Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 93

Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 93
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI.. . 91 á hesti sínum, þegar hann átti aðeins eftir 20 metra ófarna. Hann lyfti rifflinum og miðaði af geysilegri nákvæmni. Loksins hleypti hann af. Hann hafði hitt beint í mark, á al- veg prýðilegan stað! Vísundurinn féll á hliðina, sparkaði tvisvar frá sér og lá svo alveg grafkyrr. Þessi velgegni Bills strax í byrj- un varð nú báðum félögum hans mikil hvatning, og þeir hófust handa. Tvö skot kváðu við til viðbótar, en hvorki Jude né Oliver hafði tekizt að ráða niðurlögum dýranna að fullu, heldur höfðu þeir aðeins sært þau. Þetta voru tarfar, og þeir tóku nú að öskra og ruddust áfram. Mundi þetta valda því, að ofsa- hræðsla gripi hjörðina og hún tæki öll á stjórnlausa rás? Piltarnir fylltust ótta, er sú hugsun hvarflaði að þeim, og þeir skutu mörgum skotum á særðu tarfana, þar til þeir hnigu loks til jarðar. Piltarnir voru alveg lafmóðir af æsingu. Þeir riðu svolítið afsíðis og hlóðu byssur sínar að nýju. En nokkrum sekúnd- um síðar riðu þeir aftur nær hjörð- inni og skutu dýrin á leiðinn.. Annar vísundur hneig til jarðar og síðan enn annar. Nú greip ótti um sig meðal hjarðarinnar. Fyrst tóku smáhópar úr henni að hreyfast fram á við. Síðan bættust fleiri í hópinn, og þetta varð eins og hringiða, sem stækkaði og stækkaði, þangað til hún náði til allrar hjarðarinnar, sem var nú gripin ofsahræðslu og æddi stjórnlaust beint af augum. Veiðimennirnir ungu riðu áfram við hlið hjarðarinnar og skutu á dýr- in, hlóðu svo byssurnar að nýju og skutu svo á ný, þangað til handlegg- ir þeirra voru orðnir máttlausir af þreytu og hestarnir örmagna. Jörðin dunaði, er hjörðin geystist áfram. Að lokum stönzuðu piltarnir og horfðu á eftir hjörðinni, er hún fjarlægðist og hvarf smám saman sýnum. Dunurnar í hjörðinni lækk- uðu einnig smám saman, þangað til þær dóu út og allt varð hljótt að nýju. Veiðiménnirnir litu nú aftur fyrir sig og virtu fyrir sér leiðina, sem þeir höfðu riðið. Hún var þak- in dauðum vísundaskrokkum. „Húrra!“ hrópaði Jude. „Lítið þið bara á þetta! Þetta hljóta að vera hundrað skrokkar.“ „Við erum orðnir ríkir!“ hrópaði Oliver. „Þarna liggja að minnsta kosti 300 dollarar!" En sá fjársjóður lá ekki alveg á lausu. Þeir áttu ekki aðgang að honum, fyrr en þeir voru búnir að selja húðirnar og kjötið. Og vinn- an næstu daga við fláninguna og flutninginn var óskaplegur þræl- dómur. Það þurfti ekki aðeins að flá húðirnar af þessum geysilega þungu skepnum, skafa þær síðan og hreinsa og strengja þær síðan til þerris á jörðina, heldur varð að hluta skrokkana í sundur, og til þess höfðu þeir engin verkfæri nema venjulega veiðihnífa. Síðan var húð- unum og kjötinu staflað á vagninn og haldið til bæjarins Hays. Og þær voru margar ferðirnar, sem þeir urðu að fara. Þeir Jude og Oliver höfðu fengið nóg af vísundaveiðunum, þegar þeir voru loks búnir að skila öllum húðunum og kjötinu og höfðu fengið greitt og skipt andvírðinu. Þedr höfðu aldrei þurft að hafa svona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.