Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
Nýi ríkislögreglufull-
trúinn dottaði í stól sín-
i)um ^lukkan 2.15 að
nóttu, þegar það kváðu
við þrjú skot hvert á
fætur öðru og rufu næturkyrrðina.
„Svona fljótt?" hugsaði hann og
glaðvaknaði samstundis. Hann hafði
komið til bæjarins síðdegis daginn
áður, og það hafði ekkert markvert
gerzt fyrsta kvöld hans í nýja starf-
inu. Var þetta fyrsta prófraun hans,
sem nú beið hans og krafðist þess,
að hann sannaði hugrekki sitt fyrir
bæjarbúum?
Cromwell var nýr olíubær í
Oklahomafylki, og þar var allt í
háa lofti og gekk mikið á oft og
tíðum. Fyrir einum 5 mánuðum, þ.e.
í ársbyrjun 1924, hafði aðeins verið
einn landnemakofi á þeim stað, sem
bærinn stóð nú á. Svo hafði fund-
izt þar olía, og það mátti næstum
segja með sanni, að til bæjarins
hafi flykkzt 10.000 manns á einni
nóttu og við þann hóp bættust
fleiri á degi hverjum. Ymisleg
glæpastarfsemi blómgaðist í æsandi
andrúmslofti þessa uppgangsbæjar,
og þar var um að ræða glæpamenn
af þeirri manngerð, sem hafði verið
óþekkt í Vesturríkjunum. Þetta
voru borgarbúar, sem höfðu aldrei
komið á hestbak. Þeir klæddust
skræpóttum, áberandi fatnaði,
gengu á támjóum skóm og græddu
fé á heimabrugguðu whisky, vændi
fjárhættuspili og eituriyfjum. Ætti
þeim að takast að vernda gróða-
lindir sínar og tryggja áframhald-
andi gróða, urðu þeir að hafa tögl-
in og halgdirnar í bænum. Því mút-
uðu þeir, þegar því varð viðkomið,
og drápu, þegar þeim fannst slíkt
nauðsynlegt. Opinberum embættis-
mönnum hreppsins hafði ýmist ver-
ið mútað eða ógnað, þangað til hóp-
ur kaupmanna hafði að lokum snú-
ið sér til fylkisstjóra Oklahomafylk-
is og farið fram á aðstoð hans til
þess að halda uppi lögum og reglu í
bænum. Þeir spurðu hann að því,
hvort hann gæti sent þeim lög-
gæzlumann, sem gæti hreinsað vel
til í bænum og staðizt bæði mútur
og hótanir.
Fylkisstjórinn hafði þá sent þeim
William Tilghman, sem hafði hlotið
slíka frægð á undangengnum ára-
tugum, að hann var næstum orðinn
eins konar goðsagnakennd persóna.
Hann var hinn síðasti af hinum dug-
miklu og frægu ríkislögreglufull-
trúum landnemahéraðanna, sem
sendir höfðu verið þangað á vegum
hinna einstöku fylkja eða alríkis-
ins til þess að halda þar uppi lög-
um og reglu. Hann hafði handsamað
suma frægustu útlaga og stigamenn
þeirra tíma og komið þeim í hend-
urnar á réttvísinni. Hafði hann get-
ið sér geysilegt frægðarorð fyrir að
stilla til friðar og koma á lögum
og reglu í slíkum kúrekabæjum
nautgriparæktarhéraðanna sem
Dodge City í Kansasfylki, en í þeim
bæ ríkti um tíma næstum algert
lögleysi. En nú var hann orðinn
sjötugur og var seztur í helgan
stein. í fyrstu hafði hann því ekki
vðerið fáanlegur til þess að taka
þetta löggæzlustarf að sér, en svo
fór að lokum, að hann lét til leiðast.
Það hafði verið valin nefnd manna
í Cromwell til þess að taka á
móti honum. Þeim brá ónotalega í