Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
Oft er ég spurður í bréfum sem
til mín berast hvaðanæva að af
landinu, hvað ég geri í tómstund-
um mínum. Það er fremur fátt.
Mér þótti gaman að kafa og ég safn-
aði frímerkjum.
En ég geri lítið af þessu framar.
Ég hef mest gaman af stjörnueðlis-
fræði. Það er svo margt ófundið
enn á þessu sviði, svo margt sem
þörf er á að athuga. Þó það takizt
að ráða til fulls gátuna um hin lýs-
andi næturský, mundu margar aðr-
ar gátur geimsins bíða úrlausnar,
gátur sem gaman verður að fást
við. Þetta verður eins og að upp-
götva nýjar, óþekktar plánetur og
sólir.
Ástandið í alþjóðamálum er að verða svo flókið, að nú er jafnvel
farið að gera sendiráðsmenn okkar burtræka úr löndum, sem við höfum
aldrei heyrt minnzt á áður.
Klausa úr bandarisku dagblaði
Kona viðurkennir aldrei, að hún hafi orðið undir í deilu. Hún heldur
bara, að henni hafi ekki tekizt að gera öðrum afstöðu sína til máls-
ins nægilega ljósa.“
General Features Corp.
1 viðskiptaheiminum er „velgengisformúlan" frá í gær oft orðin að
fyrirtaks „vandræðaformúlu" á morgun.
Forbes
Það er einn kostur við „tónlist" þá, sem unga kynslóðin dáir....
enginn getur blístrað hana.
Roger Alen
Ljóðskáld er maður, sem kastar handfylli af orðum í andlit tímans ...
og vinnur sigur.
Dublin Opinion
Margt fólk álítur, að viðurkenni það einhvern ágalla í fari sínu,
þýði það sjálfkrafa, að það þurfi ekki framar að reyna að laga hann.
Marie von Ebner-Bschenbach
Barnauppeldi er fólgið í því að vona, að það verði allt í lagi með þau,
Þegar þau eldast.
Changing Times
Að vera trúaður er fólgið í því að leitast við að spyrja af ákefð
spurninga um tilveruna og vera reiðubúinn að taka við svörunum við
þeim, jafnvel þótt svíða kunni undan þeim svörum.
Paul Tillich