Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 51

Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 51
VERKFALL STÚLKNANNA .... 49 að þær eru vannærðar, kúgaðar, vegna þess að þær eru hjálparvana, og síðan er þeim kastað burt, þegar þær eru orðnar útþrælkaðar. Hver lætur sig það nokkru skipta, hvort „eldspýtnastúlkurnar“ deyja eða fara á götuna, svo framarlega sem hluthafarnir í Bryant & May fá sín 23%. En „The Link“ var aðeins lítið og fremur lítt þekkt tímarit og upp- lag þess ósköp lítið. Og því hefði auðveldlega getað farið svo, að orð hennar hefðu ekki vakið neina eft- irtekt. Annie Besant vildi verða viss um, að þau vektu athygli, og því sendi hún hr. Theodore Bryant ein- tak af tímaritinu, en hann var einn af forstjórum verksmiðjunnar. Með því sendi hún bréf og spurði í því hvort staðhæfingar hennar væru ekki réttar. Hún fékk tafarlaust svar í símskeyti: „Bréf móttekið í morgun. Eintómar lygar. Mál verður höfðað vegna greinarinnar. „Bry- ant.“ En verksmiðjueftirlitsmaðurinn í Bowstræti hafði tafarlaust hafið rannsókn á sumum af kvörtununum, sem frú Besant hafði borið upp við hann. Það var strax hætt að sekta verksmiðjustúlkurnar, og Bryant & May gáfu út yfirlýsingu til blað- anna, þar sem því var lýst yfir, að nú væri hætt við slíkar sektir, en yfirlýsing þessi var óbein viður- kenning á því, að stúlkurnar hefðu áður verið sektaðar. Þrjár af stúlk- unum, sem höfðu talað við Annie Besant skammt frá verksmiðjunni eftir lokunartíma og borið fram kvartanir sínar við hana, voru svo reknar fyrir „óhlýðni1 þrem dögum síðar. Annie Besant skrifaði tafar- laust öllum dagblöðum landsins bréf, þar sem hún lýsti því, hvað gerzt hafði, og fór fram á, að blöðin beittu sér fyrir fjársöfnun handa stúlkxm- um. En einu dagblöðin, sem birtu bréf hennar, voru The Pall Mall Gazette“ og The Star.“ Og daginn eftir birtingu bréfsins birti „The Star“ svarbréf frá Bryant & May, þar sem því var neitað, að brott- rekstur stúlknanna hefði á nokkurn hátt verið tengdur þeirri staðreynd, að þær höfðu rætt við Annie Besant. Hún fékk líka annað bréf þennan dag. Það hafði verið hripað á gróf- an skrifpappír með næstum ólæsi- legri hendi . Bréfið hljóðaði svo: „Mín kæra frú. Við þökkum yður kærlega fyrir vingjarnlegan áhuga, sem þér hafið sýnt okkur vesalings stúlkunum, og vonum, að yður gangi vel í því, sem þér hafið tekið yður fyrir hendur. Kæra frú, þeir hafa verið að reyna að fá stúlkurnar til þess að segja, að það séu allt ein- tómar lygar, sem hafa verið prentað- ar og reyna að fá þær til þess að skrifa undir skjöl um, að það séu allt lygar. Kæra frú, enginn veit, hvað við verðum að þola, og við skrifum ekki undir skjölin. Kæra frú, við vonum, að þér látið okkur vita um það, ef það verður einhver fundur. Með beztu óskum til yðar, kæra frú, fyrir þann kærleika, sem þér hafið sýnt okkur stúlkunum.“ Annie Besant skildi ekki í fyrstu, frá hverju var verið að skýra henni í bréfinu, en hún gerði nokkrar fyrirspurnir og uppgötvaði þá, að stjórn verksmiðjunnar hafði skipað verkstjórunum að láta allar stúlk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.