðu
margir mennirnir að lifa að nýju
ógnanirnar í vörugeymsluhúsinu í
Lubao.
Það var víða stanzað á leiðinni og
löng viðdvöl hverju sinni. Það tók
því lestirnar um 5 klukkustundir
að komast þessar 25 mílur frá San
Fernando til bæjarins Capas. Menn-
irnir reyndu að komast sem fyrst út
í ferskt loftið og voru sem viti sínu
fjær, ýttu og hrintu og tröðkuðu
hver á öðrum og ultu oft á tíðum
út úr vögnunum. Þeir fengu ofbirtu
í augum vegna hins miskunnarlausa
sólskins. Og svo stauluðust þeir á
stirðum og þreyttum, fótum út á
þjóðveginn aftur. Síðan mjökuðust
raðir fanganna áfram vestur á bóg-
inn þær síðustu 9 mílur, sem eftir
voru af Dauðagöngunni. Og að lok-
um komust fangarnir á leiðarenda,
til O’Donnellherbúðanna.
Fangarnir reikuðu gegnum þröng
hlið herbúðanna, veltu því þöglir
fyrir sér, hvaða þolraunir biðu
þeirra þar og „fólu sálir sínar guði
á vald,“ eins og einn filippseyskur
liðsforingi komst að orði.
Hinni hryllilegu Dauðagöngu frá
Bataanskaga lauk í byrjun maí með
komu síðasta hóps bandarískra og
filippseyskra hermanna til O’Donn-
ellherbúðanna. Það er erfitt að segja
til um, hversu margir fangar týndu
lífi í Dauðagöngunni. En það er
næstum öruggt, að um 600—650
Bandaríkjamenn dóu á leiðinni frá
suðurhluta Bataanskaga til O’Donn-
ellherbúðanna. Það er aftur á móti
erfitt að segja til um, hversu marg-
ir Filippseyingar dóu í Dauðagöng-
unni. Álitið er, að það sé ekki fjarri
lagi, að þeir hafi verið 5.000—
10.000, þót það sé jafnframt viður-
kennt, að þar sé um nokkra ágizk-
un að ræða.